Vikan


Vikan - 11.03.1943, Blaðsíða 10

Vikan - 11.03.1943, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 10, 1943 m in 1 H m i i m n !tl III iii Ll ii i Eftir LINDA GILSON. Matseðillínn. Sveskjusúpa. 2 1. vatn, 500 gr. sveskjur (stetn- lausar), 125 gr. sykur, 40 gr. sagómél, natrón framan á hnífs- oddi. Sveskjurnar eru þvegnar og látn- ar liggja í bleyti í 12—24 klukku- tima i vatni, natrónið sett út í, síðan eru þær soðnar meyrar (í ca. 20 mín.), nokkuð af sveskjunum tekið upp og þær bornar heilar í súpunni, en hitt síað í gegnum fína síu. Súpan soðin upp með sagóméli og sykri hrærðum út í vatni. Borin fram með tvibökum. Lifurbuff. 1 kg. lifur, 3% dl. vatn, salt, pipar, hveiti, tvíbökumylsna, 1 egg, 15 gr. hveiti, smjör eða feiti til að steikja i. Lifrin er þvegin, húðin tekin af henni og hún skorin í þunnar sneið- ar, sem barðar eru og síðan mynduð buffstykki úr þeim. Hveiti, salti og pipar er blandað saman. Lifrinni er velt I því, svo úr egginu, sem þeytt hefir verið og dálitið vatn látið sam- an við, og loks er henni velt upp úr tvíbökumylsnu. Smjörið er brúnað, buffið steikt í nokkrar mín. á hvorri hlið, sjóðandi vatni hellt yfir það og buffið nú enn steikt í nokkrar mín- útur, síðan er það tekið upp. Hveit- inu er nú hrært út á pönnunni. Salt og pipar er sett út I sósuna, og mat- arlitur ef vill. Hafa má brúnaðan lauk með buffinu. Borið fram með soðnum kartöflum. Röndóttur búðingur. % 1. rjómi (af því 1(4 dl. til skrauts), 1 egg, 25 gr. sykur, rifinn börkur af % sítrónu, 10 gr. kakó, 2 matskeiðar ávaxta- safa, rauður ávaxtalitur, 5 blöð matarlím. Rjóminn og eggjahvítan eru þeytt hvort í sinu lagi, eggjarauðan, sem búið er að hræra sykur og sítrónu- börk saman við, er sett út í það, og þessu skipt í þrjár skálar. 1 eina þeirra er settur ávaxtalitur og saft, aðra síað kakóið, en hin þriðja er látin vera hvít. Matarlímið er leyst upp og skipt í skálarnar þrjár. Er fer að stífna í þeim, er lögunum helit fljótt hvoru ofan á annað og loks skreytt með þeyttum rjóma. Blússa og buxur. Blússa og buxur sem kvöldklæðn- aður í heimahúsum er nú mjög í tízku og þykir þægilegri en síðir kvöldkjólar. Blússan er úr hvítu „satíni" með stungnum kraga, lin- ingum og barmi. Færi einnig mjög vel við pils. Buxurnar eru úr svörtu ullarefni og felltar í mittið undir listann. Fjörutíu tegundir varalita — margbreytilegir hattar *—- svikin augnhár -— bogadregnar augnabrýr — liðaðir lokkar — litaðar neglur. Kvenfólk leggur á sig mikið erfiði til að laða að sér athygli karlmanna. Stúlkur játa það hreinskilnislega, að þær langi til að öðlast ást og eiginmann. Svo þær læra að búa til góðan mat og spila ,,bridge“. Þær læra að dansa með mjúklegum hreyf- ingum og að hlusta á karlmann, full- ar eftirtektar og aðdáunar. Stundum reyna þær þetta svo ákaft og verða svo alvarlegar, að þær gleyma því alveg að þroska þann dásamlegasta eiginleika, sem konur geta átt til að bera. Þær eru svo önnum kafnar að bæta útlit sitt og vöxt, að þær gleyma því sem laðar ástina mest að sér — hlátrinum. Þér getið hent varalitnum í burtu — þér getið flækzt fyrir Tionum, er þér dansið — þér getið gefið honum pylsur og skyr til miðdegisverðar — og samt látið honum finnast hann hamingjusamur að eiga yður, ef þér færið honum hlátur. Því verra sem ástandið í heimin- Húsráð. Munið að þvo hárgreiður yðar í það minnsta eins oft og þér þvoið yður um hárið. Það stoðar lítið að ætla sér að hreinsa með óhreinum áhöldum. Á þetta sérstaklega við bursta, afþurk- unartuskur, gólfklúta og annað slíkt, sem húsmóðirin notar í daglegum hreingerningum heimilisins. Hreinsa má flöskur með því að láta í þær smábita af sitrónu, hella síðan flöskuna hálffulla af vatni og hrista hana vel. Er þér þvoið baðkar>yðar, þá er það gott ráð að binda sápumola innan í klút, láta teyju fyrir endann og nudda svo baðkarið með klútnum. um er, þeim mun þýðingaimeiri er kátinan. Englendingarnir hafa sýnt, að þeir geta hlegið, þegar loftárás- imar dynja yfir, og það er einn þeirra hæfileika, sem hjálpað hefir þeim áfram. Brosandi varir og glettnlsleg augxt eru meira lokkandi en fullkomin andlitssnyrting og vandlega liðað hár. Veronika Lake vakti mikla hrifn- ingu leikhúsgesta með því að láta hárið falla yfir annað augað og' brosa grimmdarlega. En slík fram- koma í daglega lífinu mundi hafa þau áhrif að stúlkan fengi að sltja ein og yfirgefin. Hvaða maður haldið þér að mundi þjóta til að dansa við eina af þessum máluðu, gljáandi og alvarlegu múmíum? Það mundi eng- inn gera það, ef hann gæti dansaö fjörlega við unga stúlku, sem væri ekki svo mikið máluð, að hætt væri við því að kátínubros mundi eyði- leggja allt útlitið. Allur heimurinn elskaði Carola Lombard. Vinsældir hennar náðu ekki hámarki sínu fyrr en hún fór að láta í ljósi hina eðlilegu glaðværð á leiksviðinu líka. Carole átti til hjartanlegan hlátur og mikinn skiln- ing á gamni. Karlmenn dáðu hana, Heimili hennar var ekki hátíðlegt og alvarlegt. Þar var hani, sem hét Edmund, köttur, sem hét Jósefína. hundur, sem hét Pushface. Hún öðl- aðist ekki ást Clark Gable með þvi að hlusta áhugafull á hann og skjalla hann, heldur með því að senda honum svínslæri með mynd hans á og með því að gefa honum eldgamlan bíl, skreyttan silkibönd- um og glansmyndum. Allar þær konur í heiminum, sem mest hafa verið elskaðar um allar aldir, hafa verið kátar og gamansam- ar manneskjur. Cleópatra var vön að ráfa um götur Alexandríu dul- búin eins og þjónustustúlka. IJún hafði gaman af allri kátínu. Dag einn er Antoníus hafði verið á fiskiveið- um heilan dag án þess að veiða Framhald á bls. 15. Ávallt fyrirliggjandi. Einkaumboð: jóh. Karlsson & Co. Sími 1707 (2 línur). tl 111111111111111111111111II1111111111111111111111 *J : : i INGÓLFSBÚÐ H.F. j a —— ■ i i i i .... ... . ■ a ■ ■ ■ : : HAFNARSTRÆTI 21 5 ■ ■ Karlmannaföt kr. 250. Dökkir vetrarfrakkar kr. 232 lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll | | I Minnslu ávallt i 5 : | mildu sápunnar Swaw rakkrem mýkir og styrkir húðina og gerir raksturinnað ánægju. Heildsölubirgðir: Agnar Norðf jörð & Co.h.f. I Simi 3183.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.