Vikan


Vikan - 21.01.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 21.01.1943, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 3, 1943 hvlta miðanum kom annar miði í ljós — ég hélt næstum því niðri í mér andanum, er við drógum efri seðilinn hægt og varlega af. Enn leið augna- blik og við sáum greinilega það, sem á hulda miðanum stóð, eiginlega var það ofur lítið, aðeins þrjú prentuð orð: „Greenwich til Southend". í>að var allt og sumt. Þetta var einungis einn hinna venjulegu miða, sem límdir eru á farangur. Var auk þess ekkert að sjá? Ég snéri kistunni þannig, að ljósið féll beint á hana, og er ég hélt henni fyrir framan mig og horfði á hana, eins og ég ætlaði að reyna að sjá í gegnum þessar tvær línur, sem svo óvænt höfðu komið í ljós, eitthvert leyndarmál, þá uppgötv- aði ég allt i einu tvo stafi, sem skrifaðir höfðu verið með blýanti, en þeir höfðu að miklu leyti þurrkast út með gúmmíi því eða lími, sem efri miðinn hafði verið límdur með. Það voru þessir stafir: P. H. Það lá við að mig svimaði — ég vissi ekki sjálfur hvers vegna —, er ég lét kistuna aftur frá mér. „Kistan kemur frá Southend," sagði ég eins rólega og mér var unt. „Já," svaraði Léon, „það kemur heim við það, sem þjónustustúlkan sagði." Næstum því ósjálfrátt snéri ég henni enn einu sinni á allar hliðar og talaði um leið um glæpinn og reyndi að festa mér stafi þessa vel í minni. Ég gat ekki gert sjálfum mér það ljóst, hvers vegna þeir höfðu svona mikil áhrif á mig, en ég fann það á mér, að hér hefði ég í hendi mér réttan enda þráðsins, sem átti að leiða mig að lausn þessa mikla vandamáls.' Grunur minn var réttur — það voru þessir tveir stafir, sem síðar meir vörpuðu ljósi yfir málið. Mér var það nú mikils um vert að komast sem fyrst heim til þess að skrifa þessa stafi hjá mér eftir minni, áður en ég væri alveg búinn að gleyma, hvernig þeir voru skrifaðir, og ég kvaddi því Frakkana skyndilega. „Og ef þér viljið fara að ráði rninu," sagði ég, er ég fór, „þá skulið þér ekki leyfa neinum að snerta þetta merki. Það er undirstöðuatriði okkar." Frakkamir urðu mjög undrandi á svipinn, og upp frá þessu störfuðum við sitt í hvoru lagi. Yfirvöldin í París gerðu allt það, sem í þeirra valdi stóð, en þau áttu við mikla erfiðleika að etja og heppnaðist ekki sérlega vel að finna morð- ingjann í máli því, er kallað var „Líkið í ferða- kistunni". VI. Hinir leyndardómsfullu stafir. Undir eins og ég var kominn í næði í herbergi minu á gistihúsinu, settist ég niður og skrifaði eftir minni hjá mér stafina tvo, sem ég hafði uppgötvað í homi miðans á ferðakistunni. Siðan fór ég í huganum yfir allt það, sem ég vissi um hin einstöku atriði í sambandi við glæp- inn, og komst að raun um, að ég vissi alls ekki mjög lítið. Morð á konu, sem hét nafni með upphafsstöf- unum „E.R." — sennilega framkvæmt með þungu höggi og síðan notkun á klóróformi; tíminn, sennilega í gærkvöldi; staðurinn, Southend; með- sek -— ef ekki beinlinis morðinginn — ákærð; nafn: Edith Orr-Simpkinson. Frásögn ungfrú Simpkinson ásamt heimilis- fanginu á neðri seðlinum, sannfærði mig fullkom- lega um, að glæpurinn hefði verið framinn í Southend. Það var þó alveg óskiljanlegt, að þess sáust engin merki, að _kistan hefði verið flutt frá Southend til London, en það hlaut þó að hafa átt sér stað, áður en hægt var að afhenda hana í Charing Cross sem farþegaflutning til Paris. Það, sem nú lá fyrst fyrir, var að komast að nafni hinnar myrtu konu, og það gat ekki verið mikill vandi, ef lögreglan var svo gáfuð að gera rannsóknir þar að lútandi í Southend en ekki i Tootihg. Því næst varð að komast að leyndar- málinu í sambandi við lykilinn. Var ungfrú Simpkinson í rauninni sannfærð um, að lykill sá, er hún hafði afhent, væri að svörtu ferðakis'tunni, eins og hún hafði margsinnis haldið fram? Hún hafði að vísu komið með sannanir fyrir því, að hún gat sagt mikil ósannindi, en hún virtist vera mjög hreinskilin að því er þetta snerti. Ef hún skrökvaði í sambandi við lykilinn, þá hlaut hún að vera meistari í að skrökva, og því gat ég ekki trúað á hana — til þess sýndi hún allt of mikinn kraft og hreinskilni. — En ef hún í rauninni hafði vilst á lyklum, þá gat hún — og sú lausn lá mjög nærri — hafa gert sömu vitleysuna, hvað sjálfa ferðakistuna snerti. Hvernig átti það að geta verið mögulegt? Þjónustustúlka hennar hafði strax þekkt hana aftur, og auk þess var henni, eins og við höfðum séð, kunnugt um innihald hennar. Á hinn bóginn var þessi kista hið eina af farangri hennar, sem ekkert heimilisfang var skrifað á, og þá skýr- ingu, sem hún hafði gefið á þessu atriði, var varla hægt að telja fullnægjandi. Ég var mjög órólegur út af þessu og ruglaður. Þótt grunur minn um að ungfrú Simpkinson ætti alls ekki þessa ferðakistu, hefði fallið vel inn í áætlun mína, þá gat ég ekki slegið því föstu, þvi að það var allt of ósennilegt. Og þó fékk lykill- inn, brotni lásinn og stafimir P.H. mér alltaf eitthvað til umhugsunar, og árangurslaust reyndi ég að telja sjálfum mér trú um, að stafir þessir hefðu enga þýðingu, og að vagnstjóri eða sendi- sveinn hefðu af hendingu skrifað þá þama. Að lokum hafði mér að nokkru leyti tekizt að telja sjálfum mér trú um þetta, og ég var að sofna, er mér datt skyndilega í hug upphrópun þjón- ustustúlkunnar, sem ég hafði lesið í gerðabókinni: „Hvers vegna látið þér ekki herra Harvey koma hingað?" H. — Harvey! Þetta gat náttúrlega verið hreim- asta tilviljun. Og þó — Harvey, Harvey! P.H. Poul Harvey — Peter Harvey. Hver var þessi herra Harvey? Sennilega einhver góður vinur ungfrú Simp- kinson. Eftir þetta var ekki um það að tala, að ég gæti sofnað. VII. Austin. Næsta morgun fengu elskendurnir mlnir mér nóg að starfa. Því miður datt þeim í hug að aka til Fontainebleau, og það sem verra var, þau urðu mjög hrifin af stað þessum og fóru að leita að herbergjum með húsgögnum þar. Til allrar ham- ingju fundu þau engin herbergi, sem þeim líkaði, og þau óku aftur til Parísar, þar sem þau voru líka — að því er ég heyrði stúlkuna segja — miklu öruggari en annarsstaðar, því að það var ekki auðvelt að finna þau í svo stórri borg. — Bara að þau hefðu hugsað um það fyrr! Klukkan var sex eða jafnvel meira, er ég kom aftur til verustaðar míns. Unga fólkið mitt fór í Chatelet-leikhúsið sér til skemmtunar um kvöld- ið, og ég borðaði í flýti á einum af matsölustöð- um Duvals og lagði síðan af stað til skrifstofu Léon Duberts, því að ég brann af óþolinmæði eftir að vita, hverju lögreglan hafði áorkað í málinu. Ég hafði ekki hugsað um annað allan daginn. — Léon Dubert vissi ekkert nýtt í málinu og sagði mér að fara til frænda síns, því að hann var sjálfur önnum kafinn að fást við þjófnað, sem framinn hafði verið í hverfi hans, og ég ók því einn til Frangois Duberts. Erla og unnust- inn. N Oddur: Erla! Elsku, dásamlegi gimsteinninn minn! Oddur: Hunangsblómið mitt! Erla: Oddur! Elsku, stóri dúkkudrengurinn minn! Erla: Elsku hjartans andarunginn minn! Oddur: Ó, hver skollinn! Oddur: Flýttu þér, Erla! Oddur: Hjartað mitt! Erla: Guð komi til! Erla: Já, ástin mín. Erla: Engillinn minn!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.