Vikan


Vikan - 29.07.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 29.07.1943, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 30, 1943 11 Höfundurinn: Agatha Christie Framhaldssaga: „Og Frederica Rice hefði þá átt að vita um erfðaskrána ? “ „Eflaust. Listinn er að styttast. Þú manst eft- ír listanum mínum — það voru persónur, sem ég merkti með stöfunum frá A til J. Nú hefir sá listi stytzt, það eru ekki eftir nema tvær persónur. Ég sleppi Challenger —; jafnvel þótt það tæki hann hálfan annan tíma að komast frá Plymouth hingað — þó að vegalengdin sé ekki nema þrjátíu mílur. Ég sleppi hinum, Lazarusi hinum langnef jaða, sem vildi borga þrettán hundr- uð krónur fyrir það, sem var þrjú hundruð króna Virði. Að vísu var það undarlegt af manni eins og hann er. Ég sleppi áströlsku hjónunum elsku- legu og skemmtilegu. Ég held að eins eftir tveim- Ur manneskjum af listanum mínum." „Og Frederica Rice er önnur,“ sagði ég hægt. Og ég fór að hugsa um hana, fölt andlit henn- ar, hárið og framkomuna. „Já,“ sagði Poirot. „Það er augljóst mál, að þetta geti skipt hana miklu. Að slepptri Nick, er Frederica Rice höfuðerfinginn. Allt mundi hafa fallið í hennar skaut, nema Byggðarendi. Ef ungfrú Nick hefði verið skotin í gær, í stað Ungfrii Maggie, þá mundi frú Rice vera orðin auðug núna. „Ég get varla trúað þessu!" „Þú átt við það, að þú getir varla trúað því, að falleg kona geti verið morðingi? Það er sagt, að oft sé hægt að fá dómara til að vera á þeirri ekoðun. En þú getur haft á réttu að standa. Það er líka um annan að ræða.“ „Hver er það?“ „Charles Vyse.“ „En hann er aðeins erfingi hússins." „Já — en hann veit það að líkindum ekki. Gerði hann erfðaskrána fyrir ungfrú Nick? Ég held ekki. Ef svo hefði verið, þá væri hún ekki einhversstaðar á flækingi, eins og mig minnir að ungfrúin hafi orðað það. Svo að þú sérð Hast- ings, að það er mjög sennilegt, að hann viti ekkert um þessa erfðaskrá. Hann hlýtur að trúa því, að hún hafi enga erfðaskrá gert og hann sé þess vegna næsti erfingi." „Já," sagði ég, „það finnst mér sennilegast. „Þú ert svo rómantískur, Hastings! Það er hinn ágjarni og slóttugi málafærslumaður! Al- Forsasa * -Poir°t 0& Hastings vinur ® * hans eru nýkomnir til St. Loo í sumarleyfi. Nick Buckley býr á Byggðarenda. Hún hefir fjórum sinnum á skömmum tíma lent í lífsháska og vekur þetta forvitni Poirots. Hann lætur hana nú segja nákvæmlega frá atburðum síðustu daga og hverjir séu vinir hennar. Nick er þeirrar skoðunar, að þetta séu allt tilvilj- anir, er fyrir hana hafa komið. Poirot grunar, að Nick leyni þá einhverju. Poirot og Hastings fara á laun að Byggðarenda og hitta þar ókunnan mann, Croft, nábúa Nick, og fara heim með honum. Kona hans er veik, en-lætur sér mjög annt um allt, er snertir Nick. Litlu síðar heimsækja þeir Vyse lögfræðing og þar beinir Poirot talinu að Nick og Byggðarenda. Nick hafði boðið þeim heim um kvöldið til þess að horfa á flugeldasýningu, og þar kynnast þeir Maggie, sem Nick hefir fengið til að vera hjá sér. Þetta sama kvöld er hún myrt í garðinum á Byggðarenda. Nick verður ör- vingluð og áfellir sjálfa sig fyrir að hafa fengið hana til að koma. Það verður úr að Nick er flutt þá þegar um kvöldið í hress- ingarhæli. Poirot og Hastings ræða um, hver sé morðinginn. Þeir álíta, að Nick leyni þá einhverju. Þegar þeir heimsækja hana í hressingarhælið, fá þeir að vita, að hún hefir verið trúlofuð Michael Seton flugmanni, sem er nýdáinn, en hann hafði beðið hana að leyna trúlofun þeirra, af ótta við frænda sinn Sir Matthew Seton mill- jónamæring. Af öllu þessu dregur Poirot ýmsar ályktanir, og fær leyfi Nick til að fara að Byggðarenda og leita að erfða- skránni, sem hún veit ekkert, hvar er niður- komin. geng persóna í skáldsögum. Og ef málafærslu- maðurinn er að sjá dulur, þá þarf auðvitað ekki frekar vitnanna við. En það er satt, að á vissan hátt er hann athugunarverðari en ungfrúin. Hann ætti frekar að hafa vitað um skammbyssuna og og líklegri til að nota hana, eða annað skot- vopn.“ „Og láta steininn velta niður,“ sagði ég. „Ef til vill,“ sagði Poirot. „Þó, eins og ég hefi sagt þér, að mikið megi gera með lyftistöng. Og sú staðreynd, að steinninn var settur af stað á rangri átundu og hitti því ekki ungfrúna, gæti borið þess vott, að kvenmaður hefði verið þar að verki. Að vísu virðist það frekar karlmanns- verk að eiga við vél í bifreið — en margar kon- ur hafa nú á timum eins vel vit á vélum og karlmenn. Á hinn bóginn kemur sérstaklega til greina eitt atriði, sem mælir á móti, að Vyse sé sekur.'1 „Hvað er það?“ „Það eru minni líkindi til þess að hann háfi vitað um trúlofunina heldur en frúin. Og svo er það enn annað: Ef hann hefði gert þetta, bæri það vott um óðagot." „Við hvað áttu?“ „Þangað til í gærkvöldi var engin vissa fyrir hendi um það, að Seton væri dáinn. Það er mjög ólíkt lögfræðingi, að taka strax til starfa að því málefni, sem ekki er vitað um, að kominn sé timi til að vinna.“ „Já,“ sagði ég. „En kona hefði getað gert það.“ „Alveg rétt. Það, sem kona vill, það vill guð. Þannig er það.“ „Það er sannarlega undursamlegt, hvernig Nick hefir sloppið. Það er i rauninni stórfurðulegt," sagði ég. Og nú minntist ég skyndilega hins undarlega hreims, sem var í rödd Fredericu, þegar hún sagði: „Það er yndislegt lif þetta fyrir Nick.“ Það fór hrollur um mig. „Já,“ sagði Poirot hugsandi. „Og ég get ekki þakkað mér það. Og það er niðurlæging fyrir mig.“ „Það hefir verið forsjónin,“ muldraði ég. „Æ, vinur minn, ég mundi ekki vilja skella allri skuldinni af illsku mannanna yfir á herðar guðs. Þú ert fullur þakklætis og segir þetta með helgiblæ — án þess að gera þér grein fyrir því, að þú ert þar með að segja, að guð almáttugur hafi drepið ungfrú Maggie Buckley." „Satt segir þú, Poirot!" „Það geri ég, vinur minn! En mér dettur ekki í hug, að halda að mér höndum og segja: „Guð hefir ákveðið, hvernig allt skal verða, ég á ekki að grípa inn í rás viðburðanna." Og það er ein- mitt vegna þess, að ég er sannfærður um, að góður guð hafi skapað Hercule Poirot einmitt í þeim tilgangi, að grípa stundum fram fyrir hend- ur á mönnum. Það er mitt ætlunarverk." ^■imni.. Minnslu ávallt mildu sápunnar I E AkMaiimmiimmmmmiimimimfiHiimiililiimmmmiW7 Regu tannpasta hreins- ar fágar og gerir tennurnar hvítar. Skilur eftir hress- andi og frískandi bragð. Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co.h.f. Sími 3183. NUFIX varðveltir hár yðar og auðveldar greiðsluna. Eyðir flösu og hárlosi. Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Lækjargötu 4. Simi 3183. Avallt fyrirliggjandt Elnkaumboð: Jóh. Karlsson & Co. Sími 1707 (2 línur).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.