Vikan


Vikan - 11.03.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 11.03.1943, Blaðsíða 7
7 VíKAN, nr. 10, 1943 Snjólíkneskið á Lækjartorgi Framhald af forsíðu. Þá hittumst við Ágúst heitinn Lárusson, málarameistari, á horninu á Ingólfsstræti og Bankastræti, og varð okkur sem öðr- um tíðrætt um hið sorglega slys, og hve æskilegt væri að geta tekið drjúgan þátt í fjársöfnun, sem þá var hafin. Man ég svo ekki meira um þetta samtal, nema það, að við ákváðum þá þegar, að gera eitt gríðarlegt snjólíkneski á Lækjar- torgi. Fá svo hjálpræðisher eða skátavörð við samskotakút hjá myndinni. Eitthvað hlyti að safnast. Okkur var það ljóst, að allmarga sjáif- boðaliða myndi þurfa til snjómoksturs, ef þetta ætti að verða dálítið myndarlegt. Ágúst bauðst strax til þess að safna liði og stjóma snjómokstrinum og ná í til- færingar: stiga, vatnsslöngu, rekur, hand- börur og þess háttar. Mitt verk var aft- ur á móti það, að láta mér fljúga eitthvað í hug og gera „skitsu", smálíkneski til að fára eftir. Mig minnir það vera klukkan 4 eða 5 um eftirmiðdaginn, sem Ágúst kom til mín og kvað allt vera í lagi frá sinni hendi: nóg fólk og áhöld. Ég var líka búinn með „skitsuna“. Var það sjómaður með upphringað færi á vinstri handlegg, en kastaði út með hægri hendinni. Fótstallurinn var báts- eða skipsskutur, en neðst klofnaði alda undan stefninu. Nú var tekið til óspilltra málanna. Fjöldi sjálfboðaliða, mest skátar, gengu berserks- gang í því að safna snjó að Lækjartorgi af stjórnarráðstúni. Það voru ótrúleg kynst- ur af snjó, sem hlaðið var saman á miðju Lækjartorgi. Fyrst allbreiður stöpull, ca. mannhæðar hár og þar á ofan aðalstyttan, alls allt að 12 álna hæð. Smám saman var vatni dælt eða skvett í snjóinn til að þétta hann, og svo troðið og lamið saman með rekum. Flestir eða allir voru gegnrennandi af fangbrögðunum við krapahnausana. Eftir því sem stöpullinn hækkaði varð æ örðugra að. koma hinum þungu snjó- kúlum upp stigann. Þá gekk fram fyrir skjöldu sjóvíkingur einn. Leizt mér skjótt vasklega á mann- inn, því hann var eins og skapaður eftir forskrift og útrennu Sigfúsar Sigfússonar, eins og hann sagði að mestu kraftamenn hefðu jafnan verið og ættu að vera, nefni- lega ekki ýkja hár, en ákaflega gildur, þykkur undir höndina og ávalur á herðar og brjóst. Slikt vaxtarlag sagði Sigfús að hefði aldrei svikið og gæti ekki svikið. Þannig hefði Grettir verið og þannig væru kraftamenn enn þann dag í dag, þessir fáu, sem eftir væru. Þessi kenning Sigfúsar stóðst vel prófið. Víkingurinn tók nú að sér forystuna við það að koma snjókögglunum upp í fulla hæð. Lét hann tvo eða þrjá menn rétta sér snjóflykkin upp í miðjan neðri stigann og jafnhattaði þá síðan jafnhraðan upp á brúnina, þá tóku aðrir við nokkrir saman og komu kúlunum upp næsta stiga, en efst í brúninni vorum við Karl Guðmundsson, myndskeri, sem þá var nemandi hjá mér. Hlóðum við úr kúlunum jafnhraðan svo haganlega sem við gátum eftir „skitsunni“, sem við höfðum þar á priki hjá okkur. Mig minnir, að komið væri framundir háttmál, þegar aðalupphleðslunni * var lokið. Þá hafði hið mikla hjálparlið ekki meira verkefni. Þá kom aðallega til kasta okkar Karls að höggva líkneskið til með rekum og múrskeiðum. Hjálpaði hann mér við þetta alla nóttina fram undir morgun. Ágúst Lárusson yfirgaf okkur ekki fyrr en allt var búið. Hafði hann einnig nokkra menn sér við hönd allan tímann til að rétta hjálparhönd bæði með vatn og snjó. Ágúst veitti einnig öllum mannskapnum gos- drykki og öl nokkrum sinnum. SCALt AT EOUATOR 0 ■ IOOO 2000 M00 NAUTICAL MlLES MtHCATOF MOJECTION Kort at' heiminum, sem sýnir, hvar herir striðSi-jouamia eru ScadcUr, en eins og menn sjá og vita, hafa ýmsar breytingar orðið síðan kortið var gert. Doppóttu svæðin merkja lönd bandamanna, en svörtu skellumar þau, sem öxulríkin hafa undir höndum. Amerísku flöggin sýna, hvar herir Bandaríkjanna eru. Hvítu löndin eru þau, sem ekki taka þátt i stríðinu. Undir fótaferð héldum við svo heimleið- is all-lerkaðir og holdvotir. Ég hlakkaði til að sjá þetta mikla snætröll í dagsbirtu óskemmt. En það auðnaðist mér ekki, þvx þegar ég kom aftur niður á Lækjartorg eftir um 3 tíma svefn, var líkneskið orðið stórskemmt og samansigið af hláku, sem var að vísu byrjuð, þegar við hættum. Myndin, sem hér birtist, var tekin snemma um morguninn, en þá þegar hefir líkneskið verið orðið ærið mikið skemmt. Það voru því aðeins örfáir tnorgunhan- ar, sem sáu óskemmdan þennan mesta snjókarl, sem hér hefir verið gerður í manna minnum. Mér varð stórhverft við, þegar ég kom á fætur um morguninn, að sjá karlinn mörgum álnum lægri og allan aflagaðan eftir 3—4 tíma og eftir því, sem leið á daginn var þetta fyrirhafnarmikla verk orðið hrúgald eitt. Fannst mér þetta óhugnanlegt tákn um fallvaltleik lífsins. Samt söfnuðust nærri þrjár þúsundir króna við fótstall hins hrynjandi líkneskis þennan dag. Ef snjólíkan þetta hefði náð að frjósa í sinni upprunalegu mynd, gat það verið skemmtileg stundarprýði í bænum og hefði sennilega rakað saman allmiklu fé.“ Ur ýmsum óttum. Allt brást. Flugmaður einn átti nú í fyrsta skipti að kasta sér út í fallhlíf. „Þegar þú stekk- ur út,“ sagði kennarinn, „teldu þá upp að tíu og togaðu svo í þennan streng til þess að opna fallhlífina. Ef hún opnast ekki, teldu þá upp að tíu aftur og togaðu svo í þennan hérna. Hann bregzt aldrei. Hvar sem þú kannt að lenda mun verða bíll, sem tekur þig og kemur með þig hingað aftur.“ Þegar upp kom, var honum ýtt út úr flug- vélinni og hann togaði í fyrri strenginn, en ekkert gekk. Hann taldi aftur upp að tíii og togaði svo í hinn strenginn, en fall- hlífin opnaðist ekki enn. Er flugmaðurinn var búinn að hrapa önnur tvö þúsund fet, stundi hann: „Ég þori að veðja, að bíll- inn verður þarna ekki heldur!“ Orð á ská! Herbert Bayard Swope hafði verið á fundi einum og sat við hlið frú Pat Camp- bell við miðdegisverðarborðið á eftir. Swope hóf hinar venjulegu, löngu sam- ræður sínar og við og við gaf frú Camp- bell frá sér eitthvað hljóð. Er hún hafði gert þetta þrisvar sinnum, hætti hann allt í einu. „Hvaða hljóð er þetta?“ spurði hann. „Það er orð, sem er að reyna að skjóta sér inn í á ská,“ svaraði frú Campbell. Á liverju græddi hann? Colman, sinnepsframleiðandinn frægi, var vanur að segja, að hann auðgaðist ekki af sinnepi því, sem fólkið borðaði, heldur því, sem færi til spillis á diskum þess.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.