Vikan


Vikan - 11.03.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 11.03.1943, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 10, 1943 11 Framhaldssaga: ------------ GIFT eða ÓGIFT ................ Eftir Betsy Mary Croker „Já, hvað um það,“ sagði Madeline áhyggju- iaus. „Ég hefi gaman af þvi, er fólk talar um mig og undrast gerðir mínar." „En mér þykir ekkert gaman að því, og ég held, að ég þekki heiminn betur en þú?“ greip Lawrence reiðilega fram í fyrir henni. „Ég vil ekki, að þú eyðileggir mannorð þitt." „Af hverju talarðu svona við mig, Lawrence. Maður skyldi halda, að þú værir að tala við af- 'brotamann." Dymar opnuðust nú, og konan kom inn með lítinn kaffibakka. Hún starði stöðugt á hina lag- tegu stúlku. Madeline leit undan, en Lawrence horfði beint á hana og sagði: „Þetta er gott, frú Potts. Við þörfnumst yðar ekki meir, en viljið þér gjöra svo vel að ná i teiguvagn, þegar þér komið niður." Frú Potts var treg á að fara út. Hún hafði séð margt, en vildi fegin halda áfram athugun- um sínum í gegnum rifuna á hurðinni, því það, aem hún hafði séð, er hún kom inn með kaffið, hafði bara espað forvitni hennar. IJnga stúlkan hafði lagt höndina á handlegg íögfræðingsins og sagt: „Þú færð mig ekki ofan af þessu, Lawrence. Við förum í leikhúsið, ekki satt?“ Hafði maður nokkurn tíma heyrt aðra eins frekju ? Hann hafði aftur á móti virzt vera gram- ur yfir heimsókn hennar. Já, það var hreinasta hneyksli, hvernig stúlkurnar eltu karlmennina nú á dögum. Nokkrum mínútum seinna komu þau niður atigann. Stúlkan var hjúpuð í kvöldkápu sína, , og hann var kominn í frakka, en var alls ekki ánægður á svipinn. Frú Potts, sem stóð í dyrunum til þess að sjá þau leggja af stað, heyrði, að ökumaðurinn fékk skipun um að halda til Haymarket-leikhúss- ina. „Hún hefir þá fengið sínu framgengt," sagði hún, er hún horfði á eftir vagninum. Svo fór hún enn einu sinni upp í íbúð Wynne, drakk það, sem eftir var af sherryinu, hellti sér svo kaffi í bolla, settist í hægindastól og drakk það. „Það er í senn hlægilegt og óréttlátt af þér að vera svona ólundarlegur, Lawrence," sagði Made- line, er hún sat við hlið manns síns í vagninum. Forsaea : Madeline er dóttir Wests ” * milljónamærings, sem grætt hefir fé í Ástralíu, en er nú kominn til Englands. Hún hefir, án vitundar föður- síns, gifzt Lawrence Wynne, fátækum lög- fræðingi. Vegna veikinda hans hafa þau átt við mikið basl að striða. Þegar faðirinn boðaði komu sína til Englands og sendi Madeline peninga, fór hún með mann sinn og son upp í sveit og skilur þá þar eftir, þegar hún fer að hitta föður sinn, af því að hún þorir ekki annað en láta hann fyrst um sinn halda, að hún sé ógift. Hún býr við auð og allsnægtir hjá föður sínum, en þegar Lawrence er albata flytst hann til London og tekur upp fyrra starf sitt og gerist auk þess rithöfundur. Madeline þorir ekki enn að segja föður sinum hið rétta, því að hann má ekki heyra annað en hún giftist aðalsmanni. Antony lávarður biður hennar og West er þess mjög fýsandi, að hún taki honum, en hún segir lávarðinum, að hún hafi enga löngun til að verða eigin- kona hans. Faðir hennar verður ákaflega reiður, þegar hann heyrir þetta, en ætlar þó að sjá, hverju fram vindur. West og gestir hans fara í smá skemmtiferð upp í hvilft eina þar nálægt, á leiðinni þaðan trúir Madeline Antony lávarði fyrir því, að hún sé gift. Madeline fer í skrifstofuna til Wynne, þegar hún kemur aftur til London, en hann er ekki við sjálfur. Hún skoðar heimkynni hans. Wynne verður hissa, er hann heyrir um heimsókn hennar. West gamli fer úr borginni og Madeline notar tækifærið til að heimsækja aftur mann sinn. Hún hittir þar tvo kunningja hans, sem undrast mjög heimsókn hennar. Lawrence er gramur, en hún fær hann með sér í leikhús. „Hugsaðu þér, hverju ég ætla að fóma þín vegna. Þessi kvöldkápa, sem vekur öfund alls kvenfólks, kostaði 10.000 krónur." „Vitleysa," sagði hann vantrúaður. „Ég skal sýna þér reikninginn." „Þá ættirðu að skammast þin fyrir að vera í þessarri flík, Maddie." „Hvers vegna það. Heldurðu, að það njóti ekki einhverjir góðs af þvi? Hvað yrði um handiðn og iðnað, ef ekki væri til fólk, sem gengi í finum og dýrum flikum?" „Vertu nú góður við mig, Lawrence," sagði hún. „Ég leik nú sennilega í síðasta sinn hlut- verk prinsessunnar." „Mig grunar nú, að þetta sé ekki í síðasta sinn,“ svaraði Lawrence. „Það er ekki vegna þess, að ég efist um góðan vilja þinn, eða van- treysti orðum þínum, Maddie, en mig gnmar þetta samt. Einhver óljós tilfinning segir mér, að þú komir ekki heim á morgun, heldur skilji leiðir okkar um langan tíma. „Hvernig getur eins gáfaður maður og þú ert, trúað slíkri tilfinningu ? “ svaraði Madeline fjör- lega. Þeim heppnaðist að fá góða stúku nálægt leik- sviðinu, þótt orðið væri töluvert framorðið. Madeline fór úr kápunni og settist, er hún hafði litið í kringum sig, með bakið að áheyrendunum. „Sérð þú ekkert," hvislaði hún að Lawrence með uppgerðar forvitni, „sérðu engan, sem gæti þekkt mig af hnakkasvipnum ?“ Lawrence hafði séð nokkra kunningja sína, og einn þeirra sá hann líka. En það gerði ekkert til. Madeline brosti á bak við blævæng sinn og hvísl- aði spaugsyrðum að honum, og hann fór að álasa sjálfum sér fyrir það, að hann skyldi geta verið gramur við hana. Kunningi hans í stúkunni beint á móti varð undrandi yfir að sjá Lawrence með stúlku. Hann horfði i sífellu á þau í gegnum sjónauka sinn og sá, að á fallegri hendi hennar blikuðu margir demantsh^ingar, en enginn giftingarhringur. * Er sýningin var á enda, biðu þau, þar til fólkið var farið að dreifast; en samt hittu þau enn margt fólk á göngunum, og þótt Madeline hefði dregið knipplingaklútinn alveg fyrir andlitið, þá voru þau bæði svo lagleg, að þau hlutu að vekja eftirtekt. 1 stiganum mættu þau Tony lávarði. „Gott kvöld, ungfrú West,“ sagði hann glað- lega. „Ég bjóst ekki við af^ hitta yður í leik- húsinu. Rachel sagði mér, að hún heföi borðað hjá yður í dag og að þér væruð einar heima. Með hverjum eruð þér hérna?“ Hann leit spyrj- andi í kringum sig. „Ég er með mjög sltemmtilegu fólki. En hver hefir gert yður að skriftaföður minum, Tony lá- varður?" „Ég vildi óska þess, að ég væri skriftafaðir yðar. En hvar ætlið þér að borða í kvöld? Við getum kannske hitzt?" Regum tannpasta hreins- ar fágar og gerir tenhurnar hvítar. Skilur eftir hress- andi og frískandi bragð. Heildsölubirgðir: Agnji r Norðfjörð & Co.h.f. Sími 3183. mmmmmsammmmmmmd NUFIX Heildsölubirgðir: varðveitir hár yðar og auðveldar greiðsluna. Eyðir flösu og hárlosi. Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Lækjargötu 4. Simi 3183. POND’S er prýði kvenna. niiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.