Vikan


Vikan - 03.06.1943, Blaðsíða 14

Vikan - 03.06.1943, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 22, 1943. kominn á svo nefnda „Teigabrún“ fyrir ofan Staðarbæ, sá hann, hvar Þjóðbrók fór á eftir sér með hákarlskippu og æpti að honum: „Hákarlinn, Gissur, hákarlinn, Gissur, 15 ára gamall.“ En hann rann undan, sem fætur toguðu, unz hann náði til kirkju á Stað; braut hann upp hurðina og tók í klukkustrenginn og hringdi, og barg það honum; því jafnan varð tröllunum hverft við klukknahljóðið. Skessan hvarf í burtu í það skipti, en jafnan sat hún um Gissur eftir það og leitaðist við að fá hefnt sín á honum, og það vissu heimamenn; voru þvi hafðar gætur á honum og hann aldrei látinn einn vera. En einu sinni var hann að fjósaverkum og var þá enginn heima- manna hjá honum. Kom Þjóðbrók þangað, réðst á Gissur og rotaði hann loks á flórhellunni. Þjóð- brók á að hafa dagað uppi í Þjóðbrókargili. (Vestfirzk sögn). Þorleifur beiskaldi. Þorleifur bjó í Hítardal allt fram um 1200', eftir því, sem annálar segja. Hann var höfðingi mikill og kemur mjög við sögu seinni tima. Um hann er og þessi saga. Þorleifur var svo auðugur að gang- andi fé, að enginn ketill var svo stór, að hann tæki alla málsmjólkina undan kúnum hans. Kona hans bað hann því að fara í næsta kaupstað, til að reyna, ef hann fengi keypt ketil nógu stóran. Þorleifur fór og leitaði fyrir sér um ketijinn hjá mörgum kaupmönnum, en það var árangurslaust, því enginn þeirra gat selt honum svo stóran ketil. Loksins kemur til hans maður, er Þorleifur þekkti ekki, og býður honum ketil geipistóran; en eins voru kaupskilmálar hans óvanalegir, eins og vara sú, er hann lét fala. Hann áskildi sumsé sér fyrir ketilinn kálf undan kvígu einni, er Þorleifur átti, þegar hún bæri, og þar með skyldi bóndi ala kálfinn í 3 ár, og kvað maðurinn líf hans mundi við liggja, ef hann brygði af því. Þorleifur gekk að þessum kaupum, því þó honum þættu þau und- arleg, litust honum þau þó góð, og fer heim með ketilinn. Líður nú að því, er kvigan ber, og er það bolakálfur, er hún á. Kálfurinn var bæði stór og fallegur. En þegar hið fyrsta ár varð hann úfinn og illur viðfangs, og annað árið svo mann- ýgur, að Þorleifur hélt það bezt af ráðið að drepa hann, þótt loforð hans stæði í milli. Þegar það ár var liðið, var þrivegis barið að dyrum hjá hon- um, eins og einhver væri seint á ferð, er vildi beiðast gistingar. Gekk svo einn heimamanna út, en sá engan. Var þá aftur barið og fór annar út, og var engan að sjá. Þegar barið var hið þriðja sinn, vildi enginn heimamanna Þorleifs verða til þess að ganga út; hann fór þvi sjálfur til dyra, þótt hann grunaði þegar, að útséð væri um sig. Hann kom ekki heldur aftur; en daginn eftir mátti rekja blóðferilinn frá bænum og að hól ein- um þar nálægt, og hingað og þangað um dalinn sáust tætumar af líkama Þorleifs og fötum hans, og er sagt, að mörg ömefni í dalnum séu af því dregin. Að geta hve margar árar eru á borði. Strákastirtla er tekin og allur fiskurinn étinn og skafinn vandlega af dálkinum. Því næst er honum bmgðið upp fyrir þeim, sem vill hætta til að geta hve margar álmur (angiljar) em á hon- um öðru megin og sagt: „Gettu hve margar árar em á borð.“ „Til hvers er að vinna?“ spyr sá, sem geta skal. „Sess í skála, sæng í baðstofu, ketfat á borð, kopp á skör könnu á hillu, friða mey fyrir ofan þig á hverri nóttu, ef þú vinnur, en ljóta, leiða, langa og ófríða fyrir fram- 185. Vikunnar. Lárétt skýring: 1. vélar og verkfæri. — 13. hæðir. — 14. þær sem ég á. — 15. skelfing. — 16. sverð. — 18. bullar. — 20. tóm- ar. — 23. kaf. — 25. undirstöður. — —- 27. hagnýta. — 29. spmttu. — 30. gekk. ------31. himintungl. — 32. rof. — 34. fjömgar. — 36. hnupplaði. — 37. elta. -— 39. bönd. -i- 41. litu. — 42. á segli. -— 44. fjölda. — 46. liða- mót (flt.) — 49. bergtegund. — 51. plata. — 53. loðdýr. -—- 55. mikil. —• 56. forskeyti. — 57. sig. — 58. sam- komu. — 60. glas. — 62. hæversk. — 63. stækkaða. — 65. hryssingur. — 67. ber. — 68. verzlunarfyrirtæki. — 70. miklu. — 72. hlassið. — 75. greftmnarsiður. Lóðrétt skýring. 1. hljóð. — 2. forsetning. — 3. fæðutegund. — 4. sopi. — 5. eykst. — 6. gangur. — 7. sk.st. — 8. strik. — 9. yndi. — 10. heyið. — 11. fé. — 12. tala. 17. auga. —• 18. óþekkt. — 19. tuskur. ■— 20. pen- ingar. — 21. ofstopi. — 22. mylznu. — 24. högg- vopn. — 26. geimur. — 28. geira. — 33. eldhús- áhaldið. — 34. þrekleysi. — 35. menn. — 36. fugl- ar. — 38. skop. — 40. vond. — 43. Það sem er fráleitt. — 44. ekki eins stórt. -— 45. fiskur. — 46. sterk. — 47. bind. — 48. taka til handar- gagns. — 50. sagnmynd. — 52. vætla. — 54. kona. — 59. hrista. — 60. færa. — 61. böggull. — 62. verzlun. — 64. þvottaefni. — 66. skák. — 69, atviksorð. — 70. einkennisbókstafir. — 71. ending. — 72. örvita. — 73. tveir sérhljóðar. — 74. teng- ing. Lausn á 184. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 2. ranghverfur. — 12. óró. — 13. áin. — 14. árs. — 15. ró. — 17. M. A. — 18. að. — 19. gr. — 20. næ. — 21. ærin. — 24. gára. — 26. að. — 27. atað. -—• 29. napur. — 31. raul. — 33. viku. — 34. nurla. — 35. orða. — 36. una. — 38. mór. — 39. erg. — 40. rak. — 41. afa. —- 42. iði. — 43. nú. — 44. rá. — 45. ól. — 46. L. V. — 47. æfa. — 49. íss. — 51. íla. — 54. kar. — 55. stó. — 56. fat. — 57. reit. — 59. stutt. — 61. nagi. — 63. niða. — 64. varta. — 65. græt. •— 66. ær. — 67. gnoð. — 69. ilma. — 71. fa. -— 72. fs. — 73. ey. — 75. án. — 76. il. — 77. ært. — 78. em. — 80. Sif. — 82. æðardúnninn. an þig, ef þú tapar. Nú spyr sá, sem ætlar að geta, hverjar stúlkumar séu, og er það ákveðið; er valin fríð stúlka og fönguleg, ef hann gæti rétt, en hræmileg herfiskrolla að öðmm kosti. Að því búnu er dálkinum brugðið upp einu sinni, tvisvar eða þrisvar, eftir þvi hvort dálkstykkið er langt eða stutt, og getur sá sem geta skal, eftir því sem honum þykir líklegast, en bætir við töluna „og tvær í innstað, hvort það er af eða á". Hann getur t. d. upp á 12 og tveimur í innstað o. s. frv., og þýðir það einhverja tölu á milli 10 og 14. Þessa þýðingu hefir „í innstað", hver tala sem nefnd er. Ef rétt er getið, liggur fallega stúlkan laus og öll gæðin, sem talin em, en að öðrum kosti er ómögulegt að komast hjá herfiskrollunni. Svar skáldsins. Oscar Wilde, frægt enskt skáld, var eitt sinn kallaður sem vitni í málaferlum í London. „Drekkið þér „whisky“?“ var fyrsta spum- ingin, sem lögð var fyrir hann. „Læknir minn hefir forboðið slíkt,“ svaraði rit- höfundurinn. „Kemur ekki málinu við, hvað læknir yðar segir,“ hreytti málsækjandinn út úr sér. „Nei, ég tek heldur ekkert tillit til þess," var hið tviræða svar. Lóðrétt: 1. bamavemdamefnd. -— 2. ró. — 3, armæðuha. — 4. nóar. — 5. há. — 6. vit. — 7. en. — 8. fáar. — 9. urðarorð. — 10. rs. — 11. verð- lagsvísitalan. — 16. óæti. 19. gauð. — 22. inn., — 23. nauma. — 24. gulra. — 25. ára. — 28. akur. — 30. prófastur. — 32. argi. — 37. akrar. — 39., eilíf. — 47. ækið. — 48. fatagerð. — 49. ístað. — 50. sótti. — 52. langanir. — 53. afar. — 58. eirs. — 59. svo. — 60. tal. — 62. gæfi. — 68. nyta. — 70. mási. — 74. frú. — 77. æ, æ! — 78. Ed. — 79. N. N. — 81. fn. Svar við orðaþraut á bls. 13: VORDAGAR. VOLG A OFINN RÓÐUR DÓMUR ASN AR G ARG A ASK AR ROP AR Ævintýri Georgs. Skeytið hljóðar þannig: Setjið ykkur ekki í ofmikla hættu. Georg. Svör við spurningum á bls. 4: 1. Ibúatalan er 450 milljónir og 90 milljónir taldar ólæsar. 21 Látra-Björg (1716—1784). 3. Sú japanska, sögð vera frá því árið 660> f. Kr. 4. 643 km. 5. Heinrich Heine, þýzkt skáld. 6. 81.657.800 ferkílómetrar. 7. Árið 1940. 8. Nelson. 9. St. Péturskirkjan í Róm. 10. 300.000 kílómetrar á sekúndu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.