Vikan


Vikan - 05.03.1942, Page 2

Vikan - 05.03.1942, Page 2
2 VIKAN, nr. 5, 1942 Pósturinn [~^ Kæra Vika! Má kona ganga að eiga móðurbróð- ur sinn eða systurson sinn? E. E. Svar: Ekki nema með því að fá leyfi í stjómarráðinu, sem kostar kr. 51,70 og þurfa að fylgja beiðninni fæðingarvottorð beggja hjónaefna og áreiðanleg skýrsla um frændsemina. Kæra Vika! Getur þú sagt mér, hvað enska orðið nudism þýðir. 1. Ól. Svar: Nudism hefir á íslenzku ver- ið nefnt ,,nektarhreyfing“. Svar til ,,Forv. les.“: Auðvitað er þetta ekki viðeigandi, en erfitt er að gefa ráð við því og treystir Vikan sér ekki til þess að svo stöddu. Hvað hinni spurningunni viðvíkur, þá þýða stafimir CP: Central Press og er nafn á fréttamyndafirma i Ameríku. Svar til ,,Ellen“: Spumingu yðar er ekki hægt að svara, þegar maður veit ekki um málavexti nema það, sem í bréfinu stendur. Svarið fer nokkuð eftir því, hvort þér eruð kunnug manninum eða hafið ef til vill aldrei talað við hann. En affara- sælast virðist að vera eðlileg í fram- komu og ekki of ágeng. Svar til ,,Forvitins“: Liklega af því að henni líður vei og vill ekki láta „það sem augað sér“ trufla sig. Eða hún gerir það tii þess að geta ímyndað sér, að það sé einhver annar. Svar til Kalla, Höfnum: Svar við spumingu yðar hefir birzt áður í blaðinu og er það að finna í póstin- um í 4. tbl. þessa árs og er svar til Agnesar. Það getur ekki talizt vanzalaust af okkur Islendingum að vita jafn- lítið um frændur okkar og nágranna, Færeyinga, og raun er á. Það skeður í fyrsta sinn árið 1940 að út kemur á íslenzku færeysk bók, skáldsaga Franz Jacobsen, Barbara. Það var eins og allir hefðu beðið eftir þessai'i bók, því hún seldist upp á fáum dög- um og kom þó út á þeim tíma árs, sem minnst er bókasala. Nýlega kom út bókin „Feðgar á ferð“, og sann- ast á henni það, sem margir halda, fram að smáþjóðimar eigi flest bók- menntaafrekin. Höfundur bókarinnar er Heðin Brú, höfuðskáld Færeyinga. Söguhetjur þessarar bókar er fulltrúi gamla tímans, Ketill gamli í Ketil- húsi og kerlingin hans, sem standa í sífelldri baráttu, annars vegar við það að standa í skilum sjálf og hins vegar við börn sín og tengdabörn, sem láta fljóta sofandi að feigðarósi í fjármálum, safna börnum og skuld- um. Þetta er síðasta og langbezta verk Heðins Brú, og skipar honum á bekk með beztu rithöfundum Norðurlanda. Rökrétt svar. Wendell Phillips, hinn frægi for- mælandi afnáms þrælahaldsins, var einu sinni á ferð um Ohio i járn- brautarlest. Hann lenti í sama vagni og nokkrir prestar, sem voru að koma af prestastefnu. Prestur nokk- ur úr Suðurríkjunum, sem var óvin- veittur Phillips vegna skoðana hans á þrælahaldinu, hóf eftirfarandi um- ræður. „Þér eruð Wendell Phillips, er ekki svo?“ „Jú, það er ég.“ „Þér eruð maðurinn, sem vill gera negrana frjálsa?" „Já,“ svaraði Phillips. „Hvérs vegna eruð þér þá að pré- dika hér? Hvers vegna farið þér ekki til Kentucky, þar sem negrarnir eru ?" Phillips þagði stundarkorn. Síðan sagði hann. „Eruð þér ekki prestur, herra minn ?“ „Jú, það er ég.“ „Og þér viljið bjarga sálunum frá því að brenna i helvíti?" „Já, það vil ég.“ „Hvers vegna farið þér þá ekki þangað?" spurði Phillips og skeikaði hvergi í rökvísinni. Negraheimspeki. Negrastúlka ályktar heimspeki- lega: „Eins og þú veizt, Bessie, þá eru erfiðleikarnir of háir til að hægt sé að klifra yfir þá, of umfangsmikl- Bókin er jafnframt því að vera skáldsaga af beztu tegund, fróðleg og merkileg þjóðlífslýsing. Er þjóðar- iþrótt Færeyinga, grindadrápinu, lýst þar á lifandi og skemmtilegan hátt. Bókin er prýdd fjölda heilsíðumynda frá Færeyjum. Vandlátir bókamenn ættu að ná sér i þessa bók áður en hún hverfur af markaðinum eins og fyrsta færeyska bókin. S. J. ir til að hægt sé að ganga í kringum þá, of djúpstæðir til að hægt sé að grafa sig undir þá. svo að ég er að velta því fyrir mér. hvort eina ráðið til að yfirvinna þá. sé ekki að setja hausinn undir sig og brjótast í gegnum þá.“ Einkennilegur búningur. Þessi fallega stúlka heitir Mary Black og er frá Beaufort i Banda- ríkjunum. Búningur hennar er úr dagblöðum og á að tákna framfarir á sviði pappírsframleiðslunnar, sem er ein af aðal iðnaðargreinum ríkis- ins, sem ungfrú Black er frá. Erla og unnustinn. Oddur: Það er bezt, að ég líti inn til Erlu, fýrst ég er hér í nágrenninu og klukkan er að verða sex. Hún býður mér líklega að borða kvöldverð. Oddur: Það verður ágætt, þá spara ég mér að fara heim. Ég spara líka útgjöldin við að bjóða Erlu út að borða. Ég ætla að láta eins og ég vilji fara heim. Erla: Oddur minn, klukkan er orðin hálf sjö. Það verður orðið seint fyrir þig að fara heim og koma alla leið hingað aftur. Oddur: Alls ekki! Ég ætlaði annars að bjóða þér út að borða. Erla: Jæja, þá skalt þú fara heim, skipta um föt eins og góður drengur og við skulum fara í nýja veit- ingahúsið og borða. Oddur: Er nú komið nýtt veitingasús? Oddur: Fjárinn! Það væri bezt fyrir mig að hætta að reyna að vera klókur. Þetta fer alvég með mig. Ég' verð að flýta mér heim til að klæða mig og fá lánaðar 50 krónur. Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.