Vikan - 10.07.1941, Blaðsíða 6
6
VIKAN, nr. 28, 1941
Dularfullur atburður
9
Framhaldssaga eftir AGATHA CHRISTIE.
Poirot er fræg persóna í skáldsögum Agatha Christie. Hann er leynilögreglumaður — hliðstæður Sherlock
Holmes i sögum Conan Doyle’s — sem sezt hefir að í London og getið sér mikinn orstír fyrir uppljóstranir.
SJÖTTI KAPlTULI.
I>ar sem glæpurinn var framinn.
Læknirinn og Hautet báru hina meðvitundar-
lausu konu inn í húsið. Fulltrúinn horfði á eftir
þeim og hristi höfuðið.
„Aumingja konan,“ muldraði hann við sjálfan
sig. „Þetta fékk samt of mikið á hana. Jæja, við
getum ekki hjálpað henni. Heyrið þér, Poirot, eig-
um við ekki að athuga staðinn, þar sem morðið*
var frarnið?"
„Eins og þér viljið, Bex.“
Við gengum aftur i gegnum húsið og út um
aðaldymar. Poirot hafði gefið stiganum horn-
auga, um leið og við gengum fram hjá, og hristi
höfuðið óánægður.
„Mér kemur það einkennilega fyrir sjónir, að
þjónustufólkið skyldi ekki heyra neitt. Þegar þrír
menn gengu niður stigann, hlýtur að hafa brakað
svo mikið í honum, að það hefði átt að vera nóg
til að vekja alla í húsinu.“
„En gáið þér að. Það var um miðja nótt. Þá
sváfu allir svefni hinna réttlátu.“
En Poirot hristi höfuðið, eins og hann gæti ekki
samþykkt þessa skýringu. Uti á veginum nam
hann staðar og horfði heim að húsinu.
„Hvað fékk yður í fyrstu, til þess að gá að,
hvort útidyrahurðin væri opin? Það hefði þó ver-
ið mikið sennilegra, að þeir hefðu strax brotið
upp glugga.“
„Já, en það eru járnslár fyrir öllum gluggum
á neðstu hæðinni á nóttunni,“ mótmælti fulltrú-
inn.
Poirot benti á glugga á næstu hæð.
„Þetta er glugginn á svefnherberginu, sem við
erum nýkomnir úr, ekki rétt? Og sjáið þér til;
beint fyrir framan það er hátt tré, sem auðvelt
er að klifra upp og stökkva svo inn um gluggann."
„Getur verið,“ játaði Bex. „En það hefðu þeir
ekki getað, án þess að skilja eftir sig spor í
blómabeðinu."
Ég sá, að mótmæli hans voru réttmæt. Það
voru tvö stór, ávöl blómabeð með rauðum blóm-
um, sitt hvoru megin við aðalinnganginn. Tréð
stóð í miðju öðru beðinu, og það hefði verið ógern-
ingur að komast að trénu án þess að stíga í beðið.
„Þér sjáið,“ sagði fulltrúinn, „að vegna þess
hvað veðrið hefir verið þurrt, er ómögulegt að
sjá spor á veginum, en mjög auðvelt í mjúkri
moldinni í beðinu.“
Poirot gekk alveg að beðinu og athugaði það
mjög gaumgæfilega. Moldin var alveg jöfn og
slétt, eins og Bex hafði sagt. Hvergi var nokkra
laut að sjá.
Poirot kinkaði kolli, eins og hann væri nú sann-
færður, og við snerum við, en allt i einu þaut
hann til baka og byrjaði að rannsaka hitt blóma-
beðið.
„Herra Bex,“ kallaði hann. „Sjáið þér hérna.
Hér er nóg af fótsporum handa yður.“
Fulltrúinn gekk til hans og brosti.
„Já, en kæri Poirot. Þetta eru sjálfsagt för
eftir garðyrkjumanninn. Að minnsta kosti hafa
þau enga þýðingu, þar sem ekkert tré er hér og
þar af leiðandi ómögulegt að klifra upp á næstu
hæð.“
„Satt er það,“ sagði Poirot og var að því er
Forsaga:
Hercule Poirot, leynilög-
reglumaður, hefir hvatt
félaga sinn til að skrifa niður frásögu af
dularfullum atburði, sem gerðist i námunda
við „Villa Geneviéve" í Frakklandi, en þeir
bjuggu saman í London, er þetta átti sér
stað. Frásögumaður byrjar á því, að hann
hittir í járnbrautarlest einkennilega stúlku,
sem segist vera leikkona. Hún kallar sig
„Öskubusku“, þegar þau skilja. Nafn sitt
vill hún ekki segja honum. Poirot fær bréf
frá miljónamæringnum Kenauld, sem biðst
hjálpar, af því að hann er hræddur um líf
sitt. Hann býr í „Villa Geneviéve“ í Frakk-
landi. Þegar þeir félagar koma þangað, er
þeim sagt, að Renauld hafi verið myrtur.
Poirot ákveður að taka þátti í rannsókn
málsins með frönsku lögreglunni. Rann-
sóknardómarinn yfirheyrir Francoise ráðs-
konu. Hún segir frá konu, frú Daubreuil,
sem Renauld hafi verið í þingum við og
hafi heimsótt hann kvöldið áður. En Denise,
þjónustustúlka segir, að það hafi verið
önnur kona. Hótanabréf, undirritað „Dulcie“
finnst í frakkavasa Renaulds. Þeir skoða
skrifstofu Renaulds og Poirot finnur hom
af rifinni ávísun, sem á er ritað nafnið
„Duveen“. Eftir það fara þeir að skoða lík-
ið. Ráðskonan kemur og segir, að frú Ren-
auld geti tekið á móti þeim. Þeir fara upp
til hennar og hún segir þeim frá því, sem
bar við um nóttina. Þeir finna úr, sem
morðingjarnir hafa brotið á glerið. Sonur
hennar er á ferðalagi til Buenos Aires og
Santiago. Síðan fara þau í líkhúsið. Þar
fellur frúin í yfirlið, er hún sér lík manns
síns.
virtist dálitið sorgmæddur. „Svo þér haldið, að
þessi fótspor hafi enga þýðingu?“
„Ekki þá minnstu.“
En mér til mikillar undrunar sagði Poirot: „Ég
er yður ekki sammála. Mér leikur grunur á, að
þau séu það merkilegasta, sem við enn höfum
fundið.“
Bex sagði ekkert, en yppti öxlum. Hann var
of kurteis, til þess að láta álit sitt uppi. I stað
þess svaraði hann:
„Eigum við að halda áfram?“
„Já, ef þér viljið. Ég get athugað þessi spor
seinna,“ sagði Poirot glaðlega.
1 stað þess að ganga veginn niður að hliðinu,
beygði Bex til hægri inn á garðstíg. Hann lá
hægra megin i kringum húsið, og meðfram hon-
um voru litlir runnar. Allt i einu endaði hann
í litlu rjóðri, þar sem útsýni var yfir hafið. 1
rjóðrinu var bekkur, og skammt frá honum hrör-
legur skúr. Fáeinum skrefum lengra voru nokkr-
ir runnar, og þar endaði garðurinn. Bex ruddist
í gegnum runnana og við fórum á eftir. Þá blasti
við okkur stórt, hæðótt landsvæði. Ég leit í kring-
um mig og kom auga á dálítið, sem mig undraði
mjög.
„Hvað, þetta er golfvöllur,“ sagði ég. .
Bex kinkaði kolli.
„Það er ekki búið að ljúka við hann að fullu,"
sagði hann. „En það er von til að hægt verði að
opna hann í næsta mánuði. Nokkrir verkamenn,
sem voru að vinna á vellinum, fundu líkið í morg-
un.“
Ég saup hveljur. Ofurlítið til vinstri við mig
var lön£ og mjó gröf, sem ég hafði ekki komið
auga á strax. Við hliðina á gröfinni lá maður á
grúfu. í fyrstu hrökk ég í kút og í ruglingslegu
fáti, óttaðist ég, að þessi sorglegi atburður ætl-
aði að endurtaka sig. En fulltrúinn rak alla hug-
aróra á brott með því að ganga nær og segja
hvössum rómi:
„Hvað eru lögregluþjónarnir mínir að aðhaf-
ast? Þeir höfðu fengið strangar fyrirskipanir um,
að enginn mætti koma nálægt, nema hann hefði
heimildarskilríki! “
Maðurinn, sem lá á jörðinni snéri sér við.
„Já, en ég hefi fullkomin heimildarskilríki,"
sagði hann, um leið og hann stóð hægt upp.
„Kæri henna Giraud,“ sagði fulltrúinn. Ég
hafði ekki hugmynd um, að þér væruð kominn.
Rannsóknardómarinn hefir beðið eftir yður með
mikilli eftirvæntingu."
Á meðan hann var að tala, athugaði'ég hinn
nýkomna með mikilli forvitni. Ég þekkti þennan
fræga leynilögreglumann frá Súreté í París að
nafninu til, og mér lék mikil forvitni á að sjá
hann sjálfan. Hann var mjög hár, á að gizka
þrjátíu ára, með ljósbrúnt hár og yfirvararskegg
og mjög hermannlegur i tilburðum. Eitthvað
drembilátt var í fasi hans, sem sýndi, að hann
fann mikið til stöðu sinnar. Bex kynnti okkur
og kynnti Poirot sem starfsbróður. Það vottaði
fyrir áhuga í augum leynilögreglumannsins.
„Ég hefi heyrt getið um yður, herra Poirot,“
sagði hann. „Þér voruð orðinn frægur hérna fyrir
eina tíð, eða er ekki svo? En aðferðirnar breyt-
ast.“
„Glæpirnir eru nú víst nokkurnveginn þeir
sömu,“ sagði Poirot bliðlega.
Ég sá strax, að Giraud var á öndverðum meiði.
Það var auðséð, að hann vildi ekki vinna með
Poirot, og ég skyldi, að ef hann fynndi einhver
spor að fara eftir, myndi hann halda þeim leynd-
um út af fyrir sig.
„Rannsóknardómarinn .....,“ byrjaði Bex aftur.
En Giraud tók óþolinmóður fram í fyrir honum:
„Hvað varðar mig um rannsóknardómarann!
Birtan er það, sem allt veltur á. Og eftir rúman
hálftima er orðið dimmt. Ég veit allan gang
málsins, og íbúar hússins mega bíða þangað til
á morgun. Ef við eigum að finna eitthvað til að
fara eftir, þá er það hér. Eru það lögregluþjón-
arnir yðar, sem hafa sparkað þetta allt út?
Ég hélt, að þeir væru betur að sér nú á dögum.“
„Það eru þeir líka. Sporin, sem þér eruð að
kvarta undan, eru eftir verkamennina, sem fundu
líkið."
Það rumdi óánægjulega í leynilögreglumann-
inum.
„Ég sé förin, þar sem mennirnir þrir komu
í gegnum limagirðinguna, en þeir voru hyggnir.
Maður getur einmitt þekkt spor Renaulds í miðj-
unni, en sporin til hliðar eru vandlega máð út.
Ekki svo að skilja, að við hefðum getað séð
mikið á þessum harða jarðvegi, en þeir vilja
ekki eiga neitt á hættu.“
„Ytri ummerki," sagði Poirot, „eru það þau,
sem þér eruð að leita að?“
Franski leynilögreglumaðurinn starði á hann.
„Auðvitað."
Poirot brosti lítið eitt. Hann myndaði sig til
að segja eitthvað, en hætti við það, beygði sig
og leit á skóflu, sem lá í grasinu.