Vikan


Vikan - 10.09.1942, Qupperneq 2

Vikan - 10.09.1942, Qupperneq 2
2 VIKAN, nr. 32, 1942 Pósturinn Svar til Lóló Ingveld. 1. Bursta þær kvölds og morguns og helzt líka eftir hverja máltíð. 2. Ef þér hafið dökkt hár, er það heillaráð að þvo það upp úr eggja- rauðu og skola það upp úr vatni með nokkrum dropum af safa úr sítrónu saman við. Ef þér eruð ljóshærðar, skuluð þér reyna kamillute. 3. Margir álíta að laxerolía geri í þessu efni mikið gagn, ekkert væri á móti þvx að reyna hana. Kæra Vika! Geturðu sagt mér, hvort drykkur- inn „Coca CoIa“, sem verið er að auglýsa í Reykjavík, sé áfengur. Drykkjurútur. Svar: Ónei, við verðum því miður að hryggja yður með því að segja yður, að hann er alls ekki áfengur, heldur eins konar gosdrykkur. Kæra Vika! Mig langar svo til þess að spyrja þig, hvort ekki fáist í bókaverzlun- um í Reykjavík einhver ensk blöð, sem eru sérstaklega ætluð kvenfólki, og hvað þau heita. Laufey. Svar: Jú, það eru til mörg blöð, sem eru aðallega ætluð kvenfólki, t. d. Woman, Woman and Beauty, Modern Woman, Vogue og mörg fleiri. Svar til Ragga. 1. Þér ættuð vitanlega að leita til læknis með þetta sem allra fyrst, ef þér haldið að það ætli að verða mjög áberandi. Það gæti átt sér stað, að einhver meinsemd væri hér á ferð- inni. Annars fer það mjög eftir smekk manna, hvort þeim þykir fallegri bein nef eða bogin. 2. Því miður er ekki til annað ráð en að lita það, en væri ekki ráð fyrir yður að bíða og vita, hvort það dökknar ekki aftur í vetur. Margir halda því fram, að gott sé að bera laxerolíu á augnabrúnirnar tií þess að auka hárvöxtinn. 3. Vörtur taka læknar í burtu með rafmagnsgeislum og er það mjög fljót og góð aðferð. Filapensa getið þér sjálfur átt við. Látið dálítið bómullarstykki um fingurgómana og þrýstið filapensunum út,- gætið þess, að þeir snerti ekki húðina. Þvoið staðinn vandlega með spritti, blönd- uðu nokkrum dropum af karbol. Verður að sýna mikið hreinlæti í baráttunni gegn filapensunum. 4. Það er ekkert óvenjulegt við það, þótt sautján ára gamall piltur sé ástfanginn. Það ætti ekki að vera mikill vandi fyrir yður að komast í kynni við hana, fyrst þér hafið skrif- azt á við hana. Þér getið í það minnsta farið að þakka henni fyrir bréfin og fitjað svo upp á nýjum samræðuefnum. 5. Minnizt þess, að „æfing skapar meistarann11. Svar til „Dulur“. 1. Við teljum okkur ekki fær um það, að dæma um, hver sé allra snjallastur. En hins vegar er t. d. Sig- urður Birkis álitinn mjög góður söng- kennari. 2. Fá sér góðan söngkennara og þjálfa rödd sína vel. Svar til „Fermingarbarn". Þú getur, ef þú villt hafa það veru- lega „flott“, haft fjóra rétti, fyrst einhverja kraftsúpu, síðan fiskrétt, svo kjötrétt og að lokum einhvem ábæti. Fyrst þú ert fermingarbamið, finnst mér þú, í samráði við mömmu þína, ættir að velja um, hvaða rétti þú kjósir helzt að hafa. llllillllllllllllllllllllllllllllUIIIIIIIIIIIIIIIU Gleymið ekki yngstu börnunum Þessar bækur fást í bókaverzlunum: Litla bókin mín: 1. Villi og Pési 2. Æfintýri Díönu litlu 3. Litla káta mýsla 4. Töfrasleðinn 5. Lítill Kútur 6. Labbi hvítaskott 7. Stubbur missir skottið 8. Litli græni froskurinn 9. Töfrapípan 10. Siglt í strand Verð 50 aura. Ennfremur: Aumingja Iitla ríka stúlkan Verð 1,90 Broshýr Verð 1,80 Bækurnar eru prýddar mörgum myndum. 'lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll AUGLÝSIÐ I VIKUNNI. Allir, sem hafa ánægju af leiklist, þurfa að lesa og eiga Skrúðsbóndann, hið nýja leikrit Björgvins Guðmundssonar, sem allir ljúka lofsorði á. Fæst hjá bóksölum. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin Saga Reykjavikur eltir Klemenz iónsson II hefti, 296 bls. prýdd 76 ' myndum og uppdráttum. Nokkur eintök óseld. Verð kr. 15,00. Steindórsprent h.f. Kirkjustrœti 4 lllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Erla og unnust- inn. Skrifstofumaðurinn: Vertu ekki svona mikill aumingi. Gleymdu Erlu bara. Mundu það, að það er nóg til af öðrum stúlkum í heiminum. Bókarinn: Notaðu skynsemina, maður. Hún vill ekki tala við þig, þegar þú hringir til hennar, svo þér er fyrir beztu að þurrka hana út úr huganum. Oddur: Þið hafið á réttu að standa, piltar, ég ætla að gera þetta. Oddur: Jæja, nú er ég búinn að átta mig. Það er allt búið milli okkar Erlu. Ég vil ekki sjá hana framar — ég vil ekki einu sinni heyra nafn hennar nefnt. Skrifstofustjórinn: Það var rétt, Oddur. Erla: Ég hefi kannske verið of grimm Sendisveinninn: Oddur, Erla Skrifstofumaðurinn: ? við hann. Ég ætla að hringja til hans og er í símanum. Oddur: Erla — ástin mín! biðja hann að fyrirgefa mér. títgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.