Vikan


Vikan - 02.09.1943, Blaðsíða 3

Vikan - 02.09.1943, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 35, 1943 3 Harmleikur í hversdagslífi. Framliald af forsíðu. köst. Ekki gat læknirinn gert sér grein fyrir, hvort eiturlyfið hefði valdið ein- hverri röskun á heila drengsins, eða duld- um skemmdum á öðrum líffærum. Hinir færustu sérfræðingar, sepi völ var á, voru til fengnir, að rannsaka drenginn, en kunn- átta þeirra og snilli hrökk ekki til. Þegar drengurinn fékk köstin, tók móðir hans hann upp og hélt honum fast að sér, þangað til krampinn var um garð geng- inn. — Það var eina fróunuin, sem hægt var að veita honum. Þessi raunalega nauð- syn, tengdi þau mæðgin órjúfanlegum kærleiksböndum. Það kom fyrir, ef móðir drengsins hafði t. d. gesti hjá sér til mið- degisverðar, að hjúkrunarkonan kom í dyrnar; hún gerði þá ekki annað en að kinka kolli, stóð þá konan upp þegjandi og flýtti sér til drengsins, og hélt á hon- um, þangað til honum létti. Þegar hún kom svo aftur til gesta sinna, urðu ekki á henni séð nein merki þeirrar angistar- kvala og baráttu, sem hún og drengurinn hennar höfðu átt við að stríða. Móðir Rafns giftist aftur, geðstirðum og sjálfselskum manni, sem elskaði hana af taumlausum ástríðu-ofsa. Hann átti son, sem Páll hét og var á reki við Rafn. Þau höfðu látið sig dreyma um það, meðan sætust var víma tilhugalífsins, að þessir drengir yrðu sem sannbornir tvíburar. En þetta fór á allt annan veg. Athafnaorka Páls varð Rafni fyrst í stað hressing, þó að kvalir fylgdu þar með, en smám-saman dofnaði allur áhugi hrausta drengsins á þessum nýja og vesæla stjúpbróður sínum, og þegar lengra leið, duldi hann jafnvel ekki fyrirlitningu sína á honum. Stjúpinn varð brátt afbrýðissamur, Geðjaðist honum ekki að því, hve mikið ástríki hún sýndi drengnum sínum. Og þó að hann reyndi að halda tilfinningum sín- um í skefjum, tókst honum lítt að dyljast. Einu sinni, þegar hann var að kenna drengnum að kasta gúmmí-knetti, fór Rafn að nötra. „Hættu þessum rykkjum!“ sagði maðurinn þá byrstur. Rafn litli hljóp inn í húsið, hágrátandi. Eftir þetta var honum ekki leyft að leika sér að knettin- um sínum. Hann hafði ekki þrek til að taka þátt í kappleikjum, en stundum sá ég lítið, fölt andlit hans í glugganum, er hann var að horfa á leiki Páls og harðvítugra félaga hans í garðinum, og var þá ærið auðlesið af svip drengsins, hve sáran hann langaði til að geta verið þar með. En þó var það nú svo, að þótt hann væri aðeins barn að aldri, sætti hann sig við það með still- ingu, að mega ekki taka þátt í útileikj- um drengjanna. Ósjálfrátt skildi Rafn það, að fóstri hans hafði á honum afbrýði-ógeð. Hann tók það því upp hjá sjálfum sér, að flýta sér jafnan inn í herbergið sitt, þegar hann fann á sér, að krampakast var í aðsigi. Og í hvert sinn, sem slík hviða var liðin hjá, — en hann var þá jafnan illa á sig kominn á eftir, og nötrandi — spurði hann fyrst að því, hvort stjúpi sinn hefði orðið nokkurs var um líðan sína. Kvöld eitt er þau sátu fjögur að borð- um, fór Rafn að nötra í sæti sínu. „Sittu kyrr, drengur!“ skipaði fóstri hans. Rafn réði auðvitað ekki við krampa-kippina í líkamanum. Og fóstrinn gætti sín ekki, seildist til hans og greiddi honum kinn- hest. Drengnum varð hverft við þetta, en varðist þó gráti, og móðir hans sagði við hann, að hann mætti standa upp frá borð- um. Þegar hann tók í hendina á fóstra sín- um, og bauð honum góða nótt, horfði hann andartak á hendina og sagði síðan með hægð: „Ef ég hefði svona stóra hönd, og þú værir lítill drengur, þá skyldi ég berja þig!“ Æsandi atvik, svipuð þessu urðu orsök þess, að lasleiki Rafns ágerðist svo mjög, að læknirinn ráðlagði, að hann hefði al- gjöra hvíld og væri að mestu einangraður. Ákveðið var nú að móðir hans færi með hann út í ey eina, í fljóti, þar sem lítið gætti mannaferða, og væri þar í næði um sinn. Og vissulega var ró og næði á þess- ari eyju, því að aldrei fór nokkur maður yfir brúna, sem tengdi hana við land. Móðir Rafns sótti póstinn og vistir, sem þeim voru sendar, á brúarsporðinn. Þau skemmtu sér við að veiða í fljótinu, — með beygðum títuprjónum, bundnum við seglgarnsspotta, og móðir Rafns var að vona, að töfrar hins sístreymandi fljóts hefði læknandi áhrif á of-strengt tauga- kerfi drengsins. Þau lögðust bæði á eitt um að hafa gagn af þessari einveru, en því miður var Rafn litli ekki laginn á, að gera sér gott af ,,töfrunum“. Á kvöldin las mamma hans fyrir hann sögur, þangað til hann sofnaði. Og líklega hafa þessir mánuðir á eyjunni verið ánægjulegasta tímabilið í æfi drengs- ins. Þó var enginn bati sýnilegur, og ekkert var þá unnið við að dvelja þarna lengur. Loks stungu sérfræðingarnir upp á því, að drengurinn yrði sendur á frægt klaustur- sjúkrahús, sem tók við flogaveikum börn- um. Þetta var síðasta vonin. Áður en hann fór á sjúkrahúsið bað hann móður sína, að láta taka mynd af þeim saman. Þau fóru til ljósmyndara, og meðan á myndatökunni stóð, komst Rafn í ofsalegt geðrót, af tilhugsuninni um það, að verða nú að skilja við móður sína. Hann tók viðbragð, vafði handleggjunum utan um hálsinn á henni, og þrýsti henni að sér. Og ljósmyndarinn notaði þetta ágæta tækifæri. „Láttu gera hana stóra!“ varð Rafni að orði, þegar hann sá mynd- ina. Og móð’ir hans hengdi stóru myndina yfir höfðalagið á rúminu hans í sjúkra- húsinu. Nú neytti þessi litli vinur minn allrar orku sinnar, til þess að gera síðustu til- raunina til að sigrast á þessu böli, sem var að ónýta líf hans. Hann skynjaði, hversu beiskur var bikarinn, sem þrýst var að vörum hans, og beit saman tönnunum í þegjandi þráa. Hann virtist skilja það, að með því að fara á sjúkrahúsið, var verið að gera síðustu tilraun til þess að hann næði heilsu, og varðist tárum þegar móðir hans kyssti hann að skilnaði. „Ég skal vera góður drengur, mamma,“ sagði hann. „Og þegar ég er orðinn frískur, skulum við fara aftur til eyjarinnar, saman." Mikil blessun var það, að systir Victoría, forstöðukona sjúkrahússins, átti svo mikið „hjartarúm“ að hún gat hýst þar sálir allra hinna ólánssömu barna, sem henni höfðu verið falin til umsjár. Með henni og Rafni litla urðu sérstaklega miklir kærleikar, og dýpkaði sú kennd'að sama skapi, sem sjúkdómur drengsins ágerðist. Hann var nú orðinn ákaflega þunnur á vangann. Köstin urðu tíðari og honum var erfitt um svefn á nóttunni. Stundum kom •systir Victoría þá að honum, standandi uppi í rúminu, — var hann þá að strjúka fingrunum um vanga móður sinnar og hjala við hana ástúðlega. En systir Victoría hafði sagt honum, að þegar hann yrði andvaka, mætti hann koma til sinna herbergja, ef hann færi hljóðlega. Gerði hann þetta stundum og naut þar jafnan ástúðar og umönnunar gömlu konunnar, það sem eftir var nætur, í hvert sinn. Smám saman dró af Rafni litla. Sjúk- dómurinn herjaði á líkama hans og heimt- aði yfirráð yfir honum, en gat hvergi kom- ið nálægt stórlátri, ósigrandi sál hans. Aldrei eitt æðruorð, aldrei neitt kjökur. Ef til vill fáein tár og þá í einrúmi, — það var allt og sumt sem Rafn lét í ljós um það, að hamingjan hefði ekki verið honum væn. Móðir hans kom til hans á hverjum degi. En svo kom að því, að þegar fram- orðið var orðið, eitt koldimmt kvöld, sím- aði systir Victoria henni og bað þau að koma, hjónin. Þetta kom móður Rafns litla ekki á óvart. Hún hafði séð það, und- anfarið, að lífsþróttur hans var að fjara út. Þegar Rafn sá þau í dyrunum, rétti hann fram báðar hendur, sem nú voru tálgaðar og tærðar, og þegar móðir hans laut ofan að honum, strauk hann fingr- unum um vanga hennar, lifandi andlitið, sem hann unni — í hinsta sinn. „Segðu, að ég hafi verið góður drengur, mamma," bað hann. „Já, elsku drengurinn minn,“ svaraði hún kjökrandi, og þrýsti litla líkamanum að brjósti sér. Henni varð litið upp, á myndina, sem hékk á veggnum, yfir rúminu, og sá þar för éftir varir hans og fingurgóma. Harmurinn altók hana, en eins og til þess að hughreysta hana, þrýsti Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.