Vikan


Vikan - 01.04.1943, Blaðsíða 3

Vikan - 01.04.1943, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 13, 1943 3 Frœðslumálin á íslandi Framhald aí forsíðu. neytinu skylt að leita álits fræðslumála- stjóra um öll skólamál, sem undir það falla. Mál Háskóla íslands eru þar þó undanskilin. Einn þátturinn í störfum fræðslumála- stjóra er því fólginn í því, að hann lætur kennslumálaráðuneytinu í té álit sitt, um- sögn og tillögur um þau atriði skólamála, er til greina koma og afstöðu verður að taka til. Ráðuneytið getur og falið hon- um fullnaðarafgreiðslu þeirra mála, er það telur sig ekki þurfa að hafa bein afskipti af, og hefir svo verið gert stundum. Annar þáttur í störfum fræðslumála- stjóra er fólginn í stjóm sjóða lestrarfé- laga og kennslukvikmynda. En sjóðir þess- ir em þannig tilkomnir, að ákveðið var 1937 í lögum um lestrarfélög og kennslu- kvikmyndir, að frá 1. jan. 1938 skyldi inn- heimta skemmtanaskatt með 15% álagi, og skyldu tveir þriðju hlutar álagsins renna í sjóð, er nefndist styrktarsjóður lestrarfélaga, en einn þriðji renna til kennslukvikmyndasafns. Hátt á annað hundrað lestrarfélaga nýtur nú styrks úr þessum sjóði, og hefir fræðslumálaskrif- stofan all nákvæmt eftírlit með rekstri þeirra og,allri tilhögun, krefst skýrslna um starf þeirra og úthlutar styrkjum sam- kvæmt því, er efni standa til. Hafa styrk- veitingar þessar glætt áhuga lestrai'félag- anna og tryggt starfsárangur þeirra. Jón Þórarinsson yar fœddur 24. febrúar 1854 á Melstað, sonur Þórarins Böðvarssonar, prófasts, og konu hans, Þórunnar Jónsdóttur. Tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1877 og heimspeki- próf frá Kaupmannahafnar Háskóla 1878. Stund- aði guðfrœðinám, en síðan uppeldisfræði á árun- um 1877—80. Næstu ár á eftir ferðaðist hann um Þýzkaland og England til þess að kynna sér skólamál. Varð skólastjóri gagnfræðaskólans J Flensborg 22. desember 1882. Ferðáðist um Norð- urlönd 1907—08, til að kynna sér skólamálin þar. Skipaður fræðslumálastjóri 1908. Hann dó i Reykjavík 12. júní 1926. t, Kennslukvikmyndasjóðnum er varið til kaupa á kvikmyndum og hefir nú fræðslu- málaskrifstofan yfir talsverðu kvikmynda- safni að ráða. Eru skólum úti um land lán- aðar kvikmyndir úr safninu eftir því, sem við verður komið, og fer eftirspurn um þær allt af vaxandi. En langstærsti og umfangsmesti þátt- urinn í starfi fræðslumálastjóra, fulltrúa hans og aðstoðarmanna, er fólginn í eftir- liti og stjórn framkvæmda í kennslu- og skólamálum landsins. Hann á að sjá um, að gildandi lögum og fyrirmælum um fræðslumál sé hlýtt og að skólahald og skólanefndir séu í öllum skólahverfum til sjávar og sveita. Hann sér um, að kennara- embætti sé auglýst og að skóla skorti ekki kennara. Hann gegnir beiðnum um styrki til skólabygginga og úthlutar þeim, inn- heimtir skýrslur um skólahald, sér um leið- Helgi Eliassou er fæddur 18. marz 1904 að Hörgsdal á Síðu í V.- Skaftafellssýslu. Foreldr- ar hans eru Elías Bjama- son kennari frá Hörgsdal og kona hans, Pálína Elías- dóttir frá Steinsmýri i Meðallandi. — Helgl lauk kennaraprófi 1925. Ártn 1926-—29 var hann við framhaldsnám í Danmörku og Þýzkalandi. Hefir starfað í fræðslumála- skrifstofunni síðan í janúar 1930. Hann hefir farið nokkrum sinnum utan í skólaerindum. Helgi var settur fræðslumálastjóri meðan Ásgeir Ás- geirsson var ráðherra, en á þeim tima hafði Freysteinn skólastjóri Gunnarsson mál fram- haldsskólanna með höndum. beiningar og leiðréttingar þeirra, lætur semja reglugerðir um skyldur og störf skólanefnda og einstaklinga, sem vinna við kennslu og að fræðslumálum samkvæmt lögum. Auk þessa þarf svo annað hvort hann eða samstarfsmenn hans að ferðast víða um landið, til þess að líta eftir húsa- kosti skóla, velja staði fyrir ný skólahús, miðla málum, þar sem þrætur kunna að hafa komið upp milli kennara og skóla- nefnda eða skólanefnda og hreppsnefnda og til þess að greiða úr ýmsu fleiru, sem fyrir kann að koma og úr þarf að leysa. — Það var ljóst öllum, er þessi mál koma mest við, að engin leið var að rækja þetta framkvæmda- og eftirlitsstarf, svo sem þurft hefði, meðan fræðslumálastjórnin hafði enga kennslueftirlitsmenn, sem ferð- ast gátu um landið og hugað sem vand- legast að öllu þann tímann, sem skólarnir: Störfuðu. 1 nágrannalöndunum höfðu menn fyrir löngu séð nauðsynina á starfi. slíkra manna og töldu sig engan veginn geta án þess verið. Allt bendir á, a.ð marg- ir séu að komast á sömu skoðun hér. Þótt ekki séu fullir tveir vetur síðan nám- ( stjórarnir hófu eftirlitsferðir sínar, hafa þær þegar orðið mjög vinsælar, og hiá fuíí- yrða að störf þeirra hafa haft í för með sér meiri og gagnsamlegri árangur en bæði þeir sjálfir og aðrir þorðu að vona. Með hjálp námstjóranna verður framkvæmda- og eftirlitsstarfið nánai'a og áhrifaríkai'a en áður. En námstjóra fyrir framhalds- skólana vantar enn. En hann hlýtur að koma áður langt líður og gæti efalaust unnið þeim mikið gagn. En enda þótt reynt sé að vinna fræðslu- málunum gagn á einstökum sviðum með ýmiss konar endurbótum, munu fæstir eða engir vera alls kostar ánægðir með fyrir- komulag þeirra og þann náms- og upp- eldisárangur, sem fengizt hefir hingað til. Ásgelr Asgeirsson er fæddur 13. maí 1894 I Kóranesi á Mýrum, sonur Ásgeirs Eyþórssonar kaup- manns þar og konu hans, Jensínu Bjargar Matthías- ardóttur. Varð stúdent frá Menntaskólanum i Reykjá-i vík 1912 og lauk guð- fræðiprófi við Háskóla Is- lands 1915. Biskupsskrif-' ari 1915—16, bankaritari I Landsbankanum 1917—18, og kennari í kennaraskól- anum 1918—26. Hann var settur fræðslumálastjóri 1926, en skipaður í júlí 1927, og gengdi því starfi til 1939, að undaií- skildum þeim árum, sem hann var ráðherra. Var kosinn í milliþinganefnd í bankamálum 1925, í alþingishátiðarnefnd 1926; skipaður formaður gengisnefndar 1927; kosinn i utanríkismálanefnd 1928; þingmaður Vestur-Isafjarðarsýslu 1924 og síðan. Gaumgæfileg endurskoðun allra skóla- og kennslumála þjóðarinnar þarf fram að fara sem fyrst, en má fyrir engan mun verða flaustrað af. Alla krafta, alla þekk- ingu, reynslu og gjörhyggli þarf að kalla fram til sameiginlegra átaka um endur- skoðun þessara mála, er dýrmætust ættu að vera þjóðinni. Jakob Kristinsson er fæddur 13. mat 1882, sonur Kristins bónda Ketilssonar á Hrísum í Eyjafirði og konu hans, Hólm- fríðar Pálsdóttur. Tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1911 og guðfræðipróf frá Há- skóla íslands 1914. Sigldi sama ár vestur um haf og tókst á hendur prestsþjónustu hjá fjórum íslenzkum söfnuðum í Saskat- chewan-fylki í Kanada. Stundaði nokkurra mánaða nám í enskum bókmenntum við háskólann í Saskatoon í sama fylki, 191ð. Forseti Guðspekifélags íslands 192(1—28, Skólastjóri Eiðaskóla 1928—38. Fræðslu- málastjóri frá 1939. Flugkona. Stúlkan á myndinni er ein þeirra, sem stýra flugvélum frá verksmiðjim- um til her- stöðvanna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.