Vikan - 10.07.1941, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 28, 1941
13
Henni snérist hugur.
Framh, af bls. 7.
nú var hún nærri búin að bursta hárið á
sér. Nú myndi Jimmie fara að koma.
Það kom annar skuggi á gangstéttina,
og sterklegur maður gægðist fyrir hús-
hornið. Sólin glampaði á vélbyssuna, sem
hann hélt á í hendinni.
Nóra starði á hann. Maðurinn var eng-
inn annar en Red Crane!
Jimmie gat komið fyrir hornið á hvaða
■augnabliki, sem vera vildi.
Nóra varð máttlaus andartak. Hvað gat
hún gert?
Nú heyrði hún fótatak. Það var greini-
lega fótatak Jimmies. Maðurinn beygði
sig, hélt byssunni fast að sér og gægðist
fyrir hornið.
Nú heyrðist fótatakið koma nær. Skotið
reið af og einhver kom hlaupandi. Glæpa-
maðurinn datt niður á götuna um leið og
byssan hans skall niður. Þá sortnaði Nóru
fyrir augum og hún sá ekki neitt meira.
Þegar hún kom aftur til sjálfrar sín, lá
hún á rúminu sínu. Jimmie laut niður að
henni og hélt um axlir hennar. Fyrst greip
ógurleg skelfing hana, en síðan fylltist
Ipin fögnuði. Hún vafði handleggjunum um
háls hans og þrýsti honum að sér.
„Jimmie, kjáninn þinn! Elsku kjáninn
minn. Ég skal giftast þér, hvað sem þú
gerir, hvað sem þú segir og hvenær sem
þú vilt. Gerðu það bara fyrir mig að vera
ekki leynilögreglumaður.“
Þegar Jimmie var laus úr faðmlögum
hennar hristi hann höfuðið og sagði:
„Jæja, þú þarft ekki að óttast það lengur.
Ég skil þetta ekki ennþá. Þegar ég kom
fyrir hornið, stóð hann þarna og góndi upp
í loftið, svo að ég fékk tíma til að slá af
honum byssuna og átta mig.“
Það fór hrollur um Nóru. Síðan sagði
hún:
„Nú man ég það. Ég get sagt þér, hvern-
ig stóð á því. Ég var alveg rugluð og vissi
ekki, hvað ég átti að gera. Þá mundi ég
eftir handspeglinum mínum; ég var að
bursta hárið á mér. Sólin skein inn í her-
bergið, svo að ég tók spegilinn og lét
sólina endurspeglast beint í augun á hon-
um. Ég held, að það hafi ruglað hann.“
Leynilögregluforinginn og kona hans
höfðu staðið í dyragættinni. Nú sagði
hann:
„Guð minn góður, Jimmie. Þetta var nú
sannkölluð hundaheppni. Ég held, að það
væri betra fyrir þig að giftast stúlkunni.
Það gæti skeð, að þú þyrftir á hjálp henn-
ar að halda einhvern tíma seinna. En ég
vara þig við ...“
Nóra þaggaði niður í honum.
„Góðan daginn, mamma. mín. Mér líður
prýðilega, en viltu ekki taka þennan ná-
unga með þér niður og fylla munninn á
honum með mat. Hann talar of mikið. Ef
ég á að giftast leynilögreglumanni, þá er
bezt að hann komist sjálfur að niðurstöðu
með málin. Jimmie, láttu mig fá hringinn
minn, áður en mér snýst aftur hug-
ur. Og áður en tilvonandi tengdafaðir þinn
fer út, þá segðu: ég ætla að giftast henni.“
Jimmie hlýddi.
Svör við spurningum á bls. 4:
1. Örlagadísir: Urður réð liðnum tíma, Verð-
andi líðandi stund og Skuld framtíðinni.
2. Kuznetsov.
3. Árið 1838.
4. H. K. Laxness. Það er ferðasaga frá Rúss-
landi.
5. Hann fæddist i bænum Roncole á Italíu 9.
okt. 1813 og dó 27. jan. 1901 í Milano.
6. Pétur Eggerz lögfræðingur.
7. Indverskt skáld, sem fékk Nobelsverðlaunin
1913. Hann var fæddur 1861.
8. Einar Eiríksson, af Vatnsfirðingaætt, og
Grundar-Helga.
9. Hirð.
10. Höður hinn blindi.
Ný systir.
Mirta Batista, sem er elzta
dóttir Fulgencio Batista forseta
Kúbu, heldur hér á lítilli systur
sinni, Elicu. Elica litla fæddist
á meðan pabbi hennar var að
bæla niður nýja tilraun til að
kollvarpa stjóm hans. Hún
fæddist i forsetabústaðnum á
Havana.
Skemmtilegar
auglýsingar.
Falleg hæna er til sölu hjá konu, sem
er dugleg að verpa eggjum.
#
Mjög góð notuð sæng er til sölu hjá
hreinlátri ekkju, sem er fyllt með gæsa-
fiðri.
*
Fallegt og ódýrt matborð er til sölu fyrir
sextán manns, sem hægt er að draga í
sundur.
Góð, notuð fata er til sölu hjá Sigurði
bónda, sem tekur átta lítra.
#
Kanariufugl hefir strokið frá einmana
konu, sem hægt er að þekkja' á því, að
stélið er brotið af.
*
Stórum böggli hefir maður tapað, sem í
voru tvö pund af pylsum, hangikjötslæri,
nýtt kjöt, fimm rullupilsur og sjö hangi-
bjúgu.
Nokkrar fallegar töskur til sölu handa
konum, sem eru ofurlítið gallaðar á skinn-
inu, en eru annars mjög sterkar og fóðr-
aðar með mjög vönduðu efni.
#
Fallegt, gamalt armband, sem er að lög-
un eins og slanga, er til sölu fyrir skart-
gripasafnara, sem bítur í halann á sér og
er: með tvö græn augu úr smarögðum.
*
Tvær ábreiður eru til sölu hjá systrun-
um frá Hala, sem eru fimm álnir á lengd
og fóðraðar með lasting.
*
Bók tapaði gamall maður, sem er með
skinn á kjölnum.
*
Páfagaukur er til sölu ásamt hundi, sem
hefir fallegar rauðar fjaðrir, syngur og
talar.
*
Herbergi er til leigu fyrir eldri konu,
sem sólin skín inn um mestan hluta
dagsins.
*
Nokkrar kápur eru til sölu handa kon-
um, sem eru mismunandi litar.
*
Heimabakaðar kökur fást á Skólagötu
15 hjá systrunum frá Öxl, sem eru alltaf
nýjar.
*
Hanzkar fyrir karlmenn, sem eru úr
góðu skinni.
Nærföt handa konum, sem eru af fín-
ustu gerð.
*
Fallegar brúður handa börnum, sem geta
lokað augunum og sagt „mamma", þegar
ýtt er á magann.