Vikan


Vikan - 21.01.1943, Blaðsíða 2

Vikan - 21.01.1943, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 3, 1943 Pósturinn m Svar til „Astfanginnar stúlku“: X. Vér skiljum ekki, hvaða „ítrasta neyð" það getur verið, sem gerir þennan verknað nauðsynlegan! Holl- ara væri eflaust að geyma þetta, þangað til þér eruð orðin nokkuð eldri og hafið öðlazt meiri lífsreynslu. 2. Þessu er ekki gott að svara nema að þekkja til aðstæðna og af- farasælast að þér finnið það ráð, sem dugar, sjálf. Svar til „Stórlyndrar": 1. Auðvitað er þetta ókurteisi — eða þá sérlega mikið hugsunarleysi! . 2. Réttast er að láta svona náunga sigla sinn sjó —- nema þér getið ekki án hans verið! Kæra Vika. Ég er í .öngum mínum út af því, að ég hefi svo mikinn hármaðk. Ekki getur þú víst ráðlagt mér eitthvað annað en að klippa það. Vonast eftir svari sem fyrst. — Með fyrirfram þakklæti. Betty. Á Suðurlandi höfum vér ekki heyrt notaða nema orðmyndina -kar, en -ker mun þó ekki lakara mál. — Vís- umar, sem þér talið um í bréfinu, „Það var kátt hérna um laugardags- kvöldið á Gili“, eru sjö, en ekki sex, og birtum vér því þær tvær síðustu, sem þér hafið ekki: „Yfir byggðinni stjömunótt blikaði fögur, yfir blátæru vatni með laufskóga- kögur lá gullið og vaggandi glit, og frá birki og smára og bliknandi töðu, frá brekkum og gmndum og túni og hlöðu lagði áfengan ilm fyrir vit. Og refur með gaggi tók undir við óminn og andvaka kmmmi að brýna tök róminn, en þau hjúin, þau heyrðu það ei. En ,,kmnk!“ heyrðist bergmál í Selfjalli segja og sem svar við hans Hofs-Láka dúdelídeia! kom: dúdelí! dúdelí! dei!“ Svar: Vér leituðum upplýsinga um þetta hjá sérfræðing í meðferð hárs, en hann tjáði oss, að þvi miður væri ekkert annað ráð til gegn hármaðki ■en að klippa hárið. Austfjörðum, 9. jan. 1943. Kæra Vika! Af því okkur þykir þú bæði skemmtileg og skynsöm, og ert fús til að fræða þá, sem lítið vita, þá langar okkur að biðja þig að segja okkur, hvort réttara er að segja sykurkar eða sykurker. Og svo lang- ar okkur einnig að biðja þig að lofa okkur að sjá á einhverri síðu þinni siðustu vísuna úr kvæðinu „Það var kátt héma á laugardagskvöldið á Gili“, við kunnum fimm. Er það ekki rétt, að þær séu sex? Þær eru ekki nema þrjár í Vasasöngbókinni, en við höldum að þær hafi verið sungnar sex í útvarpið. Við kveðjum þig svo í von um að þú verðir við bón okkar. Með vinsemd. Gunna, Sigga. Svar: 1 orðabók Sigf. Blöndal eru bæði orðin: sykurkar og sykurker. . . - .- Tvö bréf um sögu! Svar til Kára Kárasonar: Þér skorið á oss að birta bréfið yðar í „Póstinum" og svara því í næsta biaði. Oss finnst bréfið ekki birtingarhæft og satt að segja er þetta eina bréfið, sem vér höfum fengið með verulegum ónotum, og fáum vér þó mjög mikið af bréfum! Aðfinnslur em ágætar, ef þær koma fram á kurteisan hátt og einhver sanngimi er í þeim. Þessi mistök, sem þér talið um, getur verið afar- erfitt að forðast, eins og þér bezt sjáið á því, að umrædd saga hefir nú komið i þremur íslenzkum blöðum! Þér gerið yður augsýnilega ekki vel ljóst, hve örðug blaðamennska getur verið á vora landi og ekki sízt á stríðstímum, þegar blaða- og bóka- sendingar eru útilokaðar nema frá einu eða tveimur löndum og ekki greiður gangurinn þaðan heldur! Það er mikið verk fyrir fámenna ritstjóm, eins og þær era við íslenzk blöð, að fylgjast með öllu, sem út kemur hér. Ætti maður að reyna það til hlítar, yrði lítill tími afgangs til að vinna að blaðinu, og sólarhringur blaðamann- anna er ekki lengri en annarra, eins og þér virðist þó halda! Eftir að búið var að skrifa þetta svar, barst oss annað bréf um sama efni, frá „Les.“, en það var ritað í allt öðrám tón og þökkum vér þeim bréfritara fyrir tilskrifið. Honum segjum vér í fullri vinsemd, að oss þykir það mjög leitt, þegar svo hitt- ist á, að í Vikunni kemur efni, sem áður hefir verið í íslenzkum blöðum. Kæra Vika. Hvort er réttara að segja: kvittun eða kvittering — kvitta eða kvittera ? Má segja óþekkur í staðinn fyrir að segja óþægur? Er nokkuð til, sem heitir að vera dauðfeginn ? Vinsamlegast, Þrúða. Svar: 1. Kvittun og kvitta er rétt- ara. — 2. Já. Merkingin er orðin sú sama. — 3. Þetta er leiðinlega mynd- að orð og ekki finnst það í beztu orðabókinni, sem vér höfum. Svar til „A. B.“: 1. Visuna höfum vér aldrei heyrt og enginn þeirra, sem vér höfum haft tækifæri til að spyrja um hana. 2. Þegar sagt er um einhvem, að honum sé „ekki fisjað saman", er átt við það, að hann sé sterkbyggður eða harðger og líklegur til að standast marga raun. Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Sími 3183. Lönd leyndardómanna ferðabók eftir Sven Heílin í þýðingu Sigurðar Ró- bertssonar, er komin út í mjög vandaðri útgáfu með 45 myndum, sem flestar eru eftir teikningu höf- undarins. Bókaútgáfa Pálnia H. Jónssonar, Akureyri. Synir Roosevelts Bandaríkjaforseta. Myndir þessar sýna fjóra syni Franklin D. Roose- velts Bandaríkja- forseta, sem allir eru i hemum. Frá vinstri: John, liðs- foringi, sá yngsti, sem er í þjónustu flotans á vestur- strönd Bandaríkj- anna; Elliott, sveit- arforingi í flug- hemum, er nú í Afríku; Franklin Delano yngri, liðs- foringi í sjóhem- um, hefir verið á tundurspilli með skipalestum á N.- Atlantshafi; Jam- es, majór, . sem tekið hefir þátt í árásum á ýmsar japanskar bæki- stöðvar. Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmað ur: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.