Vikan


Vikan - 29.04.1943, Page 1

Vikan - 29.04.1943, Page 1
Nr. 17, 29. apríl 1943. „Land mitt, Guð minn og sómi" Þetta orðtak valdi Kristján konungssonur sér, þegar hann var 18 ára gamall, 1888, og hann hefir alla tið síðan trúlega breytt eftir því, og er elskaður og virtur af þegnum sínum. Einkum hafa hin miklu erfiðleikaár stríðs- ins aukið mjög á virðingu og ástsœld Kristjáns kon- ungs tíunda. ÞEGAR erfiðleikar steðja að mönnum, sést bezt, hvað í þeim býr. Svo er og um heilar þjóðir. Reynt hefir á þolrif margra manna og heilla þjóða þau ár, sem hildarleikurinn mikli hefir staðið. Flóð- öldur ofbeldis og kúgunar hafa skollið yfir varnarlítil lönd og reynt að tortíma mestu og helgustu menningarverðmætum þeirra. Þá hefir skotið upp mörgum þjóð- hetjum í öllum stéttum þessara landa og þær hafa barizt, hver á sínum stað, heima og heiman, á landi og sjó og í lofti, hinni vöskustu baráttu til þess að bjarga því, sem bjarga má af fjöreggjum fóstur- landsins. Þessar hetjur eru stéttlausar, þær eru þjóðin sjálf, það bezta úr henni, sem vaknað hefir til dáða, þegar hug- rekkis, þegnskapar og drenglyndis var mest þörf. Vikan birtir nú forsíðumynd af einni slíkri þjóðhetju, sem er persónugervingur þessa hugarfars og breytni með frændþjóð vorri, Dönum. Hann er ímynd þeirrar Framhald á. bls. 3. KRISTJÁN KONUNGUR X. I

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.