Vikan


Vikan - 10.09.1942, Qupperneq 12

Vikan - 10.09.1942, Qupperneq 12
12 VIKAN, nr. 32, 1942 ret. „Ég er yður mjög þakklát, en þarf ekki á neinni hjálp að halda." „Farðu í rúmið, ef þú ert veik,“ sagði Elsie í bænarrómi. Er frú Strickley heyrði hina vingjarnlegu rödd hennar, fór hún að gráta. „Guð blessi yður, ungfrú Elsie. En hvaða þýð- ingu hefir það, hvort ég þjáist á líkama og sál, ef þér eruð bara heilbrigðar. Verið ekki órólegar mín vegna, ég verð orðin góð eftir augnablik." Hún reyndi af öllum mætti að vera róleg, en henni tókst það svo illa, að Elsie vissi að lokum ekki, hvað hún átti að halda. „Ef til vill hefir frú Strickley borðað eitt- hvað, sem hún hefir ekki þolað,“ sagði frú Elliott. En Margaret hryllti við, því henni fannst hún aftur heyra orð frú St. Aubyn. „Ég býst við, að ég sé orðin nógu gömul til þess að vita, hvað ég þoli og hvað ekki. Mér líður mjög illa, en þetta hlýzt af því að heim- sækja ókunnugt fólk, sem maður þekjtir ekkert til. Við hefðum aldrei átt að yfirgefa heimili okkar, þar sem okkur líður svo vel. En ég get ekki glaðst yfir því að vera komin heim, fyrr en ég er örugg um, að hvorug okkar hefir beðið tjón af því að fara í burtu.“ Elsie varð nú reið yfir orðum hennar, einkum af því að þriðja manneskjan var viðstödd og heyrði þau. „Ég skal gæta þess að hafa þig ekki með i næsta skipti, sem ég fer í burtu,“ sagði hún. „Maður gæti haldið, að þú hefðir liðið píslar- vottarþjáningar hjá frú Farquhar, en í stað þess hefir verið komið miklu betur fram við þig þar en þú átt skilið.“ „Ég var ekki fús til þess að fara þangað. Mig'grunaði, að ekki gæti neitt gott hlotizt af þeirri heimsókn." Elsie, sem hélt, að hún ætti við Harald, varð enn þá reiðari, og hún hefði áreiðanlega skamm- að Margaret meira, ef hún hefði ekki verið hrædd við lasleika hennar. Ekkert gat fengið Margaret til þess að fara inn á herbergi sitt. Hún var alltaf hrædd um, að einkenni sjúkdóms mundu koma i ljós hjá Elsie, en þorði ekki að láta á því bera. 1 hvert skiþti og henni fannst hún sjá breytingu á Elsie, varð hún enn þá aumlegri. Hún sat samanhnipruð í sófa, og bar sig svo aumlega, að Elsie sagði, að ef hún færi ekki strax i rúmið, þá léti hún sækja lækni. „Ef þér gerið það, ungfrú Elsie, þá hleypi ég honum ekki inn," sagði Margaret áköf. Henni var illa við öll önnur lyf en þau, sem hún bjó til sjálf úr jurtum. En allt í einu datt henni ráð í hug, og hún sagði: „Það gæti annars verið, að mér liði betur, ef ég talaði við lækni." Elsie hringdi. „Jackon á að sækja William læknir." En Margaret mótmælti. William var ekki betri en gömul kerling. Hún vildi fá Mortimer lækni. Enginn var eins dugleg- ur og hann. Þegar hún væri búin að segja hon- um, hvað að sér amaði, mundi hún verða rólegri. Elsie roðnaði og stóð eitt augnablik efabland- in. Það var ekki liðinn langur tími síðan hún hafði rifizt við Graham, og þótt hún hafi hlýtt skipunum hans, þá gerði hún það samt gegn vilja sínum, og hún var mjög gröm við hann. Henni var illa við það að þurfa að leita til hans um hjálp. Henni fannst það auðmýkjandi. En Margaret var þrá og fékk vilja sínum framgengt. Frú Elliott var beðin að skrifa nokkr- ar línur til Grahams. Jackson var látinn fara með bréfið til har»s, en þegar frú Elliott ætlaði að fara til herbergis síns, bað Elsie hana svo ákveð- ið um að vera kyrra, að hún lét undan vilja hennar. Um miðnætti nam vagn staðar fyrir framan dyrnar, og Graham hljóp upp tröppurnar næstum því eins óhyggjufullur á. svipinn og Margaret. Hann óttaðist hið versta fyrst hann var kallað- ur svona skyndilega, og hann tók ekkert mark á staðhæfingu Jacksons um það að ekkert amaði að ungfrú Drummond. Er hann kom inn, stóð Elsie upp úr sæti sínu, og hún hefði skilið hann eftir einan hjá sjúklingn- um, hefði hann ekki gripið báðar hendur hennar og horft á hana með svo blíðu en áhyggjufullu augnaráði, að hún gleymdi virðingu sinni og gremju, er hún stóð fyrir framan hann þögul og hlédræg. Hann dró hana nær sér, svo varir hans snertu hár hennar og svo hvíslaði hann nokkur orð með svo innilegu þakklæti, að Elsie þugsaði: „Skyldi hann elska mig sjálfrar mín vegna?“ Þessi hugsun gerði hana órólega. Hún dró að sér hendur sínar og sagði: „Það er ekki ég, sem þarf á hjálp yðar að halda, heldur er það Margaret. Nú skal ég láta ykkur vera ein.“ Margaret, sem ekki vildi missa sjónir af henni sagði áköf: „Væri ekki bezt, að læknirinn gæfi yður góð ráð fyrst hann á annað borð er kominn hingað, ungfrú Elsie ? Mér líður þegar miklu betur, og það er leiðinlegt, að ómaka hann hingað að óþörfu." En Elsie mótmælti hlæjandi uppástungu henn- ar og fór út úr herberginu. Hún kom ekki aftur fyrr en hún hélt að rannsókninni hlyti að vera. lokið. Hún kom inn á óheppilegum tíma. Frú Elliott, sem áleit nærveru sína óþarfa, hafði farið í burtu og Margaret, sem nú leit ekki út fyrir að vera neitt veik, stóð við hliðina á hægindastól, sem Graham sat í, þreytulegur á svipinn. Margaret talaði í svo miklum ákafa, að hún tók ekki eftir því, að Elsie kom inn. „Ég skal aldrei vanrækja það að láta yður vita hvað skeður, og það er heppilegt, að þér skulið nú búa svona nálægt, því þá get ég hlaup- ið til yðar, ef eitthvað amar að. — Ó, ungfrú Elsie, ég bið afsökunar, ég vissi ekki, að þér voruð komnar." „Nei, ég býst ekki við því, annars hefðirðu líklega verið orðvarari. Ég skil vel, að ekki var ætlazt til þess að ég heyrði það, sem þú sagðir." Graham stóð á fætur og reyndi að stilla Elsie, en hann roðnaði og stamaði og hin fyrir- litandi tortrygghi hennar jók á feimni hans. „Frú Strickley var að tala um að heimsækja mig, ef þessi sjúkdómseinkenni kæmu í ljós aftur." Elsie horfði fyrst á hann, síðan á Margaret, sem leit undan hinu rannsakandi augnaráði hennar. „Margaret hefir batnað einkennilega fljótt. Læknið þér alla sjúklinga yðar svona fljótt, Mortimer læknir?" „Það var taugaáfall," sagði Graham og leit undan hinu rannsakandi augnaráði hennar. „Þér þurfið ekki að halda þessum skrípaleik yðar áfram, Mortimer læknir. Ég skil nú að- ferðir yðar, og sé, að þér hafið tælt trygga þjón- ustustúlku mína til þess að vera yður hjálpsam- lega. Þér ætlið aftur að ná yður fótfestu héma, þótt ég skilji ekki, hvers vegna þér viljið gera yður leiðan með nærveru minni. Og uppgerðar- sjúkdómur Margaret gaf yður góða ástæðu tii þess að koma hingað." „Þér gleymið því, að ég get komið hingað, hvenær sem ég vil,“ sagði hann alvarlega. „Það felst í samningi okkar." „Fólst það líka í honum, að þér ættuð að tæla þjónustufólk mitt tH þess að njósna um mig?“ spurði Elsie áköf. Margaret ætlaði að fara að svara, en Graham gaf henni bendingu um að þegja. „Farið ekki með svona ranga hugmynd um mig,“ sagði hann í bænarrómi. „Hvernig dettur yður í hug, að ég muni gera neitt það, sem gæti gert yður óánægðar og orðið mér til smánar?" En Elsie snéri sér undan með fyrirlitningu. Allt það mótlæti, er hún hafði orðið að þola, þennan dag, setti hana alveg úr jafnvægi. Henni fannst hún hafa verið svikin og reyndi ekki að leyna því. , „Hvemig get ég trúað þvi, sem þér segið? Heyrði ég ekki áðan, að Margaret lofaði því að segja yður allt það, sem ég gerði eða segði? Því fylgir sennilega listi yfir alla þá gesti, er heim- sækja mig, og það, sem ég segi við þá. Næsta spor af yðar hálfu verður sennilega að banna mér að taka á móti þeim gestum, sem yður eru ógeð- felldir og þér óttist að kunni að hafa einhver áhrif á mig.“ „Ég fullvissa yður um það, að þér hafið mis- skilið Margaret," sagði Graham, en hún gerði honum bendingu um að hætta og hann þagði. „Segið ekki meira. Ég vil helzt ekki þurfa að hlusta á útskýringar yðar og afsakanir, því þær geta ekki útmáð það, sem ég hefi heyrt með mínum eigin eyrum. Ég heyrði greinilega það, sem hún sagði. Ég veit nú, hvers vegna hún fór svo oft út. Hún heimsótti yður. Þér hafið senni- lega komizt að raun um, að hún gæti verið yður hjálpsöm." Fyrirlítandi bros sást á andliti Elsie, en brátt fóru varir hennar að titra, því hún hugsaði ura þá konu, sem hún hafði álitið svo trygga og áreið- anlega, en hafði látið tælast af manni, sem vildi hafa rétt til þess að ráða yfir henni. Skip verður fyrir tundurskeyti. Mynd þessi er tekin úr flugvél og sýnir tundurskeyti sprengja upp flóttamannaskip á Atlantshafi. Hinum 290 farþegum skipsins og skipshöfninni var bjargað.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.