Vikan


Vikan - 02.09.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 02.09.1943, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 35, 1943 11 Höfundurinn: Agatha Christie Framhaldssaga: „Ég þykist skilja ySur.“ „Þér eruð ákaflega snjall leynilögreglumaður, ÍPoirot?" sagði Buckley. „Það hefir verið um mig sagt, frú.“ „O, ég veit það. Jafnvel í afskekkta þorpinu okkar, hefir yðar verið getið. Þér ætlið að kom- •ast að sannleikanum, Poirot.“ „Ég mun ekki unna mér hvildar, fyrri,“ svar- aði Poirot. „Yður mun verða birtur sannleikurinn," sagði klerkumin fjálglega. „Misgjörðir hljóta jafnan -sín laun.“ „Menn, sem misgjörðir fremja, komast aldrei hjá refsingu í einhverri mynd. En stundum veit enginn um refsinguna." „Við hvað eigið þér með því, Poirot?" Poirot gerði ekki annað, en að hrista höfuðið. „Vesalings Nick litla,“ varð frú Buckley að •orði. „Mig tekur eiginlega sárast til hennar. Ég fékk mjög æðruþrungið bréf frá henni. Hún segir, að hún sé orsök í dauða Maggie, með því að hafa beðið hana að koma hingað." „Þetta er eins og hver önnur heimska," sagði presturinn. „Að vísu. En ég þykist vita, hvemig henni muni vera innan brjósts. Ég vildi óska, að þeir vildu leyfa mér að tala við hana. Það virðist vera •einkennilegt, að leyfa ekki ættingjum hennar að koma til hennar." „Læknar og hjúkrunarkonur em ákaflega ráð- rikt fólk,“ sagði Poirot. „Þau setja reglurnar, — og þar um verður svo engu þokað. Og auðvitað eru þau hrædd við að hún komist í geðshræringu, ■— eðlilega geðshræringu, af því að sjá ykkur." „Ef til vill,“ sagði frú Buckley dræmt. „En ég er nú ekkert hrifin af þessum hjúkmnar-heim- ilum. Nick myndi líða miklu betur, ef hún fengi að fara heim með mér — og það strax." „Það er ekki ómögulegt, — en ég er hræddur um, að ekki verði gengið inn á það. Það er langt síðan þér hafið séð ungfrúna, — er það ékki?“ „Ég hefi ekki séð hana síðan í fyrra-haust. Hún var í Scarborough. Maggie fór þangað og var þar hjá henni daglangt, — en síðan kom hún og var eina nótt hjá okkur. Hún er jmdæl stúlka, —en ég verð að játa það, að mér geðjast ekki •að kunningjum hennar. Og lifnaðarhættir henn- ForsaCH ; Poirot og Hastings vinur ® * hans em nýkomnir til St. Loo í sumarleyfi. Nick Buckley býr á Byggðarenda. Hún hefir fjómm sinnum á skömmum tima lent í lífsháska og vekur þettá forvitni Poirots. Hann lætur hana nú segja nákvæmlega frá atburðum siðustu daga og hverjir séu vinir hennar. Nick er þeirrar skoðunar, að þetta séu allt tilvilj- anir, er fyrir hana hafa komiö. Poirot gmnar, að Nick leyni þá einhverju. Poirot og Hastings fara á laun að Byggðarenda og hitta þar ókunnan mann, Croft, nábúa Nick, og fara heim með honum. Kona hans er veik, en lætur sér mjög annt um allt, er snertir Nick. Litlu síðar heimsækja þeir Vyse lögfræðing og þar beinir Poirot talinu að Nick og Byggðarenda. Nick hafði boðið þeim heim um kvöldið til þess að horfa á flugeldasýningu, og þar kynnast þeir Maggie, sem Nick hefir fengið til að vera hjá sér. Þetta sama kvöld er hún myrt í garðinum á Byggðarenda. Nick verður ör- vingluð og áfellir sjálfa sig fyrir að hafa fengið hana til að koma. Það verður úr að Nick er flutt þá þegar um kvöldið í hress- ingarhæli. Poirot og Hastings ræða um, hver sé morðinginn. Þeir álíta, að Nick leyni þá einhverju. Þegar þeir heimsækja hana í hressingarhælið, fá þeir að vita, að hún hefir verið trúlofuð Michael Seton flugmanni, sem er nýdáinn, en hann hafði beðið hana að leyna trúlofun þeirra, af ótta við frænda sinn Sir Matthew Seton mill- jónamæring. Af öllu þessu dregur Poirot ýmsar ályktanir, og fær leyfi Nick til að fara að Byggðarenda og leita að erfða- skránni, sem hún veit ekkert, hvar er niður- komin. Þar hitta þeir Ellen og ræða við hana um atburðinn, og af hverju hún hafi ekki verið úti kvöldið áður til að horfa á flugeldana. Þeir leita nú víða í húsinu og finna þar loks mörg bréf frá unnusta Nick. I þeim finna þeir sönnun þess, að Michael hafi arfleitt hana, og þykir Poirot það vera góðar upplýsingar fyrir þá. Þeir fara nú til Nick og tjá henni, að þeir hafi ekki fundið erfðaskrána. Þá man hún allt í einu eftir því, að hún hafði sent hana til Charles Vyse lögfræðings, en hann neitar að hafa fengið hana. Croft, sem gerði erfðaskrána með Nick, staðhæfir að hann hafi sent hana til Vyse. Weston yfirlögregluþjónn kemur og ræðir við Poirot. Síðar hitta þeir Buck- ley hjónin, sem eru mjög áhyggjufull út af þessúm atburði. ar — jæja, það er tæplega hægt að segja, að hún eigi sjálf alla sök á því, blessað barnið. Þetta er ekkert uppeldi, sem hún hefir notið." * „Það er einkennilegt hús, — þessi Byggðar- endi,“ sagði Poirot og virtist vera hugsi. „Ég hefi imugust á því,“ svaraði frú Buckley. „Og svo hefir jafan verið. Það er eitthvað — eða allt •— ekki eins og það á að vera í því húsi. Mér geðjast aldrei að Sir Nicholas gamia. Mér stóð ógn af honurn." „Hann er ekki góður maður, — er ég hræddur um,“ sagði presturinn. „En eitthvað var þó heill- andi við hann.“ „Aldrei varð ég vör við það,“ sagði frú Buckley. „Það hvílir einhver ljótur skuggi á þessu húsi. Ég vildi óska þess, að við hefðum aldrei leyft henni Maggie okkar að fara þangað." „Iss — óskar,“ sagði presturinn og hi'isti höfuðið. „Jæja,“ sagði Poirot. „Ég vil nú ekki tefja ykkur lengur. Ég vil aðeins tjá ykkur enn, ein- læga samúð mína.“ „Þér hafið sýnt okkur mikla vinsemd, herra Poirot, og við erum sannarlega þakklát yður fyrir allt, sem þér leggið á yður okkar vegna.“ „Hvenær farið þið til Yorkshire?" „Á morgun. Raunalegt ferðalag. Verið þér sælir, herra Poirot, og ég þakka yður enn.“ „Þetta eru saklaus sómahjón," varð mér að orði, þegar við höfðum skilið við prestshjónin. Poirot kinkaði kolli. „Ég finn til í hjartanu, — gerið þér það ekki líka, mon ami? Harmleikurí svo algjerlega til- gangslaus og tilefnislaus. Og þessi fallega stúlka. Æ, en ég get ekki annað en ásakað sjálfan mig. Ég, Hercule Poirot, var viðstaddur, og gerði ekki tilraun til að afstýra glæpnum!" „Það hefði ekki verið á færi nokkurs manns, að afstýra honum.“ „Þér talið án þess að yfirvega, Hastings. Enginn venjulegur maður hefði getað það, — en til hvers er að vera Hercule Poirot, með heila af finni gerð en öðrum mönnum hefir verið gef- inn, ef ekki væri hægt að framkvæma, það sem algengum mönnum er ómögulegt?" „Jæja, — að sjálfsögðu," varð mér að orði. „Ef þér viljið snúa þessu þannig, að —.“ Minnslu ávallt | mildu sápunnar | nMuiiuiniiiiuiiiiiiiiiiimuinmimiimimiiimiimimitti* Ozolo Desinfector er ómissandi í vaska, sal- erni og í upp- þvottarvatnið. Ilmurinn gjör- breytir hibýl- um yðar. Heildsölubirgðir: Agnar Norðf jörð & Co. h.f. Sími 3183. Ávallt fyrirliggjandl. etnkaumboð: jóh. Karlsson & Co. Simi 1707 (2 línur). Laitozone baðmjólk mýkir vatnið og gefur yður mjúka og sterka húð. Heildsölubirgðir: Agnar Norðf jörð & Co. h.f. Sími 3183.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.