Vikan


Vikan - 29.04.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 29.04.1943, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 17, 1943 „Tókstu eftir, hvernig ungfrú Nick hörfaði und- an, þegar býflugan flaug fram hjá henni. Býflug-. an i barðalausa hattinum — og gatið héma á hattinum." „En svona stórt gat getur ekki verið eftir býflugu." „Alveg rétt, Hastings! En sú skarpskyggni! Þetta getur ekki átt sér stað. En byssukúla gæti gert það, minn kæri!" „Byssukúla?" „Já, vinur minn! Kúla svipuð þessari!" Hann rétti fram hendina og í lófa hans lá byssukúla. „Kúla, sem hefir verið notuð, vinur minn. Það var hún, sem lenti á veggsvölunum áðan, þegar við vorum að tala saman. Notuð kúla!" „Þú átt við — ?" „Ég á við það, að aðeins sentimeters jnunur. — og gatið hefði ekki verið á hattinum, heldur á höfðinu. Skilur þú nú, af hverju ég hefi svo mikinn áhuga á þessu, Hastings? Þú hafðir á réttu að standa, vinur minn, þegar þú sagðir mér að nota ekki orðið „ómögulegt". Já — mað- ur er mannlegur! En honum skjátlaðist stórlega, honum, sem ætlaði að verða morðinginn, þegar hann skaut á fómarlamb sitt, rétt- við nefið á Hercule Poirot! Hann er þegar búinn að vera. En á þessu getur þú séð, af hverju við þurfum að koma að Byggðarenda, og tala við ungfrúna ? Þrisvar sinnum komist i lífsháska á þremur dög- um. Það var það, sem hún sagði. Við verðum að bregða skjótt við, Hastings. Hættan er rétt við dyrnar." II. KAFLI. Byggðarendi. „Poirot," sagði ég. „Eg hefi verið að hugsa." „Agæt æfing, vinur minn. Haltu áfram." Við sátum við lítið borð út við gluggann, og borðuðum hádegisverð. „Þessu skoti hlýtur að hafa verið hleypt af örskammt frá okkur. Og þó heyrðum við ekkert hljóð." „Og þú álítur, að í þessari friðsælu kyrrð, þar sem ekkert rauf þögnina nema öldugjálfrið, þá hefðum við átt að heyra skotið?" „Það eru líkur til þess." „Nei, það eru engar líkur til þess. Sum hljóð eru þannig, að maður venst þeim um leið og maður heyrir þau. 1 allan morgun, vinur minn, hafa hraðbátar verið á fleygiferð um höfnina. I fyrstii kvartaðir þú yfir þessu — eftir litla stund, tókstu ekki eftir því lengur. Eg er viss um, að það væri hægt að skjóta af vélbyssu, án þess að maður yrði þess var, þegar einn þessara bata er á ferðinni." „Já, það er satt." „Nei, sérðu," sagðí Poirot lágt. Ungfrúin og vinir hennar. Þau virðast vera að borða hérna. Eg er þá tilneyddur að skila hattinum. En það gerir ekkert. Málið er í sjálfu sér nógu alvar- legt til þess, að maður geti heimsótt ungfrúna út af því." Hann stóð rösklega á fætur, gekk hratt þvert yfir gólfið, hneigði sig og afhenti hattinn, I sömu andránni og ungfrú Buckley og samferðamenn hennar, voru að setjast að borðinu. Þau voru fjögur saman, Nick Buckley, Chal- lenger yfirforingi, og annar maður og stúlka. Þaðan, sem við sátum gátum við séð þau mjög vel. Við og við heyrðust hlátrasköll frá sjóliðs- foringjanum. Hann leit út fyrir aS vera mjög látlaus og mér leizt strax prýðisvel á. hann. Vinur minn var þögull og annars hugar, meðan á máltíðinni stóð. ÍSg reyndi að tala við hann, en fékk enga áheyrn og gafst því fljótlega upp. Hann sat áfram við borðið, Iengi eftir að hann hafði lokið við matinn. En um leið og ungfrú Nick og hennar samferðafélagi stóð upp, gerðl hann slíkt hið sama. Þau voru rétt að setjast við borð í forsalnum, er Poirot gekk til þeirra, mjög valdsmannslegur, og vék sér beint að ung- frú Nick. „Ungfrú, ég krefst að fá. að tala við yður." Stúlkan hleypti hrúnum. Ég skildi mæta vel til- finningar hennar. Hún var hrædd um að þessi, skrítni, litli, útlendingur, ætlaði að fara að verða til óþæginda. Eg gat ekki annaS en fundið til með henni, því ég vissi, hvernig þetta leit út .1 hennar augum. Hún gekk afsíðis með honum, þótt henni væri það bersýnilega nauðugt. Ég sá strax undrunarsvipinn, sem kom á and- lit hennar, um leið og Poirot hvíslaði einhverju að henni. Mér leið hálf illa á meðan á þessu stóð, fannst ég vera eins og glópur. En þá kom Challenger mér til hjálpar, bauð mér vindling og fór að tala um mjög hversdagslega hluti. Við höfðum mælt og vegið hver annan og niðurstaðan varð jákvæð hjá báðum. Eg sá, að ég var í öllu miklu likari honum en náunginn, sem hafði borðað með honum. Eg hafði nú tækifæri til þess að virða hann betur fyrír mér. Hann var hár, ljóshærður, fremur ST>Játrungslegur, með stórt nef. Hann var þóttafuHur i fasi og dxó sem, er hann talaði. Það var eitthvað fleðulegt við manmnn,. sem mér geðjaSist ekkí aS. Nú beindi ég athygli minni að stúlkunni. Húm sat andspænis mér í stórum stfit, og tók rétt X þessu af sér hattiirn. Hún hafði mjSg sjaldgæft útlit — líkust örþreyttri konu. Hún var með ljóst, eða því sem næst litarlaust hár, skiptu. yfir miðju enni og stroMð þétt aftur með höfð- inu, yfir eyrunum og sett í hnút í hnakkanum. Andlit hermax var náhvítt og magurt — en þó> óskiljanlega aðlaðandi. Augun voru Ijós grá, sjá- aldriS óvenjii stórt. Augnaráðið vax eihkennifega fjarrænt. Hún horfði lengi á mig. Allt i einu sagði hún. „Setjist þér — þangað til vinur yðax hefir lokið að tala við Nick." Rödtt hennar var tilgerðarleg og dauf — en þó viðfeldin — það var í henni eihhver einkenni- lega fallegur ómur. A mig hafði hún þau áhrif, að hún va?ri einhver langþreyttasta manneskjan sem ég hefSI hltt á lífsleiðinni. Það er að segja, andiega þreytt, en ekki likamlega, og eins og að henni fyndist lífið eúxtómt og einskis virði. „Ungfrú Buckley vax; svo vingjarnleg, að hjálpa vini mímrm í morgun, þegar hann datt og snéri á. sér öklann," sagði ég til útskýringar, um leið og ég settist. „Hún sagði okkur frá því." Hún horfði á. mig, og var eins og úti á. þekju. „Er nokkuS að fætin- um á honum núna, haldið þér það?" Ég fann, að ég roðnaði. „Þetta var aSeins smávegis skekkja í Uðnum," svaraSi ég. „Það gleður mig að heyra, að Nick hefir þá ekM skrökvað þessu öllu. Hún er, skal ég segja ySur, einhver sá mesti lygalaupur, sem til er. Furðanlegt — þetta er meðfætt." Ég vissi ekkert, hvað ég ætti að segja. Hún virtist skemmta sér við vandræði mín. „Hún er ein af elztu vinkonum mínum," sagði hún, og mér 'þykir alltaf trúmennska leiðinleg dygð, finnst yður það ekki? Aðallega notuð af Skotum — líkt og sparsemin. En Nick er ósann- sögul, er hún það ekki Jim? Til dæmis, þessi dásamlega saga um hemlana í bifreiðinni — og Jim segir, að það sé enginn fótur fyrir henni." Ljóshærði maðurinn sagði með mjúkri en þó hljómmikilli röddu. „Ég þekki dálitið til bifreiða." Erla og unnust- inn. Erla: Oddur — vinur! Því titrarðu svona, er þér illt. Þú ert eitt- hvað svo einkennilegur ? Oddur: Ó — hvað, nei, vina mín! Ég mundi bara allt í einu eftir því, að ég þarf að fara niður á skrifstofu og skrifa áríðandi bréf. Oddur: Þetta voru ljótu vandræðin! Eg ætlaði að fara að biðja hana að giftast mér, — en ég varð alveg mállaus af kviða. Oddur: Ja, nú veit ég, hvað ég geri! Ég skrifa henni biðilsbréf. Að mér skyldi ekki detta þetta í hug fyrr! Oddur: „Og svo lifum við eins og dúfur í hreiðri ... undirskrifað — þinn elskandi tilvon- andi húsbóndi. Oddur. Oddur: Ég veit, að ég verð ánægðasti maður- inn í öllum heiminum! Oddur: Og þá á ég ekkert frímerki! erfiðleikar, sem fylgja ástinni. Það eru miklir

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.