Vikan


Vikan - 10.07.1941, Blaðsíða 8

Vikan - 10.07.1941, Blaðsíða 8
8 VIKAN, nr. 28, 1941 Gissur hátt uppi og illa staddur. Gissur: Nú, nú. Það er þá kominn morgunn. Gissur: Ég ætla að skrifa miða og kasta honum niður. Það tínir hann einhver upp á götunni og kemur og bjargar mér. Það vona ég að minnsta kosti. Gissur: Ég vona bara, að enginn af ættíngjum mínum finni miðann. Láki: Sérðu, þetta er bréf. Getur verið að einhver sé að senda mér flugpóst? Pétur: Ef svo er, þá fara þeir laglega að því. Gissur: Ó, aþ lokum! Einhver er að koma vegna bréfsins. Ég vona bara, að það sé ekki sú gamla. Láki: Héma stendur: „Komið upp og opnið þak- gluggann. Ég gef þeim, sem kemur og hjálpar mér hundrað krónur. Komið strax. Ég hefi verið á verði í alla nótt. Hjálpið mér, ég er í nauðum staddur." Pétur: Við skulum ná í þessa peninga. Pétur: Upp með hendumar. Ef þú hreyfir þig, þá færð þú kúlu í magann. Hér er alvara á ferðum. Okkur er fúl- asta alvara! Láki: Vertu ekki að tefja tímann með því að leita á honum. Taktu bara fötin hans. Það sparar tíma: Pétur: Sjáum til, Láki. Það er engu líkara, en þú hafir ofurlitia vitglóm með köflum. Láki: Svo hreyfir þú þig ekki, fyrr en við erum búnir að loka. Bless, manni minn! Gissur: Heyrið þið, drengir. Vitið þið ekki, að það er kalt hér? Prú Jónína: Ó, mér finnst það alveg Ijómandi fyrir frú Rasmínu að byggja sér lítinn skúr uppi á þakinu. Prú Guðmunda: Já, útsýnið hlýtur að vera dásamlegt. Frú Gróa: Hvenær hafið þér í hyggju að byggja, frú Rasmina? Frú SigTiður: Ó, lofið þér okkur aið sjá þakið. Komið þér með okkur upp. Rasmína: Já, við skulum fara upp rétt sem snöggvast. Það verður yndislegt fyrir mig að taka sólböðin mín þar. Frú Sigríður: Guð minn góður. Maðurinn yöar er strax kominn í sólbað. Frú Jónína: Guð hjálpi mér. Þetta er sannarlega engin sýning á, hvemig velklæddir menn eiga að ganga. Gissur: Halló! Ég er bara að æfa mig í golfspili.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.