Vikan


Vikan - 11.03.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 11.03.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 10, 1943 5 .................................................................. m S Framhaldssaga: Líkið í ferðakistunni Sakamálasaga eltir Dr. Anonymous iiiimii „Nei, einmitt það! Það var einkennilegt. Ég hitti bróður yðar í París fyrir hér um bil viku — nei, það getur ekki verið svo langt síðan — I dag er föstudagur — á þriðjudaginn er vika síðan. Ég varð hissa á því, að hitta hann þ a r, þótt ég viti eiginlega ekki sjálfur, hvers vegna mér fannst það einkennilegt." „Hm!“ sagði Philipp og kveikti sér í vindli. „Og hvernig líður hinni ágœtu frænku yðar, ungfrú Reynall?" Hann náfölnaði og titraði allur, svo að hann gat varla setið uppréttur. „Fjandinn hirði ungfrú Reynell!“ sagði hann hásum rómi. „Það er að segja — henni líður vel, gömlu, nízku fuglahræðunni. Þér virðist þekkja alla fjölskyldu mína, og samt hefi ég aldrei heyrt yðar getið.“ „Ójá, ég veit margt um fjölskyldu yðar, en mér finnst nú, að þér ættuð ekki að kvarta und- an sparnaði ungfrú Raynell. Það, sem hún sparar saman, kemur yður að góðum notum seinna — ekki satt?" Philipp Harvey sló með krepptum hnefá í borðið. „Það er nú einmitt það, sem ekki er,“ sagði hann, „og ef þér vissuð eins mikið um fjölskyldu mína og þér segið, þá mynduð þér ekki hafa sagt þetta. Austin er erfingi hennar —r það hefir hann alltaf verið — og það er Austin og enginn annar, sem nýtur góðs af arfinum eftir hana. Eg vil helzt halda lífinu í henni eins lengi og unnt er.“ Hann hafði lækkað röddina og tautaði siðustu setninguna lágt fyrir munni sér, en ég hafði þó heyrt hvert orð, og þessi athugasemd hafði meiri áhrif á mig en ég vildi viðurkenna. Ég efaðist ekki um hreinskilni mannsins; öll framkoma hans bar með sér djarfa, en dálítið ruddalega hrein- skilni, og hann var helzt til of opinskár, og einnig of grófur og ruddalegur. „Nú, jæja, en hvað gerir það til?“ sagði ég. „Fáið yður nú annað glas — ég skal hringja á þjóninn." „Já, þökk — og svo skulum við hætta þessu bulli. Spilið þér á spil?“ spurði Philipp Harvey. „Já, dálítið," svaraði ég með hægð, því að það yrði sennilega ekki skemmtilegt að spila við hann. „Það er ágætt! Robert — heyrðu, þorparinn þinn, komdu með spil!“ Spilin komu, og við settumst við að spila. Harvey var ágætur spilamaður, en hann drakk of mikið. Er hann stokkaði spilin, gerði ég alveg óvænta uppgötvun — hann var ekki örvhentur. XVI. KAFLI. Heimskuleg spurning. Við spiluðum lengi þögulir, ég vann og það bætti ekki skap Philipp Harveys. Hann fór að kasta spilunum á borðið í stað þess að leggja þau frá sér og bað um enn eitt glas af whisky- blöndu. Af og til skiptumst við á athugasemdum, sem eingöngu snertu spilið, og Philipp bölvaði oft i hálfum hljóðum, sérstaklega þegar mér gekk éitt- hvað vel. Ég hefi sennilega ekki horft neitt blíð- um augum á hann, því að hann var mér mjög á móti skapi, þessi ofsalegi og drukkni náungi. Þarna var þá morðingi gömlu konunnar, maður- inn, sem skammaðist og bölvaði öðru fólki, sem var mikiu betra en hann — ég þurfti aðeins að F1 nr«a p'a • Það er á norður-jám- a ö ‘ brautarstöðinni í París. Ungur leynilögreglumaður, sem staddur er þar, verður sjónarvottur að því, að lik finnst í ferðakistu ungrar stúlku. Hann verður áfjáður í að leysa þessa ráðgátu. Hann fer til kunningja síns, sem er lög- reglustjóri og fær þannig.tök á að fylgjast með málinu. Fer hann að lesa i gerðabók- inni um yfirheyrzlu á ungu stúlkunni Edith Orr-Simpkinson og þjónustustúlku hennar. Hann athugar líkið og ferðakistuna, leysir af henni álímda miða og sér þá stafina P. H. á miða, sem límt hafði verið yfir. Hann skrifar hjá sér stafina. Hann fær leyfi til þess að tala við ungfrú Simpkin- son; hittir hann hjá henni ungan mann, Austin Harvey prófast, unnusta hennar. Hann segir hina myrtu vera frænku sina. Felur hann leynilögreglumanninum að annast málið. Leynilögreglumaðurinn kemst á þá skoðun, að ungfrú Simpkinson eigi ekki kistu þá, er líkið var í, heldur sé hún að reyna að hylma yfir með ein- hverjum. Austin kemur til hans og missir þá bréf, sem reynist vera frá einhverjum Philipp. Kemst leynilögreglumaðurinn að raun um, að sami maður hafi skrifað bréfið og stafina á ferðakistuna. Leynilögreglu- maðurinn skoðár íbúð þá, sem ungfrú Simpkinson hefir leigt og finnur þar nafn- spjald Philipp Harvey. Síðan fer hann þang- að, sem hin myrta hafði búið. Þar kemst hann að ýmsu um Philipp Harvey. Hann fær bréf frá Austin þar sem hann segist vera búnin að aðvara Philipp um að fara frá Dover,- en hann fer þangað engu að síður og hittir Philipp Harvey. segja eitt orð, og þá yrði hann lokaður iimi á bak við stálgrindur. Hann var skjálfhentur; var þegar kominn út úr jafnvægi. Ég lyfti nú glasi mínu, sem var enn næstum þvi fullt, því að ég er mjög hófsamur maður. „Þar sem þér hafið sagt mér, að það væri yður fyrir beztu, að ungfrú Raynell lifi lengi,“ sagði ég, „þá skulum við drekka skál hennar — og ungfrú Simpkinson!" Ég drakk dálítinn sopa úr glasinu. „Ég þakka,“ sagði Philipp, án þess að snerta glas sitt. Ég hata ókurteisi og sagði því aftur: „Við sltulum drekka skál hinnar ungu og hríf- andi ungfrú Simpkinson —“ Philipp Harvey varð nú snögglega aftur eins og siðaður maður. „Ég skil það ekki, góði maður, að þessi lítil- fjörlegi kunningsskapur okkar heimili yður að nefna nafn þessarrar stúlku,“ sagði hann kulda- lega. „Ég dáist allt of mikið að ungfrú Simpkin- son til þess að ég hafi hana að umræðuefni á stað sem þessum." Ég varð dálítið vandræðalegur, en þó enn gram- ari; ég gat ekki annað en tekið eftir þeirri gagn- gerðu breytingu, sem varð á rödd hans og allri framkomu. Hann elskar hana, hugsaði ég, og hún er unn- usta bróður hans. Hann vildi leiða samræðurnar inn á aðra braut — ég hefði átt að láta hann gera það. Það, sem ég nú sagði, stafaði einungis af þráa og reiði, ekki af viturlegri umhugsun — þvi að við erum allir háðir mannlegum breyskleika, og gerum þvi stundum vitleysur. „Ég furða mig ekki á því, að þér metið stúlku þessa mikils," sagði ég um leið og ég gaf spilin, „en hvað haldið þér, að ungfrúin hugsi um yður, þar sem hún fyrir stuttu hefir komizt að inni- haldi ferðakistu yðar?“ Hendur Philipps féllu máttlausar niður af borð- inu, og eitt augnablik starði hann óttasleginn á mig. Síðan kastaði hann öllum spilunum framan i mig, svo snögglega, að mig gat ekki grunað ætlun hans, og strax á eftir kom vínglas þjótandi á eftir spilunúm. I þetta skipti hafði ég þó ráðrúm til þess að beygja höfuðið til hliðar, og glasið braut því aðeins spegil, sem hékk á veggnum á bak við mig. Svo stóð hann á fætur, og án þess að segja eitt einasta orð, fór hann út úr herberg- inu eins hnakkakertur og honum var unnt. Ég var einn skömmustulegur eftir. Mér gramd- ist mjög þessi framkoma gagnvart mér, en enn meira gramdist mér hún þó vegna þess, að ég varð að játa, að hún var ekki ástæðulaus. Það hafði verið ódrengilega gert af mér, að tala svona kaldranalega um atburðinn í sambandi við svörtu kistuna, og auk þess hafði það verið geysilega heimskulega gert af mér. Ég, sem hingað til hafði gengið svo varlega til verks og verið svo hepp- inn, hafði nú látið bamalega reiði ná tökum á mér; gagntekinn af þeirri ósk að reita mótstöðu- mann minn til reiði hafði ég gefið honum ótíma- bæra aðvörun. Undir eins og ég var búinn að jafna mig nokk- urn veginn, sagði ég við sjálfan mig, að nú væri sannarlega kominn tími til þess, að ég tryggði mér manninn og i þvi var hinn brotni spegill mér mjög mikil hjálp. Ég lét kalla á gestgjáfann — er hljóðið af brotnu gleri hafði heyrzt, hafði þjónninn strax komið þjótandi — og sagði, að maður, sem ég varla þekkti, hefði ráðizt á mig. Þessi staðreynd virtist ekki hafa mikil áhrif á gestgjafann, en hann varð mjög reiður, er hami kom auga á brotna spegilinn. Maðurinn ætti að borga spegilinn, sagði hann, og ætlaði að þjóta inn á herbergi hans til þess að neyða hann strax til þess. „Maðurinn er drukkinn," sagði ég, og hélt aft- ur af honum, „og núna græðið þér ekki annað á þessu en skammir og rifrildi." „Já, það er auðvitað satt,“ sagði gestgjafinn hikandi, „en ég verð að fá peninga þá, sem mér ber.“ „Bíðið þar til í fyrramálið," sagði ég í skyndi, „og gætið þess, að hann komist ekki undan." Þetta var eina ráðið til þess að bæta úr þvi, sem ég hafði rangt gert, gestgjafinn varð að hjálpa mér við gæzlu hans. „Sem stendur er hann í slíku ástandi, að ekki er hægt að tala við hann,“ sagði ég, „en á morgun munið þér geta fengið peninga yðar.“ „Á sumum dyrunum hér eru slár, og það hefir oft komið að góðum notum gegn erfiðum gestum, sem hafa svalað þorsta sínum um of. Það er ein slík slá á dyrunum að herbergi hans, og er hann er sofnaður, mun ég geta látið hana fyrir dymar. Hann getur ekki stokkið út um gluggann á ann- arri hæð.“ Mér var það mikill léttir að heyra þetta, og ég fór nú nokkum veginn rólegur til herbergis mins, en mér kom ekki dúr á auga alla nóttina, vegna þess að ég kvaldist af hugsuninni um það, að undir sama þaki og ég væri nú maður, sem þjáðist vegna hinna óvarkám og illgimislégu- orða minna, og sem sennilega leit angistarfullum augum til morgundagsins og þess, er hann kynni að bera í skauti sér.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.