Vikan


Vikan - 03.06.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 03.06.1943, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 22, 1943 Shirley Temple í ýmsum 13 Kennslukona í atvinnuleit . Framhald af bls. 4. byrjaði að spyrja hana um fyrra líf henn- ar. Eftir nokkra mínútna yfirheyrslu stóð hún upp og sagði, að maðurinn sinn væri búinn að ráða eldri konu, er þau þekktu vel. Því næst kvaddi hún og sigldi hrað- byr út úr stofunni. Nancy var þungt í skapi og örvænti um hag sinn. Alls staðar mótlæti. Er hún kom út í anddyrið, stóð vingjarnlega stofustúlk- an þar og brosti, brosi sem erfitt var að átta sig á. Ætla mætti að húsmóðirin hefði nýlega ávítað hana, og að hana langaði að hefna sín. Þess vegna hvíslaði hún að Nancy: „Nel, ungfrú, þér eruð of ungar og fallegar! Hún vill, að sonur hennar kvæn- ist ljótri, ríkri stúlku og þess vegna ér hún hrædd *.. þess vegna er hún líka bú- in að segja mér upp vistinni.“ Nancy gat ekki varist brosi, þótt hún væri hrygg. Á leiðinni út hljómuðu orð stúlkunnar í eyrum hennar: ,,Of ung, of falleg! Á ég fyrir þá sök eina að svelta í hel!“ Er hún kom út, mætti hún ungum pilti, sem heilsaði henni mjög vingjarnlega. Það var Erik Frederiksen. Hún tók kveðju hans og flýtti sér heim. Hún leit hvorki til hægri né vinstri, og hafði því engan grun um að ungi maðurinn fylgdi henni eftir, og lagði á minni sér dyrnar, er hún hvarf inn um. Daginn eftir fór Nancy til frú X, sem var ekkja, og hafði auglýst eftir stúlku til þess að kenna sonardóttur sinni. Þessi gamla kona var mjög vingjarnleg og spurði Nancy hvert hún hefði lengi reynt til að fá vinnu. ,,Já, ég hefi því miður verið að reyna það, síðastliðnar f jórar vikur. Annað hvort hefi ég komið of seint, eða þá ...“ „Já, ég skil!“ sagði gamla konan í hreinskilni. „Ég þori heldur ekkí að taka yður, enda þótt ég þykist þess fullviss af útliti yðar, að þér mynduð vera prýðisvel til þess fallnar að umgangast sonardóttur mína. En sjáið þér til — tveir yngstu synir mínir eru heima . . . og til þess að forðast vandræði, er ég tilneydd að taka gamla kennslukonu. — Þetta er víst venjan. — Okkur konum þykir ánægjulegt að horfa á ungar og fallegar stúlkur, en við erum hræddar um sálarrósemi manna okkar og sona, og þess vegna þorum við ekki. Þess vegna veit ég, að yður mun ganga erfið- lega að fá heimiliskennarastöðu. — Farið að mínum ráðum og reynið heldur að kom- ast að við einhvern skóla!“ Og með þessum orðum þrýsti hún hönd Nancyar vingjarnlega og fylgdi henni út. Einn daginn mætti hún Erik Frederik- sen og varð að taka kveðju hans. Upp frá þessu leið varla sá dagur að hún ekki sæi hann. Ávallt heilsaði hann, og einn dag, er þau hittust í garði einum, ávarpaði hann hana, og fyrr en varði höfðu þau tekið upp þráðinn, þar sem honum lauk, er þau töluðust við í fyrsta skiptið. Er þau nokkru síðar skildu og héldu sitt í hvora áttina, nam Erik staðar og horfði löngunarfullum augum á eftir henni. Hann undraðist það með sjálfum sér, að bláókunnug stúlka, sem hann ekkert vissi um, skyldi allt í einu hafa náð svo miklum tökum á hug hans. Nokkrum dögum seinna heimsótti hann Nancy. Hún varð mjög undrandi, er hún sá hann, og bað hann í guðanna bænum að hugsa bæði um mannorð sitt og unn- ustuna. „Unnustuna?“ hrópaði Erik, undrandi. „Eg veit ekki til þess að ég sé trúlofaður! Vissulega veit ég að mamma vildi gjarn- an að svo væri — en það er hvort tveggja, að ég er ekki aðeins myndugur — heldur líka svo hitt, að ég er mjög viljasterkur, og ætla mér að kvænast af ást, þegar þar að kemur. Ekkert vildi ég síður, en að fólk fengi ástæðu til þess að tala um yður, en ég þrái að fá að kynnast yður, þér hafið stöðugt verið í huga mér, frá því að við fyrst sáumst.....“ Og nú getum við farið fljótt yfir sögu. Nancy fékk bráðabirgðastöðu við skóla einn og hálfu ári seinna var hún trúlofuð Erik Frederiksen. Strax og hann hefir lokið prófi og fengið framtíðar atvinnu, gifta þau sig, þrátt fyrir öll mótmæli móður hans. | Dægrastytting I ^jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii n ... ll■ll■■l■■■■lll■lll■lll■llllm^ Orðaþraut. OLGA FINN ÓÐUR ÓMUR SN AR ARG A SK AR OF AR Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf, þannig að séu þeir stafir lesnir ofan frá og niður eftir, myndast nýtt orð, og er það heiti á dögum á sérstakri árstið. Sjá svar á bls, 14. Ævintýri Georgs í kínverska sjóræningjabænum. 14. Næsta skeyti frá Georg var svohljóðandi: • • • • ' • Sjá lausn á bls. 14. Þjóðbrók. Skessan Þjóðbrók átti bústað í því gili, er við hana er kennt síðan og kallað Þjóðbrókargil, það er vestanvert í Selárdal. Ekki eru neinar sagnir til um hana, nema þessi, sem á eftir kemur. Gissur hét húskarl á Stað, er Þjóðbrók vildi fá til sín, er hann var í fjárleitum, en hann gaf eng- an kost á því, nema því aðeins, að hún útvegaði sér 15 ára gamlan hákarl, en gaf henni mánaðar frest. Síðan fór hann til hennar og var hjá henni mánaðar tíma; þótti henni hann of smávaxinn til að eiga svo stórfengilega konu, sem hún var, og togaði hann því mjög, svo hann varð miklu hærri en áður. Síðan bjóst Þjóðbrók að heiman, til þess að útvega hákarlinn. En er hún var á burt farin, strauk Gissur frá híbýlum hennar, og hélt heim til sín yfir skamman fjallveg. En er hann var

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.