Vikan


Vikan - 05.03.1942, Blaðsíða 6

Vikan - 05.03.1942, Blaðsíða 6
6 Wrayson fannst votta fyrir háði í seinustu orð- um hans. Barnes sjálfur tók auðsjáanleg:a ekki eftir því. Gulbrúnar hendur hans lágu flatar á borðinu, á meðan hann beygði sig að málafærslu- manninum. Neðri vörin skagaði fram og augun, sem lágu djúpt í höfðinu, voru enn meira saman- herpt en áður og hann var uggvænlegur í ákafa sínum. „Segið mér, hvað ég get gert til að ná í þau?“ sagði hann hásum rómi. ,,Mér er alveg sama, um hvað þessi skjöl fjalla. Ég er ekki tiltektasamur. Hlustið nú á, ég vil skipta við skjólstæðing yðar. Ég skal borga yður vexti — 5r/t 'af upphæðinni, sem ég fæ. Er það ekki áheyrilegt tilboð? Ég skal koma fram eins og heiðursmaður. En þá verðið þér að leysa frá skjóðunni! Hvaða skjöl voru þetta? Og hvemig á ég að ná í þau?“ Málafærslumaðurinn horfði kuldalega á hann. „Það eru ákveðnar upplýsingar, sem ég get ekki gefið yður,“ svaraði hann. „Skyldur mínar við margumræddan skjólstæðing minn standa í vegi fyrir því. Ég get ekki sagt yðiir, hvaða skjöl þetta eru, og ég get ekki bent yður á, hvar þér eigið að leita að þeim. Allt, sem ég get sagt, er, að enn er hægt að leita þeirra og enn vill skjólstæðingur minn kaupa þau.“ Barnes snéri sér að Wrayson, andlit hans skalf af geðshræringu og reiði. „Hafið þér nokkurn tíma heyrt annað eins brjálæðisþvaður!" hrópaði hann. „Hann veit, hvaða skjöl þetta eru og segir, að ég eigi þau. Ætti ekki að vera hægt að neyða hann til að segja eitthvað ákveðið?" „Þetta virðist vera fremur ’flókið og dular- fullt mál,“ svaraði Wrayson. „Getið þér ekki sagt honum ofurlítið meira, herra Bentham?“ Málafærslumaðurinn andvarpaði eins og hann tæki mjög nærri sér að verða að þegja. „Einasta ráðið, sem ég get gefið herra Barnes, er, að hann fái yður til að hjálpa sér. Ég yrði eRkert undrandi, þótt lánið fylgdi yður.“ „Hvers vegna haldið þér, að ég sé svona góður aðstoðarmaður ? “ spurði Wrayson undrandi. Málafærslumaðurinn horfði rólega og hvasst á hann. „Mér virðist þér vera skynsamur maður — og þéx’ kunnið að þegja. Að mínu áliti ætti herra Barnes að þakka sínum sæla, ef þér ákvæð- uð að hjálpa honum að leita.“ „Þetta mál kemur mér alls ekki við,“ svaraði Wrayson. „Og mig langar alls ekki- til að fást við svona ævintýralega viðburði." Bentham beygði sig yfir pappirana sina á skrifborðinu, hann var augsýnilega búinn að ljúka þessu máli af. Þó sagði hann: „Þér megið ekki tala svona fyrirlitlega um þetta mál, herra Wi’ayson. Ef herra Barnes finn- ur skjölin, nxundi það sjálfsagt verða til góðs. Og ég býst við, að það yrði sérlega skemmtilegt fyrir yður.“ „Hvað eigið þér viö?“ Málafærslumaðurinn leit fast á hann. „Það rnundi varpa ljósi yfir alla þá leynd, sem hvílir yfir rnorði Morris Barnes,“ svaraði hann. Wiayson kom við handlegg Barnes. „Ég held, að það sé bezt fyrir okkur að fara,“ sagði hann. „Við fáum víst ekki meira upp úr herra Bentham, hvort sem er.“ Barnes gekk hægt að hurðinni og var auðséð, að honum mislíkaði. „Ég veit ekki enn þá, hvernig ég á að haga mér í þessu máli,“ sagði hann um leið og hann snéri sér énn einu sinni að málafærslumanninum. „Ég geri að minnsta kosti allt, sem í mínu valdi stendur, En þér hafið ef til vill ekki séð mig í síðasta sinn, herra Bent- ham. Ef heppnin er ekki með mér, kem ég aftur til yðar.“ Málafærslumaðurinn var þegar niðursokkinn í skjöl sín og virtist alls ekki taka eftir orðum hans. XVI. KAFLI. Wrayson þóttist gjá og heyra á öllu, að ungi maðurinn hefði breytt framkomu sinni cftir heimsóknina í skrifstofu Benthams, en nú hafði hann taumhald á sjálfum sér og lét ekki ástríð- urnar hlaupa með sig í gönmr. Þegar þeir beygðu fyrir hornið á götunni, sagði hann fremur stuttur í spuna: „Hvar getum við fengið eitthvað að drekka? Mig langar að fá staup af whisky.“ Wrayson fór með hann í krá, sem var þar á næstu grösum, og þeir settust út í hom, þar sem enginn var. „Það er dálítið, sem mig langar að spyrja yður um,“ sagði Sydney Barnes og beygði sig fram yfir borðið. „Hvaðan þekkið þér konuna, sem kom inn í ibúð bróður mins í dag, á meðan við vorum þar?“ Wrayson hrökk ofurlítið við, þegar hann var spurður um þetta. Það leit út fyrir, að ungi mað- urinn væri farinn að hugsa. ^ VIKAN, nr. 5, 1942 „Hvaðan ég þekki hana?“ endurtók Wrayson. „Ég þekki hana mjög lítið.“ „Er hún raunvemleg barónsfrú, eða kallar hún sig það bara?“ „Nei, hún er án efa í raun og veru baróns- frú de Sturm,“ svaraði Wrayson dálítið stirðlega. „Og hún á nægilega mikið af peningum?“ „Áreiðanlega," svaraði Wrayson, „ég held, að hún sé mjög tigin kona í föðurlandi sínu.“ Barnes lét hönd sina falla niður á borðið, svo að small í. Hann horfði á Wrayson, eins og hann ætlaði að lesa svarið við spurningunni, sem hann ætlaði að spyrja, úr andliti hans. „Haldið þér þá í raun og veru,“ spurði hann, „að svona tigin kona hafi skrifað ástarbréf til Morris? Hann var einmitt maður, sem slíkt fólk kallar lélegan pappír. Alveg eins og ég sjálfur. Það væri hreinasta kraftaverk, ef hann þekkti hana. Ég trúi ekki þessari sögu um ástarbréfin.“ Wrayson yppti öxlum. „Allir þessir viðburðir,“ sagði hann, „já, og allt, sem bróður yðar við- vikur, er svo dularfullt, að ég veit sannarlega ekki, hvað ég á að segja um það. Það er mjög erfitt að láta nokkra skoðun á því í ljósi.“ „Þér þekktuð Morris,“ hélt ungi maðurinn áfram. „Þér þekkið barónsfrúna. Berið þessi tvö saman. Þau eiga ekki saman, finnst yður það? Þér skiljið þetta vel. Morris gat dubbað sig upp og verið eins eyðslusamur og hann kærði sig um, nú þegar hann hafði nægilega peninga. En hann gat aldrei líkzt tignum manni. Og sé hún í raun og veru tigin kona og hefir ekki haldið kunnings- skapnum við vegna peninganna hans, þá trúi ég heldur ekki, að hún hafi nokkurn tíman skrifað honum ástarbréf. Hvað segið þér um þetta?" Wrayson sagði ekkert. Ungi maðurinn otaði glasinu sínu að einum þjónanna. „Eitt glas enn,“ sagði hann. „Athugið nú, herra Wrayson,“ hélt hann áfram með sama dularfulla málrómnum. „Nei, þetta getur ekki staðizt með ástarbréfin, það getur ekki staðizt! Hvaða erindi átti barónsfrúin í íbúð bróður míns? Ég viður- kenni, að ég varð alveg höggdofa, þegar ég sá hana í fyrstu. Hún hefði getað talið mér trú um, hvað sem væri, asnanum þeim arna. En ég læt ekki gabba mig svoleiðis lengur, skal ég segja yður. Og nú ætla ég að biðja yður að fara með mig til hennar og vita, hvort við getum ekki feng- ið hana til að segja sannleikann?“ Wrayson hristi ákveðinn höfuðið. „Herra Barnes," sagði hann, „mér þykir leiðinlegt að láta yður verða fyrir vonbrigðum, þvi að ég hefi mikla samúð með yður í þeirri aðstöðu, sem þér eruð í, en þér megið ekki treysta, áð ég sé bein- línis bandamaður yðar í þessu máli. Ég hefi hvorki tíma né þolinmæði til slíkra rannsókna. Ég hefi gert. það, sem ég gat fyrir yður, og ég skal gefa yður ráð, hvenær sem ég get, eða hjálpa yður á annan hátt, ef þér viljið leita til mín. En þér megið ekki gera ráð fyrir öðru.“ Það var eins og skuggi liði yfir andlit Barnes. Það var auðséð, að hann var vonsvikinn. „Ætlið þér ekki einu sinni að fara með mér til baróns- frúarinnar?“ spurði hann. „Nei, ég held, að ég vilji það ekki,“ svaraði Wrayson. „Ef ég á að vera hreinskilinn, þá held ég, að það sé þýðingarlaust, því að barónsfrúin er of skynsöm til að þér eða ég getum veitt nokkuð upp úr henni. Og þótt þér grunið hana, þá vitið þér ekki, um hvað það er.“ Fáein augnablik fann Wrayson óþægilegt, star- andi augnaráð unga mannsins hvíla á sér. „Þér eruð þó ekki á móti mér, eða hvað?“ spurði Sydney Barnes tortryggnislega. „Alls ekki!“ svaraði Wrayson óþolinmóður. „En þér verðið að vera skynsamur, ungi vinur. Ég hefi gert allt, sem ég gat, til að gera yður færan um að hjálpa yður sjálfur, en ég er mjög önnum kafinn við störf. Ég þarf að gæta minna eigin mála, og ég hefi ekki tíma til að leika Don Quixote tuttugustu aldarinnar.“ „Ég skil yður,“ sagði ungi maðurinn hægt. „Þér ætlið að láta mig sigla minn eigin sjó.“ SAKLAUST FÓRNARLAMfe STRÍÐSINS. Sheila Barrow er of ung til að skilja orsakir stríðsins, en hún er ekki of ung til að finna sársauka. Hún er ein af mörgum börnum, sem send hafa verið á Queens-barna- sjúkrahúsið í London eftir að hafa veikzt í rökum neðanjarð- ar brautarstöðvum, þar sem þúsundir barna eru á meðan loftárásir standa yfir. Sheila er 18 mánaða gömul.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.