Vikan


Vikan - 29.04.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 29.04.1943, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 17, 1943 11 122 Framhaldssaga GIFT eða OGIFT Eltir Betsy Mary Croker „Sem ég er lifandi manneskja, hún grætur ekki! Hafíð þér nokkurn tíma heyrt slíkt og þvílíkt?" hrópaði frú Holt steinhissa. Hún, sem sjálf hafði grátið svo mikið, gat ekki skilið, að það er til sorg svo sár og djúp, að engin tár geta mildað hana. Loksins, er Madeline kom almennilega til sjálfs sín, var Lawrence allur á bak og burt. Hún fór ínn í svefnherbergi drengsins og aflæsti á eftir sér. Sorg hennar var táralaus. Söknuðurinn yfir missi barnsins varð margfalt sárari fyrir það, að henni fannst hún sjálf eiga einhverja sök á því, hvernig fór. Hún dvaldi svo lengi við dánarbeð drengsins, að frú Holt var orðin dauðhrædd um, að eitthvað hefði orðið að henni. Þegar leið að kveldi kom hún með te og bað Madeline að opna og drekka það. . „Vagninn, sem flytja á yður til London, bíður fyrir utan. Herra Wynne sendi hann. Nú skuluð • þér. drekka þetta, áður «n þér farið. Það er eng- inn bættari, þótt þér verðið veik líka." Henni tókst að lokum að fá hana til að opna, en teið gat hún varla bragðað, og það var fyrst eftir miklar fortölur, að hún fékkst til þess að fara heim. Frú Holt var vön að fá sínu framgengt. Hún sagði Madeline að nú skyldi hún fara heim og hvíla sig, en koma svo aftur, þegar jarðað yrði. „Þá það," sagði Madeline, einkennilega fast- mælt, og studdist upp við dyrastafinn, svo að hún dytti ekki. „Ég fer þá heim og segi pabba allt. Svo kem ég aftur á morgun." Og svo fór hún, án þess að hafa fellt eitt einasta tár við dánarbeð Harry litla. Þegar hún kom heim, líkari vofu en lifandi hianneskju, tilk'ynnti þjónninn henni að miðdegis- Verðurinn væri tilbúinn. Faðir hennar hafði verið i rúminu allan daginn. Þjónninn lét enga undrun í ljósi yfir útliti hennar, til þess var hann allt Of vel að sér í starfi sínu. Hún fór þó ekki inn að borða, heldur" beint í rúmið og þar var hún næstu sex vikurnar; hún hafði smitazt af barnaveiki við dánarbeð drengs- ins síns. Allir héldu, að henni hefði orðið kalt um kvöld- ið, fer ballið var, enginn af þjónunum sagði eitt Minnslu ávallt mildu sápunnar orð um ferðalag hennar, svo að það var algjört leyndarmál. Smátt og smátt tíndist allt starfs- .fólkið í burtu úr húsinu, er það fréttist, að Made- line væri með barnaveiki. Meira að segja Josefine fór líka og lét hjúkrunarkonu um að gæta Made- line. Að lokum var enginn eftir nema West gamli og einn eða tveir þjónar. Þeir voru fáir, gestirnir af dansleiknum, er spurðu um liðan Madeline, barnaveiki er hræði- legur sjúkdómur, sem allir eru hræddir við. En margir skrifuðu og létu í ljósi samúð sína, og í hvert skipti, sem West gamli kom í gildaskál- ann, hópuðust karlmennirnir i kringum hann og spurðu um líðan hinnar skemmtilegu og lífsglöðu dóttur hans. Þótt undarlegt megi virðast, var Wynne mála- flutningsmaður i hópi þeirra, er oftast spurðu og að því er virtist af mestum ákafa um líðan Madeline, og daginn, sem engihn hugði henni líf, kom hann meira að segja he'im í húsið til þess að spyrja um hana. Allt heldra fólk borgarinnar var fyrir löngu komið til baðstaðanna, aðeins Wynne var ennþá kyrr. West gamli hitti hann daglega í gildaskál- anum, og þvi oftar, sem hann sá hann, því betur féll hann honum í geð. Wynne spurði alltaf af svo mikilli samúð um líðan Madeline, sem hann þó varla þekkti, hlustaði af mikilli samúð á það, sem læknarnar höfðu sagt, og spurði, hvort eng- inn hefði neinn grun um, hvar hún hefði tekið veikina. En það voru ekki einungis veikindi Madeline, sem gerðu Robert West áhyggjufullan. Mikill hluti auðæfa hans var í stórhættu. Uggur manna í Ástralíu jókst stöðugt, og hann vissij að á hvaða augnabliki sem væri gæti hann orðið eignalaus maður, að heita mátti. Undir eins og Madeline yrði frísk, ætlaði hann að taka hana með sér til Astralíu, svo að hann gæti sjálfur fylgzt með málum sínum þar. - Hann gerði þegar ýmsar sparnaðarráðstaf- anir. Hann hætti við að kaupa skartgripi, sem hann var búinn að panta, seldi alla hesta sína nema tvo og sagði upp leigu á húsinu, sem þau bjuggu í. Það var allt of stórt, sagði hann, til þess að geta verið heimilislegt og þar að auki vantaði ýms þægindi. Strax og Madeline var ferðafær, fluttu þau til Brighton, og þar sem smithættan var liðin hjá, fór þjónustufólkið meS þeim. Þau settust að í einu bezta gistihúsi í borg- inni. Þann fyrsta september fékk Madeline í fyrsta skipti leyfi til þess að fara í smáökuferS. Hún var óneitanlega mikið breytt. Frísklegi litar- hátturinn- var horfinn, augun lágu djúpt og hún var kinnfiskasogin. Fegurð hennar hafði mjög látið á sjá. West gamli hafði svo mikið að gera í London, að það var auðvelt fyrir Madeline að komast úr bænum, án hans vitundar, og heimsækja frá Holt.- „Ég hefi verið véik, annars hefði ég komið fyrr," sagði hún frú Holt, er þangað kom. „Það er auðséð á yður," sagði frú Holt, óvenju þýðlega. „Já, það sést sannarlega á yður, aum- inginn, þér hafið elzt um mörg ár og eruð ekki annað en skinn og bein. 1 guðsbænum setjist þér!" bætti hún við, þreif lyklana sína og fór fram og sótti glas af vini handa Madeline, sem virtist "vera að hniga niður. „Nei, verið þér ekki að þessu, ég fer strax aftur. Segið mér aðeins, kæra frú Holt, hvar er Harry litli grafinn?" „Svona, fáið yður sæti," sagði frú Holt ákveðin og ýtti henni niður í stólinn. „Wynne ætlaði fyrst að láta jarðsetja hann í ættargrafreit sínum í Kent, en það var svo langt að fara, svo að hann lét jarða hann í kirkjugarðinum í Mark Norton og setja fallegan stein á leiðið." Svo Iýsti hún fyrir Madeline allri athöfninni og sagði að lokum: „Þvi eruð þér ekki svartklædd?" „Ég hefi ekki hugleitt það, ég hefi verið svo veik og haft um márgt að hugsa, en nú, er þér hafið minnzt á það, er ég ákveðin í að klæðast svörtu." „Ég er alveg hissa, að yður skyldi ekki detta það í hug. Það er þó venjulega það fyrsta, sem fólk gerir," sagði frú Holt efablandin. „Það getur vel verið, undir öðrum kringum- stæðum," sagði Madeline. „En nú verð ég að fara, kæra frú Holt. Þér hugsið illt um mig og eflaust á ég það lika skilið." „Ekki vil ég bera á móti þvi. Annars máyður og yðar likum standa á sama um álit mitt." „Þér voruð Harry litla svo góð, voruð honum allt það, sem ég átti að vera honum. Eg get ekki !9 c,-i fOi ¦bl .0 c 3 mm a Regum tannpasta hreins- ar fágar og gerir tennurnar hvitar. Skilur eftir hress- andi og frískandi bragð. Heildsölubirgðir: Agnar Norðf jörð & Co. h.f. Sími 3183. NUFIX varðveitirhár yðar og auðveldar greiðsluna. Eyðir flösu'og hárlosi. SCUfíF-DANURUFF HtmJy, comenkntt s,ife to carry HeildsölubirgSir: Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Lækjargötu 4. Sími 3183. síííEÉíd VESTUBGÖTU 14 - Sími 3632 Hef ir ávallt f yrirliggjandi: KÖKUR, BRAUÐ, KRINGLUR, TVlBÖKUR o. fl. Sendum gegn póstkröfu um land allt. • Góðar vörur. • Sanngjarnt verð.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.