Vikan


Vikan - 29.07.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 29.07.1943, Blaðsíða 4
4 Húii vorkenndi honum og ætlaði að gera góðverk — Bjarnargreiði. Fröken Martha átti litla brauðsölu í hornhúsi við eina götu bæjarins. Það voru þrjár trétröppur upp af götunni og inn í búðina, og í hvert sinn og hurðin var opnuð hringdi bjalla, sem gaf fröken Mörthu til kynna að viðskipta- vinur biði fyrir framan búðarborðið. Fröken Martha var fjörutíu ára, góð- hjörtuð og viðkvæm kona, og þótt hún hefði falskar tennur í efri góm, var það á engan hátt til þess að spilla útliti henn- ar, hún var langt frá því að vera ófríð, og víst er um það, að mörg konan á henn- ar aldri hefir giftzt, sem hefir haft minna til síns ágætis heldur en fröken Martha — fyrir nú utan þessar 8 þúsund krónur, sem hún átti í bankabókinni sinni. Tvisvar og þrisvar á viku hverri kom í búðina til fröken Mörthu maður, sem hún veitti alveg sérstaka athygli. Hann var að sjá miðaldra, með gleraugu og vel- hirt alskegg. Það var hreimur í rödd hans, sem benti til þess að hann hefði dvalið fjærri ættlandi sínu. Föt hans voru snjáð, en þokkaleg, hann var alltaf hreinn og snyrtilegur, og framkoma hans mjög kurteis og fáguð. Þessi maður keypti alltaf tvö gömul franskbrauð í búðinni hjá fröken Mörthu, og lét hún hann hafa þau fyrir sama verð og eitt nýtt kostaði. Annað keypti hann aldrei. Eitt sinn þegar hann kom að kaupa brauðin sá fröken Martha, að það voru brúnar og rauðar málningaslettur á hönd- um hans. Nú þóttist hún vera búin að fá sönnunina um þennan mann: Hann mundi náttúrlega vera listmálari, og eflaust mjög fátækur. Ef til vill mundi hann búa einhverstaðar einn síns liðs í litlu og köldu kvistherbergi, og mála þar myndir sínar, og borða gamalt og hart brauð sér til viðurværis. Og að sjálfsögðu mundi hann vera henni þakklátur fyrir að láta hann hafa brauðin fyrir hálfvirði. Oft og mörgum sinnum, þegar fröken Martha sat við matborð sitt og borðaði ljúffengan mat og glæný brauð úr búðinni sinni, óskaði hún þess með sjálfri sér, að það væri kominn biti til vesalings fátæka málarans, í staðinn fyrir þurra og harða brauðið, er hann yrði að leggja sér til munns. Fröken Martha var svo sem áður er sagt sérstaklega brjóstgóð og nær- gætin kona. Til þess að ganga úr skugga um, hvort álit sitt væri ekki rétt, um þennan mann, að hann væri listmálari, tók fröken Martha einn dag málverk, sem hún hafði keypt á uppboði, niður af vegg í dagstofunni sinni og fór með það fram í búðina og stilti því þar upp í eina hilluna. Málverk þetta var frá Feneyjum, göjnul marmarahöll stóð við vatn og speglaðist í því, þá sást stúlka í ítölskum róðrarbát úti á vatninu og hélt hún höndunum niður í því, himinninn var heiður og skýjalaus. Enginn listmálari hafði getað orðið snort- inn af listinni í því, en fröken Martha var harðánægð með myndina sína. í Smásaga eftir Paula | Eftir tvo daga kom maðurinn að kaupa brauðin. „Ég ætla að biðja yður að selja mér tvö gömul franskbrauð," sagði hann með sinni ásköpuðu hægð og kurteisi. „Þetta er snotur mynd, sem þér hafið þarna,“ sagði hann svo og virti myndina fyrir sér meðan hún var að pakka brauð- unum inn. „Já það er hún,“ svaraði fröken Martha upp með sér út af því, að honum skyldi lítast vel á myndina. „Ég hefi sérstaka ánægju af fallegum listaverkum ....................... herra rnálari," bætti hún við hikandi. „Sýn- ist yður þetta vera gott málverk?“ „Höllin er ekki vel máluð,“ svaraði hann. „Og hlutföllin eru ekki góð í myndinni yfirleitt,“ bætti hann við og kvaddi kurteis- lega og tók brauðin sín og gekk til dyr- anna. Jú, hann var áreiðanlega listmálari, það l■■■■■l■ll■■lll■■■ll■llllll■■lllll■■lll■■l■ll■■■■■■■l■lllt•■■■■l■l■llil•lll■ll■llllllll■■llllllnn■■ll | VITIÐ ÞÉB ÞAÐ? ! 1. Eftir hvem er þetta erindi: Orður og titlar, úrelt þing, 1 eins og dæmin sanna, | É notast oft sem uppfylling- í eyður verðleikanna ? É 2. Hvenær myndaði Mussolini stjórn á | I Italíu ? | 1 3. Hvað er langt frá Reykjavík fyrir | Hvalfjörð, til Bólstaðarhlíðar ? | 4. Hvað eru margir strengir á fiðlu? | 5. Hvaða haf liggur á milli Italíu og É Júgóslavíu ? i É 6. Dóttir hvers var kona Richard Wagn- | É ers ? = ] 7. Hverrar þjóðar var tónskáldið Camille | Saint-Saens, og hvenær uppi? j H 8. Hvaða ár varð Guðbrandur Þorláksson É biskup ? = 9. Á hvaða árum var Hindenburg forseti É | Þýzkalands ? É É 10. Hvenær varð Franco einvaldur á É Spáni ? = • Sjá svör á bls. 14. jj iitHiiMiiiiMimiimmimmmHiintiHiitiMMMuiiiMtiM'ivmMNHmitmMuminMÚ VIKAN, nr. 30, 1943 var ekki um það að villast, hugsaði fröken Martha og tók málverkið sitt niður og hengdi það aftur á sinn stað í dagstofunni. Ó, hve augu hans höfðu verið mild og gáfuleg undir gleraugunum, þegar hann var að virða fyrir sér myndina. Hann hlaut að vera mjög skarpskyggn, að geta strax við fyrstu sýn dæmt þetta málverk. Það var hryggilegt að hugsa til þess, að slíkur maður skyldi þurfa að líða skort og borða gamalt franskbrauð einhvers- staðar í köldu kvistherbergi. En snilling- arnir verða oft að heyja harða lífsbaráttu, það er gömmul staðreynd — það er marg endurtekin saga. Fröken Martha komst við af hugsun sinni. Mikil gæfa gæti það orðið svona manni, ef hann hefði við hlið sér góða konu, það mundi mikið létta honum lífið, og einstæðingsskapinn-------------og ef sú kona ætti nú 8 þúsund krónur í spari- sjóði og vildi miðla honum af því fé. Þetta voru dagdraumar fröken Mörthu. Þegar hann upp frá þessu kom í búðina til fröken Mörthu, að kaupa brauðin, staldraði hann oft ögn við og spjallaði við hana. Það var eins og góðvild hennar og vinalegt viðmótið, hefði örfandi áhrif á hann. En ekki breytti hann vana sínum, aldrei keypti hann meira en þessi tvö gömlu franskbrauð, aldrei vínarbrauð eða hinar annáluðu kökur hennar, aðeins brauðin. Fröken Mörthu sýndist hann vera að horast og útlit hans að verða þreytulegt og mæðulegt. Hjarta hennar þjáðist af viðkvæmni og meðaumkvun með honum, og hún átti ekki heitari ósk en þá, að hún gæti liðsinnt honum á einhvern hátt, vikið að honum einhverjú góðu að borða, eða þess háttar. En uppburðarleysi hennar var því valdandi, að hún hafði aldrei kjark í sér til þess að bjóða honum það, hún vissi líka að listamennirnir geta verið stór- bokkar og kjósa heldur að svelta en að þiggja gjafir, og hún vildi ekki eiga það á hættu að særa hann með því. Fröken Martha fór að nota sína fínustu silkikjóla hversdagslega, eftir þetta, og í herberginu inn af búðinni smurði hún and- lit sitt með allskonar mýkjandi húðsmyrsl- um, hún vissi, að stúlkurnar gerðu það til þess að fá bragglegra og fegurra útlit. Einn dag sem oftar kom listmálarinn í búðina til hennar, lagði peningana á þorðið eins og vani hans var og bað um brauðin. 1 þeirri andrá, sem fröken Martha teygði sig upp í hilluna eftir brauðunum, bárust óhljóð og skarkali að eyrum þeirra inn af götunni. Brunaliðið hafði farið fram hjá *og háværir piltungar fylgdu því eftir. Og eins og mörgum verður á, þegar eitt- hvað er um að vera, hljóp málarinn út í dyrnar til þess, að sjá fylkinguna, er rudd- ist niður götuna. Skyndilega datt frk. Mörthu snjallræði í hug; nú hafði hún aðstöðu til þess að sýna honum hugulsemi sína, og einmitt fyrir það að hún hafði aldrei haft uppurð Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.