Vikan


Vikan - 05.03.1942, Side 1

Vikan - 05.03.1942, Side 1
T % höfum vér heyrt, að Davíð skáld frá Fagraskógi hafi sagt um meðferð Arndísar Björnsdóttur á hlutverki „Kerlingar“ í Gullna hlið- inu, sem Leikfél. Reykja- víkur hefir sýnt við fá- dæma aðsókn síðan á ann- an í jólum. Það er oft tilviljunum háð, hvað úr fólki verður, hvert hlutverk það skipar í lífinu. Sumir snúast inn á braut- ir, sem þá óraði ekki fyrir, að þeir mundu ganga og hafði ef til vill aldrei dottið í hug, að þeir væru færir um að fara, en einmitt þar fundu þeir hin ákjósanlegustu verkefni hæfileikum sínum, köllim sína og kraft til að verða miklir í starfinu. Þannig var því varið um Amdísi Björnsdóttur, eina sannmenntuðustu leikkonu, sem sést hefir á leiksviði í Reykjavík. Amdís hóf leikstarfsemi sína með því að leika fyrir kvenfélagið Hringinn smáhlut- verk í „Mállausa konan“ eftir Anatole France. Það var í Iðnó árið 1918. Þegar hún hafði verið með í nokkmm leikritum hjá Hringnum, bar svo til, að Leikfélag Reykjavíkur var að sýna „Frú X“. Varð þá einn leikandinn veikur og bað óskar Borg ungfrú Arndísi um að hlaupa í skarð- ið. Hún tók því í fyrstu mjög fálega, sagð- ist aldrei hafa hugsað sér að leika fyrir peninga og væri auk þess ekkert hrifin af því að láta blöðin fara að dæma um leik sinn. Óskar lofaði þá, að hann skyldi fara um allan bæinn og reyna að fá aðra — ef það tækist ekki, yrði hún að hjálpa upp á sakimar. Seinna játaði Óskar, að hann hefði ekki farið neitt — og Amdís lék þjónustustúlku í „Frú X“. Amdís Bjömsdóttrr hefir ekki gengið á leikskóla — annan en þann, sem Iðnó og sjálfsmenntun veitir. Það er ekkert lýti á henni (auðvitað að leikskólamenntuninni Framhald á bla. 3.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.