Vikan


Vikan - 05.03.1942, Síða 10

Vikan - 05.03.1942, Síða 10
10 VIKAN, nr. 5, 1942 l=-Heimilið ■■■■■■■■■■■■■■■ Matseðillinn. Tómatsúpa. y2 1. tómatsósa úr flösku. % 1. mjólk. Þeyttur rjómi. Mjög auðvelt er að búa til tómat- súpu á eftirfarandi hátt. Mjólkinni og tómatsósunni er blandað saman og hitað við hægan hita upp undir suðumark. Borið fram á diskum með ofurlítilli rjómaslettu og brúnuðum brauðmolum. Brúnaðir brauðmolar. Skerið brauð- ið í % þumlungs þykkar sneiðar. Takið skorpuna vandlega af og sker- ið brauðið síðan í feminga. Setjið pott með 3—4 matskeiðum af smjöri á eldavélina. Þegar fitan er orðin vel heit eru brauðbitarnir látnir út í og brúnaðir. Takið bitana úr pottin- um, þegar þeir eru orðnir ijósbrúnir á öllum hliðum. Fiskbúðingur. Leifar af soðnum þorski. 2 bollar masaðar kartöflur. V2 teskeið bökunarduft. 4 mat- skeiðar smjör. 4 egg. .% bolli rjómabland. Salt og pipar eftir smekk. Fisknum og kartöflunum er bland- að saman ásamt bökunarduftinu, pipamum og saltinu og hrært vel i. Þá er rjómablandinu bætt út í. Eggjarauðumar eru þeyttar, þangað til þær eru orðnar þykkar og síðan hrært saman við fiskinn. Þegar búið er að hræra deigið vel, eru eggja- hvítumar þeyttar og þeim bætt út í á eftirfarandi hátt: Eggjahvítumar em látnar ofan á fiskdeigið og skor- ið með stórri skeið niður í gegnum þær og deigið. Skeiðin er látin fara með botni skálarinnar og skorið aftur upp í gegnum eggjahvítuna. Síðan er aftur skorið með skeiðinni og haldið heiidsölubirgðir: ÁRNI JÖNSSOISI, HAFNARSTfi.5 REYKJAVÍK þannig áfram, þangað til eggjahvítan hefir samlagast deiginu. Ekki má hræra í deiginu eftir að eggjahvítan er komin saman við það. Deigið er nú látið í vel smurt mót og bakað í heitum ofni í 45 mínútur. Búðingur. y3 bolli smjör. 1 bolli sykur. 2 egg. 1 teskeið vanilja. 1 bolli mjólk. 2 bollar hveiti. 3 te- skeiðar bökunarduft. % te- skeið salt. Smjörið er hrært, þar til það er orðið hvítt, sykrinum bætt í smátt og smátt ásamt vel hrærðum eggja- rauðunum og vaniljunni. Hveitinu, bökunarduftinu og saitinu ásamt mjólkinni er bætt út i. Eggjahvít- urnar eru þeyttar og þeim hrært saman við búðinginn á sama hátt og fiskbúðinginn hér á undan. Að lok- um er búðingurinn látinn í smurt mót og bakaður í vel heitum ofni í 45— 50 mínútur. Vaniljusósa er borin fram með búðingnum. Vaniljusósa: 2 matskeiðar smjör. 2 matskeiðar hveiti. Ofurlítið salt. 3 matskeiðar sykur. 2 bollar mjólk. 1 teskeið vanilja. Smjörið er brætt í potti. Þegar það er bráðnað (ekki brúnað) er hveit- inu hrært vandlega saman við. Mjólkinni, saltinu og sykrinum er bætt út í, og potturinn settur aftur á eldavélina. Hrærið stöðugt í, þar til sýður og látið sjóða í 3 mínútur. Að lokum er vániljunni bætt út í. Húsráð. Berið olíu á fitubletti í vinnufötum og látið hana liggja í þeim í hálfa klukkustund og þvoið þau síðan úr vel heitu sápuvatni. Rispur og bletti á húsgögnum má laga með því að leggja rakan ullar- klút eða þerriblað á blettina og pressa með heitu járni. .^mmmmmmmmmmmimmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmiimmimmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmiiii'i’, Verið hreinskilin við börnin. ... Eftir MIRIAM ALLEN DEFORD .........n'' g var í heimsókn hjá ungum minnisgóð, og það er auðvelt að gera L/ hjónum, sem áttu yndislegan, þriggja ára gamlan snáða. Það hljóp galsi í barnið, þegar gestur kom rétt fyrir háttatíma þess, og lýsti hann sér aðallega i því, að barnið kastaði leikföngunum sínum endanna á milli í herberginu. ,,Ef þú gerir þetta einu sinni enn,“ sagði móðir drengsins, ,,þá hátta ég þig strax.“ Hann kastaði leikfangi rétt eftir, að hún sleppti setningunni. „Gerirðu þetta enn einu sinni," endurtók móðirin, „fer ég beina ieið með þig í rúmið." Þetta endurtók sig fjórum sinnum, áður en hann var dreginn sparkandi og hrínandi í rúmið. Seinna um kvöldið sagði móðirin, að hún vissi ekki, hvemig stæði á því, að litli drengurinn hlýddi ailtaf föður sínum en aldrei henni! Hvað sem sagt er við barn í illu eða góðu, verður að framkvæma ná- kvæmlega. Böm taka vel eftir, eru Heima. Konur í Ameriku nota nú mjög mikið síða sloppa, eins og þann, sem myndin sýnir, á heimilum sínum. Alls konar efni eru notuð í þessa sloppa, en einkum silki og flónel. Sloppurinn á myndinni er skærrauður, og með bláum böndum á öxlunum. Hann er rykktur fyrir neðan berustykkið og tekinn saman í mittið með belti. Ermamar eru víðar, rykktar í hand- veginn og teknar saman með liningu að framan. Á líningunni er sams kon- ar legging og á berustykkinu. þau vonsvikin. Flest börn komast fljótt að raun um, hvort það sé satt, þegar sagt er við þau, að ef þau séu góð, skuli þau fá að fara til ömmu, eða ef þau séu vond, þá' fái þau ekki brjóst- sykur. Temjið ykkur að standa við það, sem þið segið við bömin, annars eigið þið á hættu, að bamið fari inn- an skamms að stjóma heimilinu. Þar að auki er hætta á að eyðileggja dýrmætan og þýðingarmikinn þátt í lifi bamsins — traust barnsins á hreinskilni yðar. Ein af- erfiðustu lexíum lífsins er að læra, að afieiðing fylgir orsök. Það er miklu þjáningaminna að bera það, ef það hefir verið föst regla á heim- ili bamsins, frá því það fór fyrst að hafa vit. Ef Pétur litli veit það af óskeikulli reynslu, að þegar mamma hans lofar að fara með honum í k\nkmyndahús næsta sunnudag, þá fer hann það og ef Sigrún veit það frá blautu barnsbeini, að þegar pabbi. segir, að hætti hún ekki þessu hrini, taki hann hana, fari með hana inn í annað herbergi og loki hurðinni, þá meinar hann nákvæmlega það, sem. hann segir, og þá verður mikið auð- veldara fyrir Pétur og Sigrúnu síðar i iífinu að horfast í augu við afleið- ingar gerða sinna. Þau komast ef til viil að því, að ekki er að treysta öllum mönnum — en þau hafa óbrigð- ular sannanir þess, að tvær mann- eskjur hafa að minnsta kosti alltaf staðið við orð sín: pabbi og mamma. Eðlilegast er að lofa aldrei né hóta neinu, sem maður hvorki getur né hefir í hyggju að standa við. Það er ekki einungis illt fyrir bamið heldur heimskulegt að segja því, að ef það láti illa, þá munið þér kalla á lögregiuna og láta taka það fast. Þér vitið vel, að þér hafið ekkert slíkt i hyggju. Loforð, sem maður er ekki sannfærður um að geta efnt, ætti ekki að gefa. Hann: Ég skil ekki, hvers vegna þú villt vera með þessa gulu hanzka. Þeir eiga alls ekki við fötin þín. Hún: Nei, það er satt. En ég gæti fengið kápu, kjól og hatt, sem ættu við hanzkana. »»»»»»»»»»»»>!<

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.