Vikan


Vikan - 11.03.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 11.03.1943, Blaðsíða 13
V3KAN, nr. 10, 1943 | Dægrastytting Magnús pólití. Fyrr meir var hér i Reykjavík lögregluþjónn aá, sem Magnús hét, og var ávallt nefndur ..Magnús póliti“. Hann ólst upp á einhverjum bœ aiistur í Þingvallasveit. Þegar hann var vel á fót kominn, stóð svo á einu sinni, að hann var eitt- hvað að ganga úti við á bænum. Heyrðist honum þá, eins og vefur væri sleginn, og í sama biii sýndist honum hann vera staddur fyrir bæjar- dyrum nokkrum, heldur reisulegum. Honum þótti bærinn líkastur Þingvallastað, því þangað hafði hann komið nokkrum sinnum til kirkju. En þó þykir honum þar sumt hvað nokkuð annarlegt. Hvort sem honum, hefir nú komið til hugar, að þetta væri ekki með öllu einleikið, eða af því að hann hefir orðið hræddur, að vera kominn svo iangt heiman frá sér, og bæði vantreysti sér og kveið fyrir að komast heim aftur, varð honum það eitt til lirræða, að hann hrein upp yfir sig hástöfum. Kom þá kona til dyranna, heilsaði hon- um vingjarnlega og bauð honum inn. Hann þáði það, en ekkert vildi hann annað af henni þiggja, þó konan vildi láta undur vel að honum, og gerði gælur við hann, og byði honum allt, sem hún hafði fyrir hendi, bitaði fyrir hann fisk með sméri ofan á og lét það í öskju, kökur og smér, skyr og rjóma, sykur og sitt hvað fleira. En það dugði ekkí; drengurinn vildi ekkert af henni þiggja, né DEMANTSNÁLIN. Pramhald af bls. 4. hvað óvenjulegt amaði að honum, en gat ekki almennilega gert sér ljóst, hvað það var. Þó er oft sagt, að konur skilji ýmislegt af eðlishvöt, og víst er það, að þannig var því nú einnig farið með Ellen, að hún þóttist óljóst vita, hvað um var að vera. Loks sagði hún: „Fenguð þér svo miða í kvöld?“ „Já, og ég fæ vonandi þá ánægju að fylgja yður.“ „Já, það væri ágætt; pabbi og mamma fara nefnilega ekki með.“ „Jæja, þá sæki ég yður í kvöld.“ Samræðumar urðu ekki lengri; hvorugt þeirra var í skapi til frekari viðræðna þennan dag. Þa,ð voru mikil þrengsli við fatageymsl- una, er sýningunni var lokið. Kaj litaðist um eftir Ellen, sem hann ætlaði að fylgja heim, og kom allt í einu auga á svarta hattinn hennar í mann- þrönginni. Ljómandi demantsnálin var næld í hann. Hann rak ósjálfrátt upp lágt óp. Nálin var opin. Hann ruddi sér braut til hennar eins fljótt og hann gat í þeim tilgangi að vara hana við, en einmitt er hann stóð á bak við hana, var ýtt við henni, svo hatturinn skekktist á höfði hennar. — Nálin datt úr honum og í útrétta hönd Kaj. I skyndi: festi hann henni í fóðrið á frakkanum sínum. . Ellen lagaði hattinn á höfði sér og leit 4 sama bili við. „Jæja, þarna eruð þér,“ sagði hún ró- þýðast hana, en stóð alltaf á öndinni af hljóðum og óelju. Þegar konan sá, að hann vildi með engu móti láta huggast, fór hún með hann, og hengdi hann á skógarhríslu, sem slútti fram af kletti, út á Þingvallavatn, og skildi svo við hann. Nú er þess að geta, að þegar fólkið á bæn- um, sem Magnús átti heima á, varð þess vart, að hann var horfinn, fór það allt að leita, en fann ekki. Loksins fann hann smali einn eftir nokkra daga, þar sem hann hékk á skógarhrísl- unni, eins og álfkonan hafði skilið við hann, úr- vinda og hálfruglaður. Þegar drengurinn var kom- inn til sjálfs sin aftur sagði hann frá öllum þess- um atburðum, eins og hann ýtrast mundi. Eftir það lærði Magnús og varð stúdent, og voru hon- um margir hlutir vel gefnir; en þó er það haft eftir honum, að hann hafi sagt, að sér fyndist sér ávallt einhvers varnað, fremur en öðrum mönnum, og vildi hann kenna það þessum atburði. '(Islenzkar þjóðsögur). Reynið þetta: Raðið þrem vatnsglösum i röð á borð þannig, að miðglasið sé á hvolfi. Takið upp tvö í einu, sitt með hvorri hendi, og snúið þeim við. Gerið þetta þrisvar sinnum, en snúið aldrei við tveim sömu glösunum tvisvar í röð, og eiga þá öll glösir. að standa rétt.. Takið með sinn hvorri hendi í tvö hom á vasa- klút. Hnýtið svo hnút á klútinn án þess að sleppa homunum. Sjá lausnir á bls. 14. lega. „En hvað er að yður — eruð þér veikur?“ „Já, ég er ekki vel hress, en nú skulum við fyrir alla muni reyna að komast út.“ Ellen þreifaði á hattinum með báðum höndum. „Nálin mín,“ sagði hún óttaslegin. „Ó, Brandt, viljið þér vita, hvort þér sjáið hana ekki?“ Enn var tími til þess að fá henni hana og láta eins og þetta væri eintómt gaman. Hann stóð eitt augnablik steinþegjandi, en hún horfði á hann. „Týnduð þér henni?“ stamaði hann svo. Honum fannst hún furðu róleg, er hún tók af sér hattinn og athugaði hann. „Já, ég er búin að týna henni, en ég hlýt að hafa misst hana alveg í þessu. Við verðum kyrr, þar til allir eru farnir og leitum svo þangað til við finnum|, hana.“ i, Kaj fann ráð. f „En ef hún hefir nú dottið á einhvem í mannþrönginni og borizt út á götuna, þá sjáið þér hana aldrei aftur.“ „Ég held, að við finnum hana,“ sagði Ellen, „við skulum bíða.“ Kaj leitaði mjög ákaft, en gaf sér þó tíma til þess að undrast ró Ellen. Hún tal- aði við afgreiðslustúlkuna í fatageymsl- unni og fékk upplýsingar um það, hvar hún ætti að spyrjast fyrir um týnda og gleymda muni. Hún sagði Kaj það og bætti við: „Það er engin hætta á að nokkur haldi henni, til þess að auðgast á því. Engum kemur til hugar, ’að þetta sé ekta demant. Það var líka mesta vitleysa að ganga með hana í hattinum." Þetta var allt og sumt, sem hún sagði og lét í ljós gremju hennar yfir þessu. „Ég ætla að spyrjast fyrir hérna á Í3 Orðaþraut. FUND AUSA Ó M A R N A Ð S ÖMMU LAGI AGLl Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf, þannig að ný orð myndist. Séu þeir stafir lesnir að ofan frá og niður eftir, myndast nýtt orð, táknar það sjávargang. Ævintýri Georgs í kínverska ræningjabænum. 3. Þegar skipverjar voru á leiðinni í land, til þess að frelsa Georg, sáu þeir ný Ijósmerki: Sjá lausn á bls. 14. hverjum degi,“ sagði hún. „Ég er viss um, að ég fæ hana aftur.“ Þau ræddu um þetta alla leiðina heim, og Ellen var alveg sannfærð um, að hún fengi nálina aftur. Þetta varð Kaj erfið nótt. Guð má vita, að það var ekki ætlun hans að stela náJ- inni. Það hafði aldrei verið ætlun hans. Og nú hafði hann samt gert það. Átti hann að láta sem þetta hefði allt verið græskulaust gaman? — Það var enn hægt — ennþá var það ekki of seint. En hann vissi með sjálfum sér, að framkoma hans hafði verið allt of áberandi, svo að Ellen hlyti þá að hugsa sitt. Og nú datt honum það í fyrsta skipti í hug, að sízt af öllum mátti hún hugsa illt um hann. Hegning, smán, f járhagslegt hrun, já, jafn- vel tillitið til móður hans varð að engu við þá hugsun, og færði hann henni nál- ina, þá var hann búinn að koma upp um sig. Hún mundi aldrei kæra hann. Það vissi hann, en .... Hugsanirnar, sem ásóttu Kaj þessa nótt, voru hræðilegar. Er hann leit í spegil morguninn eftir, brá honum í brún, þegar hann sá andlit sitt. Hann var búinn að taka ákvörðun sína. Í Ellen beið hans árangurslaust í bank- anum daginn eftir. Hann kom ekki. Næsta dag kom hann, en hann var svo veiklulegur og vonleysislegur á svipinn, að hún þekkti hann varla. Hún spurði hann vingjarnlega um heilsu hans og sagði síðan kæruleysislega: „Já, það er satt, ég er búin að fá nálina aftur, svo að þér sjáið, að ég hafði á réttu að standa."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.