Vikan


Vikan - 11.03.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 11.03.1943, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 10, 1943 „Nei, ég fer heim núna.“ En hvað þér eruð stillt. En við hittumst von- andi á morgnn?“ „Það er ekki víst.“ „Jæja, ég lít þá til yðar. Góða nótt.“ Og hann flýtti sér i burtu. „Hver var þetta?“ spurði Lawrence. „Góður vinur pabba, Antony Foster lávarður.“ Þau hittu enn fleiri kunningja, meðal annars menn þá, er borðað höfðu kvöldverðinn hjá Law- rence. Þeir stóðu niðri við stigann og heilsuðu. Madeline vildi ekki, að Lawrence fylgdi henni heim, því að það var orðið framorðið, og pabbi hennar var ef til vill kominn heim, og hún var hrædd um, að það mundi vekja of mikla eftir- tekt, ef hún kæmi heim í fylgd með ókunnum manni. „Vertu sæl, Maddie," sagði hann og þrýsti hönd hennar að skilnaði. „Gerðu nú skyldu þína á morgun, og mundu, að þetta er í síðasta skipti, sem ég læt senda mig svona í burtu. Sendu mér skeyti, þegar ég get komið að sækja þig.“ Fitzherbert og Treheme höfðu orðið kyrrir af forvitni. „Ég kem með ykkur,“ sagði Wynne, „bíðið bara, þar til ég er búinn að kveikja mér í sígarettu." Þeir ræddu um allt mögulegt á göngunni, en enginn þeirra minntist á þessa leyndardómsfullu stúlku. Þrátt fyrir það, voru vinir Lawrence mjög forvitnir eftir að heyra eitthvað frekar um þessa ungfrú West, því að ekki varð því neitað, að það var einkennilegt, að hún skyldi koma til lögfræð- ings á þessum tíma, sérstakiega, þar sem þessi lögfræðingur var ungur og laglegur maður. En það, sem mest áberandi var, var það, að Wynne Virtist alls ekkert snortinn af þessari heimsókn, heldur hafði hann komið kuldalega fram við þessa laglegu stúlku, eins og hún væri gömul frænka hans. „Komið með mér inn og hjálpið mér að ljúka við dálítið af upphitaðri steik,“ sagði Treheme, er þeir voru komnir að íbúð hans. Fitzherbert var aldrei vanur að neita slíku boði, en félögun- um til mikillar undrunar sagðist Wynne ætla að koma með þeim dálitla stund. „Ég get að vísu ekki verið lengi,“ sagði hann, er þeir vom komnir inn og hann stóð með bakið að aminum, án þess að fara úr frakkanum. „En mig langar til þess að tala dálítið við ykkur. Ég ætla að biðja ykkur að gera mér þann greiða, að nefna það ekki við neinn, að þið hafið hitt ungfrú West hjá m£r.“ Þeir sögðu báðir: „Auðvitað, alveg sjálfsagt." En það var ekki með glöðu geði, að þeir lofuðu þessu. Þeir voru bara breyskir menn, og þá hafði hlakkað mikið til að segja kunningjunum frá þessum skemmtilega atburði. „Þar sem ég bið ykkur um þennan vinargreiða," hélt Wynne áfram, rólega og kuldalega eins og hann væri að tala í réttarsal, „þá tel ég það skyldu mína að trúa ykkur fyrir leyndarmáli mínu. Við Madeline West höfum verið gift í tvö ár. Hún er eiginkona mín.“ Að svo mæltu tók hann hatt sinn, kvaddi og var kominn niður stigann, áður en hinir tveir gátu sagt eitt einasta orð. » „Héma er símskeyti til yðar," sagði skrifar- inn morguninn eftir við Lawrence Wynne, og þótt símskeyti væru ekki beint sjaldgæf, þá hafði skrifarinn þó á tilfinningunni, að hann væri að færa slæmar fréttir. Skeytið var frá Madeline og hljóðaði þannig: „Pabbi er hættulega veikur, Ömögulegt að halda loforð mitt. Skrifa seinna.“ „Ég vissi þetta,“ sagði Lawrence og hnoðaði skeytið í höndum sér. Svo slétti hann úr því og las það aftur. „Það er ekkert svar,“ sagði hann við skrifar- ann, sem stóð kyrr og horfði á hann með eftir- væntingu. » Þegar Madeline kom heim, tilkynnti þjónninn henni, að faðir hennar væri kominn heim, en hefði strax lagt sig. Hann hafði spurt eftir henni, en honum hafði verið sagt, að þau héldu, að hún væri hjá lafði Rachel. Madeline flýtti sér upp, fegin þvi að þurfa ekki að hitta föður sinn, því að hún var hrædd um, að hann myndi fara að yfirheyra hana, en hugs- unin um það, að nú yrði hún að játa allt fyrir honum daginn eftir, hélt henni lengi vakandi, og hún hafði ekki sofið lengi, er Josefine kom inn með teið og vakti hana. „Faðir yðar er mikið veikur eftir því sem þjónninn segir, ungfrú. Það var sent eftir lækni, og hann sagði, að þetta væri sennilega lungna- bólga.“ Madeline stökk fram úr rúminu, fór í skyndi í einhver föt og þaut inn í herbergi föður síns. Hann var mikið veikur, hafði háan hita og dró andann ótt og óreglulega. Læknirinn, sem sent hafði verið eftir, óskaði þess að fleiri læknar skoðuðu sjúklinginn, og þeir voru sammála um að þetta væri lungnabólga. Það voru strax send boð á sjúkrahús eftir tveim hjúkrunarkonum og ýmsar varúðarreglur voru settar. „Er hann hætt staddur?" spurði Madeline með öndina í hálsinum. „Svona köst eru aldrei hættulaus," svaraði læknirinn. „Og þessi sjúklingur er búinn að lifa löngu og erfiðu lifi. Hann hefir beitt lífsorku sinni um of og ekki þyrmt taugum sínum. Hjart- að er fremur veikt -— en .... Margir hafa nú sloppið vel við verri köst en þetta; það ber ekki að neita því, að sjúklingurinn er alvarlega veikur, en samt er engin ástæða til að vænta hins versta." Hún skrifaði nú Lawrence langt og elskulegt bréf, sagði honum, hvernig öllu var farið, og lét hann daglega vita um líðan föður síns. Allan nóvembermánuð fór hún aðeins tvisvar að heim- an. Annað skiptið var til þess að fara í stutta heimsókn til barns síns, en hitt til þess að fara í kirkju. Annars var hún alltaf hjá föður sínum og hjúkraði honum. Hún fékk samt hjálp í því; var það frú Leach, sem hafði heyrt um veikindi hins „kæra vinar síns“ og skrifað strax til dóttur hans og bauð aðstoð sína. Stuttu seinna kom hún sjálf og bauðst til að annast alla stjórn heimilisins, taka á móti heimsóknum, skrifa bréf og annað slíkt, til þess að Madeline gæti að öllu leyti helgað sér lijúkr- un „blessaðs sjúklingsins"; en „blessaður sjúk- lingurinn" var skapvondur og óþolinmóður, og honum geðjaðist alls ekki að þessu fyrirkomulagi. Honum fannst gaman að hafa hana hjá sér, er hann var hraustur og kátur, en það var annað að taka hana á heimilið, þegar hann var veikur, og þiggja greiða af henni. Eftir nokkrar um- ræður varð Madeline að láta undan, því hún var veiklynd, en hin ákveðin og þrá. „Það er ekki hægt að losna við frú Leach, pabbi," sagði hún dag einn við West gamla. „Hún er búin að ásetja sér það að vera héma og hún hopar ekki eitt fet. Þú þarft ekki að sjá hana, •ef þú vilt ekki.“ En þama skjátlaðist Madeline. Það var ekki liðin vika, er hin laglega ekkja hafði fengið leyfi til þess að lagfæra kodda sjúk- lingsins. Hún heimsótti hann á hverjum degi, og hann hlakkaði til þeirra heimsókna, því hún hafðl svo margar fréttir að færa og var alltaf jafn töfrandi. En af stjórn heimilisins skipti hún sér ekki. Hún var, að því er hún sagði sjálf, óvön og óreynd í öllu slíku. Það varð því úr, að Madeline og hún skiptu alveg um hlutverk. Hún las fyrir sjúklinginn, hafði þægilega rödd og varð aldrei þreytt. Hún bjó sjálf til te fyrir hann með hin- um fallegu höndum sínum og drakk með honum til þess að gleðja hann. Hún var slungin kona og miklu meira gefin fyrir lystisemdir heimsins en Madeline. Hún var alveg ákveðin i því að verða stjúp- móðir Madeline, en hún vildi hafa húsið fyrir sjálfa sig, þess vegna varð Madeline að giftast. Hana grunaði, að Madeline byggi yfir einhverju leyndarmáli, fyrst hún tók ekki ástaratlotum neins biðils síns, og hún varð að finna lykilinn að því leyndarmáli. Þetta var enn aðeins grunur, og þann gran gat hún þakltað ungri stúlku, ungfrú de Ville; hún hafði búið á gistihúsi í Harogate; hafði stúlka þessi verið í sama skóla og Madeline i mörg ár, Frú Leach þóttist þekkja Madeline mjög lítið, en lét sem hún hefði mikinn áhuga fyrir ungfrú de Ville og bauð henni til tedrykkju hjá sér. „Þér voruð þá í skóla með Madeline West, rika ástralska erfingjanum," sagði hún kæra- leysislega. „Já, við vorum lengi skólasystur. Síðasta hálft annað árið, sem hún var þar, var hún svo fátæk, að hún varð að vinna þar kauplaust sem kenn- ari og varð að sætta sig við að ganga í gömlum skóm af ungfrú Selinu." MAGGI og R AGGX. 1. Amma: Heyrðu, Maggi, hefir þú eitthvað komið nálægt rúmfata- skápnum nýlega ? Maggi: Já, amma. Systir min sagði, að þar sem skól- inn væri nú búinn yrði ég sjálfur að hirða herbergið. 2. Amma: En það vora sex lök, sex koddaver og sex sængurver á rúm- ið þitt þarna. Og það er allt farið. Veiztu nokkuð, hvað hefir orðið af þvi ? Maggi: Já, ég lét þau á rúmið mitt í morgun. 3. Amma: Hvað segirðu, drengur ? Léztu þau öll á rúmið í einu ? Maggi: Já. Þetta er ný aðferð, sem ég fann upp. 4. Maggi: Svo tek ég bara alltaf þau efstu af, þegar þau eru orðin óhrein.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.