Vikan


Vikan - 29.07.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 29.07.1943, Blaðsíða 6
6 VTKAN, nr. 30,1943 — Við vorum mjög miklir kjánar fyrir stundu síðan, og stóðum andspænis hvort öðru eins og grimmir kettir, og munaði minnstu, að við fær- um að hnakkrífast — og það út af hreint ekki neiriu." „TJt af alls ekki neinu!“ Barbara hnyklaði brýmar. Það var með öðrum orðum ástæðulaust, í augum Pierce, fyrir hana að gera veður út af því, þótt hann væri ekkjumaður, í staðinn fyrir að vera ókvæntur, eins og hún hafði álitið að hann væri, og þó að hann væri fátækur, en ekki auðugur eins og hún hafði búizt við. Hann gat ekki með neinni sanngimi borið á móti þvi, að hann hafði farið á bak við hana. En hann var ekki vitund sneypulegur eða iðrandi, og þó mundi alls ekkert þýða að vera reið við hann. Það yrði aðeins til þess að gera allt miklu verra í fram- tíðinni. Hún varð að taka Pierce eins og hann var. Hún varð að gera sér það ljóst, að hún hafði gengið að eiga algjörlega ábyrgðarlausan mann, alla tíð yrði hún að hafa það í huganum, að hann var Irlendingur í húð og hár. Og úr því hún á annað borð var komin út í þetta, þá var það ekki aftur tekið. Það var orðið of seint, að ætla sér að snúa við. Það var eins og Barbara hefði elzt um mörg ár, þar sem hún stóð nú úti í þessum vanhirta garði, á nýja heimilinu sinu, við hlið mannsins, sem hafði gefið henni svo fögur lofprð og fengið hana til að trúa* að hann væri þess megnugur að gefa henni allt, sem hjarta hennar þráði. Það var sem æsku-gleði hennar væri að dvína — hennar bjarta trú á lífið. Hún var farin að sjá erfiðleika, sem biðu hennar í framtíðinni, og skuldbindingar hennar við Pierce hvíldu sem farg á brjósti hennar. En það var eins og hún væri því viðbúin að taka á sig þungar byrðar, sem hún hefði aldrei vitað til að hún þyrfti að bera. „Ert þú viss um, að þú unnir mér enn þá, Barbara, — ert þú alveg viss um það?“ sagði Pierce og horfði angistarlegu augnaráði á konu sina. Viðkvæmnin braust fram í sál Barböru — móðurleg viðkvæmni. Hún þekkti breyskleika hans, og hún beinlínis vorkenndi honum, og reiði hennar hvarf eins og dögg fyrir sólu, þegar hún sá, hvemig hann horfði á hana biðjandi augum. „Jú, vissulega geri ég það,“ svaraði hún blíð- lega, og það var mildur hljómur i röddinni, hún lagði hendumar á axlir Pierce. „Við verðum að bera byrðar hvors, annars, Pierce. Ég skal reyna áð skilja lundemi þitt — það er að visu mjög ólíkt mínu, en svo verður þú aftur á móti að setja þig inn í mitt lundarfar, og þá verður sambúð okkar áreiðanlega góð, svo lengi sem við elskum hvort annað. Eg skal gera mitt ýtrasta til þess að reynast bæði böm- unum og þér vel, og ég skal verða þér góð kona; því lofa ég þér.“ Augu hennar vom gljáandi, og kinnamar blóð- rjóðar. Hún var þess fullkomlega meðvitandi, hvað hún var að segja; það var ekki innihalds- laust gaspur. Það var einlægur vilji hennar að gera skyldu sina við Pierce og láta hann ekki verða fyrir vonbrigðum á nokkum hátt. „Þú ert alltof góð við mig, Barbara — mikið betri en ég á skilið." Pierce tók hönd Barböm og þrýsti kossi á fingur hennar og svo á einbaug- inn. „Þú skalt sjá það, að við verðum mjög ham- ingjusöm,“ bætti hann við glaðlega, „svo ham- ingjusöm sem fuglar á grein, og allt sem ég get gert fyrir þig, það skal ég gera — hvað sem þú biður mig um skal ég veita þér.“ „Að því undanteknu, sem þú hefir ekki mögu- leika á að veita mér,“ sagði Barbara, og rödd hennar var ofurlítið kuldaleg, því henni gramdist að heyra Pierce aftur vera farinn að tala í sínum gamla tón. „Annars er ég ánægð, ef þú sérð þér fært að gefa mér ný húsgögn í dagstofuna, og gluggatjöld fyrir svefnherbergisgluggann, eða ef þú vildir lofa mér að setja garðinn í viðunandi horf.“ Pierce varð niðurlútur, það færðist roði yfir andlit hans, og augu hans urðu skuggaleg. „Þú gerir mikið úr því, hversu heimili mitt sé fátæklegt, og að það þurfi að lagfæra margt,“ muldraði hann. „En ef gæfan verður með mér, þá geri ég ráð fyrir að þú munir geta fengið allt, sem þú biður um — því ætla ég að lofa þér.“ „Já, ég veit það,“ 'svaraði Barbara óþolinmóð. „En við skulum nú taka þetta alveg eins og þetta liggur raunverulega fyrir, og byggja engar skýjaborgir. Ég vil vita nákvæmlega, hvernig efnahagur okkar er. Það er mér orðið ljóst, að þú átt ekki fé til þess að láta endurbæta húsið, en það verð ég að láta mér lynda, og bera þetta allt með þögn og þolinmæði.“ „Já, það verður þú að gera,“ svaraði Pierce fremur glaðlega. „Þú skalt sjá, hvort okkur get- ur ekki liðið vel fyrir því. Það er nóg til af góðu vini í kjallaranum, og svo bjóðum við vinum okk- ar að borða með okkur — fuglasteik eða reykt flesk og eplaköku með kremi, en ef til vill höf- um við fisk stundum til tilbreytingar. Og svo er hér dálítið af ávöxtum í garðinum — ávaxtatrén og runnarnir eru ágætlega þroskuð. Og ekki þarf okkur að skorta egg og mjólk, eða rjóma, því höfum við nóg af, þú þarft sannarlega ekki að óttast það, að þú hafir ekki nóg að borða.“ Hann hló uppgerðarhlátri, en hélt svo áfram: „Ég mun láta þig hafa reiðhest — við erum að vísu mjög fátæk — því skal ég ekki bera á móti. — En konan min á að eiga hest fyrir þvi. Og svo eig- um við vagn, sem við ökum í hér um nágrennið.“ „Já------,“ sagði Barbara.alvarlega og horfði niður fyrir fætur sér. „En segðu mér, Pierce, hvað hefirðu hugsað fyrir bömunum? Hefirðu lagt peninga til hliðar fyrir uppeldi þeirra? Nú verður Patrick strax að fara að ganga i skóla.“ „Patrick hefir það ágætt, þar sem hann er. Faðir Matthews les með honum, og hann lærir þar mjög mikið. Drengurinn fer til faðir Matt- hews á hverjum morgni og þessi ráðvandi, gamli maður kennir honum í þrjá og fjóra tíma á dag. Og Ethnee gengur í skóla í klaustrinu hjá nunn- unum. Patrick á að verða liðsforingi.“ Hann þagnaði stundarkom. „Þau eiga dálitla peninga — það eru peningar móður þeirra — það er ná- lega hálft annað hundrað pund á ári sem þau fá. Ég hef umráð yfir þeim á meðan ég lifi.“ „Og þeim á að verja til uppeldis bamanna," sagði Barbara ákveðin. Og þegar Patrick er byrj- aður í herþjónustunni verður harin að fá peninga til viðbótar; og Ethnee verður að hafa peninga fyrir fatnaði.“ Pierce yppti öxlum. „Heldur þú virkilega að börnin þurfi alla þessa peninga — heldur þú það í alvöru? Nei, þau þurfa ekki nema lítirrn hluta af þeim. Það getur auð- vitað verið rétt að Patrick þurfi einhverja aðstoð, þegar hann fer í herinn, en fyrr ekki, því faðir Matthews tekur alls ekki neitt fyrir kennsluna ■— eða sama sem ekkert.“ „En Patrick verður að byrja á því að fara í venjulegan skóla. Það er syndsamlegt gagnvart drengnum að láta hann ekki fá sómasamlega fræðslu. Og þar að auki getur hann aldrei orðið liðsforingi, ef hann hefir ekki lokið einhverju skólaprófi.“ „Já, já, að sjálfsögðu verður hann að gera það,“ svaraði Pierce. „En hvers vegna eigum við að standa hér í allan dag, Barbara, og skaprauna okkur með þessu tali um bömin? Nú eigum við aðeins að vera hamingjusöm, hamingjusöm — hamingjusöm! Hugsaðu þér, við erum aðeins að byrja hveitibrauðsdaga okkar; nú eigum við að gleyma þessum leiðinlegu peningasökum. — Við skulum ganga saman niður að ströndinni, þér þykir vænt um hafið, er það ekki?“ Erla og unnust- inn. Oddur: Ég er héma með eggjakassa handa henni Erlu — mig langaði Oddur: Nú, hún er ekki heima. Ég fel eggin, til að koma henni að óvörum með hann. þá verður hún enn glaðari, þegar hún finnur þau! Rúna: Sá þykir mér vera seigur! Þau fást ekki núna frekar en gló- andi gull. Það er alveg eins og heimurinn sé orðinn hænulaus! ---zrrrv'. Oddur: Þama kemur hún, ég verð að Svona fór það! fela þau í skápnum. — Erla: Hvað er að sjá þig, Oddur! Hvað hefir komið fyrir? Þú lítur út eins og eggjakaka! Oddur: Ég er ekki í skapi til þess að taka fyndni núna. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.