Vikan


Vikan - 01.04.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 01.04.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 13, 1943 5 Framhaldssaga: ♦ lllllllltlllllllMllltllllMttU Líkið í ferðakistunni 13 Sakamálasaga eltir Dr. Anonymous rlllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM „Spyrjið mig ekki, sækið þér blekið fljótt! Þama er blekbytta. Skrifið nú upphafsbókstafi yðar fimmtlu sinnum.“ Philipp leit á mig undrandi, en gerði eins og fyrir hann var»lagt. Ég fylgdist af ákefð með því að hann skrifaði línu eftir línu. Ef til vill bæri þetta engan árangur. Loksins var þessu lokið, og mér létti stórum. Ég tók blaðið og bar það saman við handskrift hans á bréfinu, nafn- spjaldinu og eftiVlíkingunni — það var enginn efi, að tilgáta mín var rétt, skriftin var áberandi lík því sem var á kistunni, en Philipp gat ekki hafa skrifað það. Munurinn fólst aðallega í því, að á upphafs- stöfunum á kistunni var smá krókur á H-inu sem ekki var í bréfinu eða á þessum fimmtíu H-um, er PhiUpp hafði skrifað og það væri mjög ein- kennilegt, að maður, sem alltaf skrifaði nafn sitt nákvæmlega eins, skyldi I þetta eina skipti hafa brugðið útaf vananum. „Þér hafið ekki skrifað stafina á kistunni," sagði ég um leið og ég lagði bréfið á borðið. „Stafirnir á kistunni eru afburða góð eftirlíking." I-að virtist svo, sem hann kynni ekki að meta þessa mikilvægu uppgötvun. „Eruð þér alveg vissir um, að stafirnir hafi ekki verið á kistunni á sunnudagskvöld ? “ spurði ég. „Hugsið yður vel um, þetta er mjög þýðingar- mikið." Philipp. hugsaði sig um andartak, svo sagði hann ákveðinn: „Ég er alveg fullviss um það! Og meira að segja, þegar ég hugsa nánar um þetta, stafimir stóðu ekki á kistunni á mánudaginn, þegar ég fór til Southend. Ég man svo vel að gamla merki- spjaldið „Greenwich til London" var þar. Hvernig litu stafimir út?" „Þeir voru mjög feitt leitraðir og bersýnilega skrifaðir í flýti." „Ég veit upp á mínar tíu fingur, að þeir voru ekki á kistunni, er ég fór frá Southend." „Þetta sannar það, að á mánudagsmorguninn hefir einhver gert þetta, og reynt að stæla mjög nákvæmlega skriftina yðar. Sá er þetta gerði, hefir vitað, hvað i kistunni var, og aldrei búist við að nýja merkispjaldið yrið látið yfir stafina, eins og gert var." Philipp starði ennþá undrandi á mig. „Allt frá því fyrsta að ég sá þessa stafi i París, hefi ég búist við að þeir mættu koma mér að miklu gagni. Ég efaðist alltaf meira og meira um að þetta morðmál væri jafn einfalt og við fyrst hugðum, og grunur minn, að þér Philipp Harvey, væruð morðinginn minnkaði stöðugt." Eftir dálitla þögn bætti ég við: „Nú er það skylda mín að fara aftur til Parísar, og rann- saka nákvæmlega stafina á kistunni. En þar sem ég er þessum málum ókunnur, mun ég fá sérfróðan mann til þess. Ég fer með yður í kvöld." „Er ekki þessi ágizkun yðar mjög veigalítil?" spurði Philipp dauflega. „Síður en svo! Einhver hefir skrifað stafina, og það hefir skeð á leiðinni frá Southend til London. Viðkomandi hefir vitað um morðið, og við verðum að komast að, hver hann er." XXI. KAFLI. Ferðakistan. Þegar um kvöldið héldum við yfir sundið, án þess að hafa hitt Austin. Hann hlaut að hafa Forsaga: Það er á norð'ur-járn- brautarstöðinni í París. Ungur leynilögreglumaður, sem staddur er þar, verður sjónarvottur að því, að lík finnst í ferðakistu ungrar stúlku. Hann verður áfjáður í að leysa þessa ráðgátu. Hann fer til kunningja síns, sem er lög- reglustjóri og fær þannig tök á að fylgjast með málinu. Fer hann að lesa í gerðabók- inni um yfirheyrzlu á ungu stúlkunni Edith Orr-Simpkinson og þjónustustúlku hennar. Hann athugar líkið og ferðakistuna, leysir af henni álímda miða og sér þá stafina P. H. á miða, sem límt hafði verið yfir. Hann skrifar hjá sér stafina. Hann fær leyfi til þess að tala við ungfrú Simpkin- son; hittir hann hjá henni ungan mann, Austin Harvey prófast, unnusta hennar. Hann segir hina myrtu vera frænku sina. Felur hann leynilögreglumanninum að annast málið. Leynilögreglumaðurinn kemst á þá skoðun, að ungfrú Simpkinson eigi ekki kistu þá, er Iíkið var í, heldur sé hún að reyna að hylma yfir með ein- hverjum. Austin kemur til hans og missir þá bréf, sem reynist vera frá einhverjum Philipp. Kemst leynilögreglumaðurinn að raun um, að sami maður hafi skrifað bréfið og stafina á ferðakistuna. Leynilögreglu- maðurinn sk®ðar ibúð þá, sem ungfrú Simpkinson hefir leigt og finnur þar nafn- spjald Philipp Harvey. Siðan fer hann þang- að, sem hin myrta hafði búið. Þar kemst hann að ýmsu um Philipp Harvey. Hann fær bréf frá Austin þar sem hann segist vera búnin að aðvara Philipp um að fara frá Dover, en hann fer þangað engu að síður og hittir Philipp Harvey. Hann talar við hann, en gerir hann reiðan. Morgunin eftir kemur Austin að hitta bróður sinn og taka þeir tal saman. Leynilögreglumaðurinn verður heyrnarvottur að samtali bræðr- anna og að því loknu ákveður hann að reyna að sanna sakleysi Philipps. Hann tekui’ hann því tali og fær hjá honum að vita allt, sem hann man í þessu máli, en sumt virðist vera mjög hulið þoku fyrir honum. Hann kemst þó að því, að hann reifst við frænku sína þetta umrædda kvöld; sömuleiðis þvi, að Philipp hefir ekki skrifað stafina á kistuna. tafizt — að minnsta kosti kom hann ekki á til- settum tíma, en mér fannst óskynsamlegt að bíða lengur. Lögreglan gat komið á hverju augnabliki og tekið Philipp. Ég vissi hvorki upp né niður í þessu öllu sam- an. Ef Philipp Harvey væri ekki morðinginn, hver gat það þá verið. Ég starði ýmist á stafina eða spjaldið, sem ég hafði fundið í vasa Austins — hvernig stóð éiginlega á því þar? Gat það haft nokkra þýð- ingu? Ég stóð ekkert betur að vigi, en fyrir viku síðan, er ég hóf rannsókn þessa máls. Ferðin ætlaði aldrei að taka enda; Philipp hélt sig allsstaðar sjá leynilögreglumenn; ég gerði allt sem ég gat til þess að hann hegðaði sér sem eðlilegast. Mér var mikið kappsmál að koma honum af landi burt, því þó ég væri í vafa um sekt hans, var fjarska margt á móti honum. Ef ég væri nú að hjálpa hinum rétta morðingja að flýja — sem sagt, ég fálmaði algjörlega í blindni. Við ákváðum að Philipp skyldi biða Austins í París, en í Dover skyldum við eftir boð til hans. Það var bara eftir að vita, hvox-t hann kæmi á sunnudegl. Ég vil geta þess, að í Dover keypti Philipp farseðil til London, um leið og ég keypti tvo til Parísar; með þessu móti yrði erfiðara að fylgja okkur eftir. Þegar til París kom, fengunx við okkur gist- ingu á gistihúsi, er lá mjög afsíðis. Philipp var afar hræddur og hrökk við í hvert skipti og geng- ið var urn. Hann var ekki lengur uppstökkur og framhleypinn, allar hugsanir hans virtust snúast um morðið og gera hann hræddan og kvíða- fullan. Eftir því sem ég komst næst, hélt hann sig hafa drepið frænku sína á þann hátt, er Aust- in sagði, og ég heyrði hann marg oft tauta: „Bækumar, bækurnar." Þetta, að bækurnar fundust heima hjá frænku hans, áleit hann öflugasta sönnunargagnið. I hans augum var það sörmun þess, að hann hafi ekki vitað, hvað hann gex-ði og hefði verið í einhverskonar dáleyðsluástandi þetta umrædda sunnudagskvöld. „Vitleysa," sagði ég. „Bækurnar og margt ann- að sanna, að morðið er framið þessa nótt og að líkið er sett í kistuna yðar, og annað ekki." „En alla nóttina var enginn í húsinu nema hús- móðirin og ég og frænka mín! Þér ímyndið yður þó ekki að frú Jessop hafi myrt hana?" „Nei, það álít ég ekki." „Nú, en hver hefir þá gert það." „Það eigum við eftir að sanna!" sagði ég. — Á sunnudagsmorguninn, þegar ég var búinn að koma skjólstæðing mínum á óhultan stað, fór ég og heimsótti vin minn, Léon Dubert. Það var tæp vika frá því að ég sá hann seinast, og hvílík vika! Þegar ég kom í skrifstofuna til hans var klukk- an tíu. Hann varð mjög glaður að sjá mig. Það er siður Frakka að gleðjast alltaf við endur- fundi, jafnvel þó þeir hafi óskað þess að sjá við- komandi aldrei framar. I þessu tilfelli var það . áreiðanlega þannig, því honum vom mjög á móti skapi afskipti mín af þessu morðmáli, hon- um þótti ég ekki taka þetta réttum tökum. „Jæja, kæri Dubert," sagði ég „hvernig gengur yður? Hafið þér fundið morðingjann?" „Ég hefi ekkert með þetta mál að gera," svai- aði hann hálfönugur. „Spyrjið frænda minn! Annars hafa landsmenn yðar fundið einhver spor; þeir þykjast mjög slungnir, þessir herrar." „öfundsýki," hugsaði ég. „Þeim mun betra fyr- ir Harvey." Með aðstoð Francois Duberts, fékk ég leyfi til að skoða kistuna einu sinni enn. Ég sagði hon- um hreinskilnislega eins og var, að ég héldi mig hafa komizt að mjög mikilsverðu atriði. Þegar lögregluþjónninn opnaði herbergið, sem kistan var geymd í, skalf ég á beinunum. Ef mér skjátl- aðist nú! Um leið og dyrnar opnuðust þaut ég inn. Þarna var hún, þessi þýðingarmikla kista, svört og hræðileg. Sem betur fór hafði ekkert verið hreyft við henni. Áletrunin „Greenwich— Southend", blasti við mér, og ég athugaði hana mjög nákvæmlega. Að því búnu skoðaði ég staf- ina P. H. og sá að eftirlikingin var alveg ná- kvæmlega eins. Ég snéri kistunni á allar hliðar og það eina sem ég uppgötvaði nýtt, var að á einum stað hafði merkiseðill verið tekinn af. Ég vætti fing- urinn og kom við blettinn; hann var ennþá lím- kenndur. Þetta skýrði málið dálítið. I Southend hefir seðillinn verið settur á og svo annað hvort dottið eða verið tekinn af á leiðinni frá Southend til Parisar. Sennilega dottið af. Þessar athuganir byggði ég á eftirfarandi:

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.