Vikan


Vikan - 21.01.1943, Blaðsíða 3

Vikan - 21.01.1943, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 3, 1943 3 Eiga börnin að róða lífsstarfi sínu? Framh. af forsíðu. Ég býst við því, að margir ykkar, les- endur góðir, hafi sömu eða líka sögu að segja og að þið séuð enn fullvissir um það, að hefðu foreldrar ykkar eða velunnarar eða aðstæður leyft ykkur að velja það starf, sem þið sjálfir kusuð helzt, er þið voruð 18 ára gamlir, þá munduð þið nú vera ríkir eða frægir. Sennilega hefðuð þið ekki orðið það, en þið hafið þó enn leynda trú á því. Það er of seint að koma ykkur til hjálp- ar, en mig langar til að spyrja ykkur einn- ar spurningar: Hagið þið ykkur eins gagnvart börnum ykkar og faðir ykkar gagnvart ykkur? Eða leyfið þið þeim að velja sjálfum lífs- starf sitt? Ég hlustaði einu sinni á húsasmið halda ræðu í samkvæmi, þar sem mættir voru margir feður með sonum sínum. Hann sagði, meðal annars: Ég átti ágætan föður. Hann veitti okkur þægindi, góða menntun og hjálp til að hefja lífsstarf. Hann var trúmaður og samvizkusamur og við mjög hænd að hon- um, en hann var nærri búinn að eyðileggja okkur, þrjá syni sína, með því að vilja velja lífsstarf okkar í stað þess að láta okkur sjálfa um það. Þegar ég var drengur hafði ég mikinn áhuga á byggingum. Mig langaði til að eignast verkfæri og byggja hús. Um ferm- ingaraldur hafði ég sparað saman á annað hundrað krónur, sem ég hafði unnið mér inn með sendiferðum og ýmsu öðru. Ég keypti verkfæri fyrir peningana. Gamall trésmiður, sem var vinur minn og alltaf reiðubúinn til að kenna mér, valdi þau með mér. Pabbi sagði, að lítill drengur hefði ekkert að gera við svona góð verkfæri og vildi taka þau og geyma, þangað til ég yrði nógu stór til að nota þau. En mamma kom því svo fyrir, að ég fékk að halda þeim. Þá bað ég um leyfi til þess að byggja hús á grundum, sem pabbi átti. Hann leyfði það, án þess að spyrja nokkurs. Ég leit- aði ráða hjá trésmiðnum, vini mínum, afl- aði mér efniviðar, gróf fyrir grunni og ók grjóti á staðinn. Ég ætlaði að byggja fjögra herbergja kofa. Ég var byrjaður á verkinu sunnudag einn, þegar faðir minn fékk sér göngu út á grundirnar, og batt enda á þessa vit- leysu, eins og hann orðaði það. „Ef þú ert ólmur í vinnu, þá geturðu mjólkað kýrnar eða hírt hestana. Þú átt að vísu peningana, en það er skylda mín að koma í veg fyrir, að bú eyðir þeim ekki í svona heimskupör.“ Faðir minn vildi að ég starfaði við verzl- un hans og ég gerði það, án nokkurs áhuga. Þá tók ég að nema lög, mér þvert um geð og með hálfum huga. En 23 ára gamall gerði ég uppreisn og lýsti yfir því, að ég ætlaði að gerast húsasmiður. Faðir minn var óánægður, en lofaði að hjálpa mér, þótt hann vissi, að ég væri að gera axar- skaft. Ég hóf byggingu smáhúsa á þeim tíma, þegar efni og vinna var í háu verði. Það varð kreppa í byggingariðnaðinum, ég tap- aði allmiklu af peningum pabba, en um- mælin frá honum: ,,ég sagði þér þetta,“ voru sárari en þessi misheppnaða tilraun. Ég fór í aðra vinnu og kvæntist og borg- aði föður mínum aftur, smátt og smátt, það sem ég hafði tapað. Ég þraukaði í þess- ari vinnu í mörg og löng ár, þótt mér væri það nauðugt. Mig langaði að byggja hús, en þegar fjölskyldan stækkaði, þorði ég ekki að hef jast handa. Faðir minn dó og ég erfði hluta af eign hans. Við hjónin eyddum heilu ári í ráða- gerðir um hús. Þegar það var komið upp, vakti það mikla eftirtekt nágrannanna. Vinur minn, sem var byggingameistari, skoðaði húsið og bauð mér að ganga í félag við sig um byggingar. Mig langaði til þess, en sagði, að það væri of seint fyrir mig að byrja á slíku. En þegar ég var 36 ára gamall og sonur minn tæplega 14, bað hann mig um að lána sér 1000 krónur, til að setja á stofn bíla- verkstæði með öðrum dreng. Hann var mjög ákafur, en bersýnilega hræddur um, að ég mundi neita því. „Hvaða vitleysa er þetta!“ sagði ég með vanstillingu. „Hvað veizt þú um bíla ? Þú tapar þessum pening- um og við megum ekki við því að kasta þeim á glæ.“ Hann varð svo vonsvikinn á svipinn, að mér brá. Ég minntist þess allt í einu, þegar faðir minn neitaði mér um að byggja kof- ann. Ég var að meðhöndla son minn á sama hátt og pabbi hafði meðhöndlað mig. Ég bað drenginn um að skýra þetta betur fyrir mér og hann lét ekki á því standa. „Heldurðu að það muni heppnast, dreng- ur minn?“ spurði ég. „Áreiðanlega!“ Hann hafði mjög mikinn áhuga á vélum. Hann vissi' meira um þær en nokkur ann- ar drengur í borginni. Næsta bílaverkstæði var í f jögra kílómetra f jarlægð. Hann gæti haft sitt á horninu og fengið sér benzín- geymi, þegar þeir hefðu efni á því. „Gerðu þetta, drengur minn!“ sagði ég. „Komdu þér strax upp geyminum, því að benzínsalan getur hjálpað þér.“ Hann hoppaði af fögnuði og hljóp upp um hálsinn á mér, en það hafði hann ekki gert í nokkur ár. „En pabbi, ef ég tapa þessu —.“ „Þá ber ég mig karlmannlega," varð mér að orði og nú sagði ég honum söguna um kofabygginguna mína. Honum gekk vel, eftir að hann hafði gert nokkrar skyssur. Ég skipti mér aldrei af fyrirtæki hans, en stundum kom hann til mín og sagði mér frá viðfangsefnum sín- um og við áttum skemmtilegt tal saman. Eitt kvöld sagði hann við mig: „Pabbi, því hættirðu ekki þessari vinnu og ferð að byggja. Við bræðurnir getum orðið séð um okkur sjálfa og mömmu.“ Hann hafði vakið upp í mér gamla löng- un. Og ég sagði: „Ég hefi verið að hugsa um að byggja hús í vor. Ég ætla að hafa það á hornlóðinni og sjá um bygginguna í frítímum mínum.“ „Þú verður aldrei ríkur á því,“ sagði hann með þekkingarfullvissu seytján ára unglings. „Maður verður að helga sig all- an starfi sínu.“ „Hvað finnst þér?“ spurði ég konu mína. „Þú hefðir átt að gera það fyrir löngu,“ sagði hún með einbeitni. Ég hygg, að hún og drengirnir hafi verið búin að eiga tal um þetta. Við ákváðum að reyna. Ég skrapaði saman það, sem ég gat af pen- ingum, veðsetti heimili okkar og byggði sex hús á lóð, sem ég átti. Eitt húsið var selt, þegar ófriðurinn braust út. Eldri sonur minn fór strax í stríðið og hinn, tæpra seytján ára, tók við benzínsölunni. Næstu árin voru eins og martröð. Ég vann hvað sem fyrir kom og notaði frístund- irnar til þess að halda við húsunum. Eftir að hinn drengurinn okkar var farinn til Frakklands, sáum við hjónin um benzín- söluna. Ég skuldaði bankanum og mér leið illa út af því. Einmitt um þær mundir, þegar ég þurfti mest á peningum að halda, kom maðurinn, sem keypt hafði húsið af mér, og sagðist ekki geta staðið í skil- um með afborganirnar. Synir hans höfðu farið í stríðið og fyrirtæki hans komið á vonarvöl. Þegar ég hafði kynnt mér erfið- leika hans, sagði ég: „Ég er búinn að vera hvort eð er. Stattu meðan stætt er. Vertu í húsinu eins lengi og bankinn leyfir það.“ Bankastjórinn kom eitt kvöldið, til þess að líta á húsin. Honum þótti vænt um að sjá, að ég hélt þeim vel við og lét orð falla um það, að þau væru ágætlega byggð. „Lítið þér inn á morgun,“ sagði hann, „ég þarf að tala dálítið við yður.“ Ég held, að mér hafi aldrei liðið eins illa og þá nótt. Ég fór í bankann og bjóst við hinu versta. Bankastjórinn bauð mér vindil. „Hvers vegna tókuð þér ekki húsið af honum Blank, þegar hann gat ekki borgað yður?“ spurði hann. „Ég gat ekki borið hann út. Synir hans eru í Frakklandi og fyrirtæki hans á von- arvöl,“ sagði ég, dapur í bragði. „Hann réttist úr kútnum, ef hann getur þraukað þangað til stríðinu er lokið.“ „Þér hafið á réttu að standa,“ sagði bankastjórinn. „Við verðum að hjálpast að gegnum erfiðleika stríðsins. Þér verðið að halda þessum húsum. Og ég vil, að þér byrjið strax á byggingu fleiri húsa. Það er persónuleg áhætta fyrir yður og ég mun sjálfur ábyrgjast lán yðar í bankanum. Stríðið hlýtur að hætta í sumar (því lauk Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.