Vikan


Vikan - 29.04.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 29.04.1943, Blaðsíða 4
VIKAN, nr. 17, 1943 Á síðustu stundu — Thit Jensen er f rægur danskur rithöf undur. Hún hef ir í bókum sín- um f jallað um ýms alvörumál þjóðfélagsins. Hún er frægur fyrir- lesari og varð landskunn fyrir bók sína „Lykkeligt Ægteskab". Agnes Bagge lokaði dyrum verzlunar- innar á eftir móður sinni og yppti öxlum óþolinmóð — alltaf var það þetta sama — fyrst systir hennar, svo móðirin. En, — hún var þó orðin fullorðin stúlka, gjaldkeri stórrar verzlunar — og hún sá, hvað skeði í kring um sig. Það var þessi Severin Bock, sem öll fjölskylda hennar hafði í flimtingum og var alltaf með á milli tannanna. — Var það kannske hennar sök? Hún gat ekki verið eins og mannafæla. Þrátt fyrir það hafði hún reynt að draga sig í hlé. Hún fór að gera upp viðskipti dagsins. Það var orðið framorðið og hún átti að skila peningunum heim til forstjórans,, sem lá í kvefi. Og fyrirtækinu var lokað það kvöld og afgreiðslustúlkurnar réttu úr sér eftir erf iði dagsins og það hvíldi einhver drungi yfir fólkinu, þegar forstjórinn var frá. En kassinn hennar Agnesar Bagge var alltaf í beztu reglu, og eftir að hafa talið pen- ingana, setti hún seðlana í umslag og smápeningana í annað, vafði svo bæði umslögin í pakka og stakk honum í kápu- vasa sinn. Þegar hún kom fram fyrir spegilinn, lagaði hún hattinn og snyrti sig og hið hressilega andlit hennar lýsti gegn um blæjuna, og ákveðnir drættir mynduðust kring um munninn — og djúp hrukka milli höku og neðri varar. Agnes fékk orð fyrir að vera ákveðin stúlka, og það var hún, þegar fjölskylda hennar byrjaði að níða Severin Bock í áheyrn hennar. Og hún dró enga dul á það með sjálfri sér, að hún var ástfangin af Severin Bock. Hún vildi heldur ekki neita því, að hefði það verið einhver önnur, sem hefði fellt ástarhug til manns, með feril Severin Bocks að baki sér — og þó sérstaklega hefði sá haft munnsvip hans — hefði hún sagt, að hann væri stór, ljótur og rudda- legur. Og hefði einhver önnur átt í hlut en hún sjálf, hefði hún verið alveg hissa. En nú var það hún sjálf, sem átti sökina og hún hló að þessari yfirsjón sinni, — það voru nógir til að kasta steinum og setja blett á mannorð hennar með lausmælgi. Severin Bock hafði fyrst hrifið hana með söng sínum. Og hún hafði ekki verið nógu sjálfstæð. Lífsreynsla hennar var of bund- in við peningakassann, sem hún hafði stað- ið við í níu ár — hún kom í verzlunina, þegar hún var fimmtán ára og hafði stöð- ugt verið þar síðan. Og nú hafði hún öll peningaviðskipti SMÁSAGA eftir THIT JENSEN fyrirtækisins í sínum ráðvöndu höndum, og forstjórinn, sem var fjármálamaður, hafði stöðugt hækkað við hana kaupið. Hún hafði fyrst heyrt Bock syngja á heimili systur sinnar og það virtist ætla að vera örlagaríkt fyrir hana. Fyrst hafði hann sungið „Glunta", og á eftir viðkvæma ástarvísu. Agnes var laus við alla hugaróra, en söngur hans ómaði í sál hennar og þótt hún fegin vildi, gat hún ekki staðist þau áhrif. Hann hafði mikla hæfileika til að verða söngvari og rödd hans var frábær. En hann kunni ekki að beita henni, eftir því sem mágur hennar sagði. Og mágurin hélt því einnig fram, að hann hefði séð Bock úti á götu að næturlagi í handalögmálum. Og svo hafði hann fengið hjá henni pen- inga að láni. En mest af öllu særði drykkjuskapur hans hana. En ef hann vildi, gat hann orðið frægur maður. Þótt hún væri að leið- beina og hjálpa honum, var hann ávallt að brjóta eitthvað af sér. En hann var alltaf að fá hjá h'enni pen- inga — hún vildi ekki kryfja það athæfi sitt til mergjar — hún gat ekki annað, en ávítt sjálfa sig, og hún vissi, að hann hefði reynt allar leiðir, áður en hann leitaði til IIIIIIIIIIIIMI ........mnim.........' VITIÐ ÞÉR ÞAÐ? 1. Hver orti þetta erindi: Ég er sem brot úr raunalegu rími, rokkhljóð í hólnum fyrir austan bæinn, atvik, sem geymir löngu líðinn tími, leiftrandi nótt, sem felst á bak við daginn. 2. Hvaða á er lengst í heimi? 3. Hvar er þessi setning: „... en því at eins er Kjartani fullboðit, ef hann fær góða konu"? 4. Hver var Frederik Paludan-Miiller ? 5. Hver stofnaði Haukadalsskóla og hve- nær var það ? 6. Hvaða eyja við suðvesturströnd Ind- lands er fræg fyrir teframleiðslu ? 7. Hvað er langt frá Reykjavík til Eski- fjarðar? 8. Hvað er léttasta efni, sem til er? 9. Hvað merkir orðið „marfjöll" í fornu máli? 10. Ef maður grefur gröf, sem er meter á lengd, meter á breidd og meter á dýpt á einum klukkutima, hvað er hann þá lengi að grafa gröf, sem er 2 metr- ar á lengd, breidd og dýpt? Sjá svör á bls. 14. ¦ ¦¦iimiiiiiiiMMiiiiiiiiimMiuiiiiiMiiiimiimiiiii .....IIIMIMMIMIMIimilllll hennar, hann hlaut að vera skuldugur — hann varð oft að sníkja sér fyrir kaffi — og leitaði til hennar — svo var ást hans auðvirðileg. Og þegar hún kom heim til hans heyrði hún sönginn, þrátt fyrir hávaða götunn- ar og henni fannst blóðið ólga í æðunum og.fann til falslausrar gleði. Það hlaut að búa eitthvað í manni, sem hafði þau áhrif á hana. Þegar hún var á heimleið þetta kvöld og stödd í aðalgötunni, birtist hann allt í einu mitt í mannf jöldanum. Hann stakk hendinni undir handlegg hennar og tók hönd hennar í sína. „Gott kvöld, Agnes," og hann brpsti vingjarnlega. Agnes brosti ástúðlega, en varð svo alvarleg. Severin Bock var ekki laglegur; hann hafði ljós augu og andlitsdrættirnir minntu á ref — og svo þessar djúpu hrukkur umhverfis munninn. Þær voru hræðilega ruddalegar. Agnes fann til mikillar gleði og stríddi Bock af mestu ánægju. Hún horfði á járnbrautarvagnana bruna og gulsvartan reykinn, sem þeir skildu eftir í loftinu og gneistana, sem mynduð- ust við sporin. Það minnti hana á sumar- kvöld í sveitinni, þegar hún einu sinni sá mann á reiðhjóli fara niður mosabrekku og döggin þyrlaðist upp og sólin gyllti hana í öllum regnbogans litum. Hún útmálaði þessa fögru sýn fyrir Bock og vissi ekki af fyrr en hún var komin heim til forstjórans. Það var garð- ur fyrir framan húsið. Severin Bock fór inn í gegnum trjágöngin, en þegar hann kom að tröppunum, sem lágu upp að hús- inu, rétti hann henni höndina í kveðju- skyni. Og hann stóð lengi með hönd henn- ar í sinni ög beygði sig niður að andliti hennar. „Góða nótt," hvíslaði hann og horfði í augu hennar. Hinn ófríði munnur hans opnaðist og lifnaði, eins og á svöngu dýri, sem finnur til sultar. Hann gat ekki leynt þrá sinni eftir unaðslegum vörum og ástar- atlotum hennar. Það átti ekki við hana. Hún hallaði til höfðinu og beið þess í eftirvæntingu, að hann bæði hennar. Hann sagði ekkert, hélt áfram að þrýsta hönd hennar, og hjörtu beggja hömuðust í brjóstunum. Hún vildi gjarnan, að hann kyssti sig. Hún þráði þennan karlmann- lega munn, þessar rauðu varir. Það voru ómótstæðileg áhrif. Severin Bock sleppti hönd hennar og dró sig í hlé. „Sjáumst á morgun," sagði hann og úr Ijósu augunum hans mátti lesa, sársaukablandna lotningu og ást. Þau kvöddust og hún gekk upp tröpp- urnar. Á morgun----ef til vill, hugsaði hún. 1 f orstof unni lagði húh af sér hanzka og veski og gekk svo inn til forstjórans til að gera upp viðskipti dagsins. Hann var í borðstofunni og heilsaði' glaðlega þegar hún kom inn, og spurði um Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.