Vikan


Vikan - 03.06.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 03.06.1943, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 22, 1943 Hurðin út í garðinn opnaðist, og ungfrú Ann kom inn. Hún var lagleg, eldri kona, með mikið, snjóhvítt hár, og fínlega og hreina andlitsdrætti. Faðir hennar, Carvel óðalsbóndi, hafði eitt sinn verið rikur, en missti allt sitt í gróðabralli, og varð að selja ættaróðal sitt í Kent. Þá var Ann smábarn, svo hún hafði aldrei vitað, hvað það var að vera rík. En hún var hreykin af fyrri frægð ættarinnar, og hún lifði í endurminningun- um um, að fyrir hundruðum ára bjó fjölskyldan Carvel við auð og allsnægtir á Elm Court. Hún leit fljótt á frænku sina um leið og hún kom inn. Hún hafði búizt við allt öðru útliti. „Nú?“ spurði hún með ákafa. „Sagði Howard ekkert? Eruð þið ekki trúlofuð?“ Það varð löng þögn. Úti í garðinum sungu fuglarnir, og ilminn frá blómunum lagði inn í gömlu, hlýlegu stofuna. „Nei,“ svaraði Barbara. „Honum þykir ekki þannig vænt um mig, Ann frænka. Við erum bara góðir vinir.“ Barbara andvarpaði. Hún vissi að frænka henn- ar starði á hana, máttlaus af undrun, og sár- hrygg yfir þessum endalokum. Barbara fann blygðunarroðann breiðast yfir andlit sitt. „Já, Barbara litla, Howard hefir komið skamm- ariega fram gagnvart þér! Táldregið þig — og okkur öll, að vissu leyti." Hún þagnaði stundar- kom, og bætti síðan við: „Mundir þú ekki hafa beðið eftir honum, bam? Elskarðu hann ekki?“ Barbara ypti öxlum, óþolinmóðlega. „Ég veit það ekki, Ann frænka. Ég fullvissa þig um að ég veit það ekki. Við emm eiginlega bara góðir vinir.“ Barbara stokkroðnaði um leið og hún sagði þetta, hún vissi vel, að hún skrökvaði, og ungfrú Ann vissi það líka, og hristi höfuðið alvarleg á svip. „Barbara, þú skalt ekki reyna að gabba mig, þér tekst það ekki. Þér þykir vænt um Howard, og það er mjög skiljanlegt. Hann hefir verið á hælum þér í mörg ár, og á skilið fyrirlitningu allra, fyrir breytni sína gagnvart þér. Hann hefði ekki þorað að koma svona fram, ef að þú hefðir átt föður eða bróður!" Ungfrú Ann skalf af reiði. „Allir munu tala um þetta," hélt hún áfram, og léttur reiðiroði hljóp fram í gamlar kinnarn- ar. „Allir munu tala um skammarlegt framferði Howards! Það héldu allir að hann elskaði þig. Og nú mun fólkið vorkenna þér! Ó, Barbara, ég er honum svo reið!“ Hún handlék gamla tóbaksdós, sem langalang- afi hennar hafði átt. Geðshræring hennar var auðsæ, þó leið hún ekkert, móts við Barböru. Á þessu augnabliki iá við að hún hataði Howard, fyrir niðurlægingu þá, er hann hafði valdið henni, og hún fann að sér mundi reynast auðvelt að gleyma honum. En hvemig gat hún fengið aðra til þess að trúa því? „Ann frænka, vertu ekki svona heimsk, að álíta, að þetta snerti mig svo mjög. Ég get full- vissað þig um að mér er eiginlega alveg sama.“ Hún rétti úr sér og leit djarflega framan í frænku sína. „Það er ekkert á milli mín og Howards, og hefir aldrei verið. Við erum aðeins vinir. Þú trúir mér ef til vill ekki núna, en þegar ég trú- lofast einhverjum öðrum, muntu sannfærast. Ekki satt?“ „Jú, þá mun ég trúa þér,“ svaraði ungfrú Ann, „en fyrr ekki.“ Barbara varð blóðrjóð. „Ágætt, Ann frænka, ég skal trúlofa mig sem allra fyrst, svo að þú getir sannfærst um að ég sakna Howards ekki, og að hann hafi ekki kramið hjarta mitt.“ Rödd hennar var áköf og hún var þrjóskufull á svipinn. Frænka hennar virtist ekki taka eftir því. Hún kinkaði kolli, samþykkjandi. „Ekkert gæti glatt mig meira, Barbara," sagði hún. „Ég vildi mikið til þess gefa, að vinir okkar álitu ekki að hjarta þitt sé sundurkramið. En hvaðan ætti mannsefnið að koma, getur þú sagt mér það?“ II. KAFLI. „Ég þakka þér kærlega fyrir aö þú komst, að heimsækja mig, kæra Barbara! Það er fallega gert af þér, og ég veit að það gleður Howard, þegar hann fréttir það.“ Frú Burton brosti raunalega, um leið og hún leit á Barböru og lagði magra höndina á hand- iegg ungu stúlkunnar. Þær stóðu í útidyrunum á húsi frú Burton. „Ég veit að þú skilur það, Barbara, að ég sakna Howards óstjómlega mikið," hélt gamla konan áfram, í trúnaðarróm. „Þess vegna er mér svo mikil huggun í því að tala við þig — það er líkt ástatt um okkur báðar.“ Ósjálfrátt yppti Barbara öxlum. Hún kom hingað í dag, af því að hún hafði lofað því — og Barbara efndi allt, sem hún lofaði — en það var hræðilegt fyrir hanna að finna, hversu örugg frú Burton þóttist um það, að hún elskaði son hennar. Á meðan þær sátu að tedrykkju, lét gamla konan það margsinnis í ljósi, þó ekki með berum orðum, að hún vissi um leyndar- mál hennar. „Þér venjist við að vera án hans, þegar frá líður,“ sagði Barbara kuldalega, „og svo skulum við vona að gæfan verði honum vilholl, og að hann komi heim sem rikur maður. Nú verð ég að kveðja," bætti hún því næst við. „Ann frænka fer að undrast um mig, allt hvað líður.“ „Jæja — þá er ekki vert að ég haldi í þig!" Frú Burton fylgdi gesti sínum niður garðstíginn. Hún var há, ljóshærð og þreklega vaxin, með vingjamlegt andlit og mjög blátt áfram í fasi. „Ó — mér finnst vera heil eilífð síðan Howard fór — og svo er ekki lengra síðan en í gær! Finnst þér ekki líka langt síðan ? Saknar þú hans ekki óstjórnlega, Barbara litla?" Barbara hristi höfuðið. „Nei,,“ svaraði hún, „ég get eiginlega ekki sagt að ég sakni hans svo mjög. Nú, en hann er nú heldur ekki neitt skyldur mér — aðeins gamall vinur." Þessi mynd er af M. W. Clark, hershöðingja, yfir- manni landhers bandamanna í Bretlandi og lr- landi. Þegar innrásin var gerð í Afríku, var hann næsti maður Eisenhower yfirhershöfðingja. Erla og unnust- inn. Oddur: Fyrst að hún er reið við mig, þá verð ég að Oddur: Ef ég ætla að skrifa — þá er hér penni, sem hún gleyma henni, það er bara svo erfitt; allt hér hefir hún hefir gefið mér, — gefið mér. . * Oddur: Bara að hún vildi tala við mig — en nei; — hvemig getur hún fengið sig til að gera mig svo óhamingju- saman. Jakob: Hvað er að þér maður? Það er ekki sjón að sjá þig. Oddur: Kærastan mín er reið við mig, og vill ekki tala við mig —. Jakob: Drengur! En þú gæfusamur að eiga slíka stúlku. — Konan mín er búin að vera reið við mig í þrjár vikur, og allan þann tíma hefir hún verið símalandi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.