Vikan


Vikan - 02.09.1943, Blaðsíða 10

Vikan - 02.09.1943, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 35, 1943 Foreldrar og börn u ir i ifl ns i i in. ni;i 1III1 L 1 V Matseðillinn. Enskt buff. 1 kg. nautakjöt, salt, pipar, 75 gr. smjör, og plöntufeiti, 1 stór laukur, 2 dl. sparisúpa eða soð- hlaup, sósulitur (ef með þarf). Kjötið er skorið í sneiðar, sem ekki mega vera of þunnar, látið á vel heita pönnu og steikt í 2 mín. á hvorri hlið. Pannan er skoluð með kjötsoði. Smjörið er síðan brúnað og því næst lauksneiðarnar (sem eru skomar þannig, að þær em í hring- um) látnar ofan á huffið á fatinu Kjötkraftinum af pönnunni er þvx næst hellt yfir fatið. Framreitt á af- löngu fati. Gufusoðnar kartöflur eru bomar með. Bjómarönd. 2 dl. mjólk eða þunnur rjómi, 2 egg, y2 stöng vanille, 50 gr. sykur, 4 blöð matarlím, 2 dl. þeyttur rjómi. Búðingurinn er lagaður úr mjólk, sykri og vanille. Matarlímið er leyst upp í mjólkinni. Þegar hlaupið fer Húsráð. Þegar þér hakkið mör eða annars- konar feiti, er gott að setja hakka- Vélina áður niður í sjóðandi vatn, eða hella þvi í gegn um hana, svo að hún hitni vel, með þvi gengur feitin betur í gegnum vélina, og vinnan við hökkxmina verður mun léttari. að kólna, er þeytti rjóminn látinn út i; síðan hellt í hringmót, sem áður hefir verið skolað úr köldu vatni, og sykri stráð yfir. Þegar búðingurinn er orðinn vel kaldur, er honum hvoft á fat. Áður en rjómaröndin er fram- reidd, eru ný blóm látin innan í hring- inn, en séu þau ekki til, má nota sæt ber og ýmiskonar soðna ávexti. Að ofan er hringurinn skreyttur með hrútaberjahlaupi í smáum bitum. Þetta er fallegur sumarkjóll úr rósóttu sirzi, grunnliturinn er ljós- rauður en rósirnar eru bláar og grænanr. Kjóllinn er fleginn í hálsinn með flibbakraga, á öxlunum og nið- ur barminn og í kringum vasana er plíseruð pífa. Pilsið er rykkt í mittið, og fellur í frjálsum fellingum. Beltið er breitt og bundið í slaufu á bakinu. Uppeldi barnanna er sannarlegt vandaverk, og þó má segja, að það sé æði-fátt, sem menn kasti eins höndunum til. Þetta er harður, en því miður sannur dómur. Allir þykj- ast kunna það og geta, en fæstir hafa þó hugsað um það og nærfelt enginn lært það. Vér sendum syni vora í latínuskólann, prestaskólann og háskólann til þess, að þeir geti orðið embættismenn, í gagnfræða- skólana til þess, að þeir fái almenna menntun, í búnaðarskólana til þess að þeir læri að yrkja jörðina, í sjó- mannaskólann til þess, að þeir geti stundað sjóinn; já, vér Sunnlending- ar sendum þá norður í Bárðardal til þess, að læra að hirða sauðfénað, ala upp fallegar ær og hrúta. Vér send- um dætur vorar í kvennaskólana til þess að læra að sníða og sauma föt, búa til mat og fleira þess háttar. En — hvar læra menn að ala upp börn og unglinga, svo að úr þeim verði nýtir og góðir menn? Hvergi. Og þó er þetta hin vandasamasta list, sem til er; ef það fer í handa- skolum, þá stafar af því meira tjón en nokkru öðru. 1 því efni er reynsl- an ólýgnasti votturinn; hún er dóm- ari sá, sem ekki dugir að deila við. Á vandamesta verkið, sem menn hafa með höndum, er mönnum ættlað að „slampast"; því er ætlað að fara, sem það fara vill. Ávextirnir og af- leiðingarnar fara og tíðum þar eftir. Ef þér er falið vandaverk á hend- ur, þá finnur þú til vanmáttar þins og þú leitar þér hjálpar hjá þeim, sem betur kunna. Þetta er í alla staði eðlilegt og á svo að vera. En er guð fær þér í hendur sál og líkama sak- lauss bams, sem á alla sína vel- ferð undir þeirri aðhjúkrun, aðbúnaði og meðferð, sem það nýtur frá þinni hendi, þá þykist þú fær í allan sjó og ekki þurfa leiðbeiningar við frá annara hendi. 1 þeim efnum má segja um menn, að þeir „kenna sín ekki fyrr en þeir koma að hjart- anu.“ Þeir byrgja ekki bmnninn fyrr en bamið er dottið í hann. — Menn kannast ekki við vanmáttinn og van- þekkinguna fyrr en ávextir uppeldis- ins em farnir að koma í ljós, börnin búin að rata i einhverja ógæfixna, andlega eða líkamlega. -— Vér segjum í daglegu tali: „Það er engum list, sem hann leikur ekki.“ Læknirinn fæst ekki við guðfræði, lögfræðingurinn ekki við læknisfræði, sjómaðurinn ekki við búfræði, gull- smiðurinn ekki við vatsveitingar o. s. frv. Hver leggur stund á það, sem hann hefir numið, og játar í hrein- skilni, eins og á að vera, að hann hafi ekki vit á því, sem ekki snertir iðn hans. En þegar um uppeldi bama er að ræða, þá þykjast flestir full- numa. Og þótt undarlegt sé, þá tala þeir, sem engin börn eiga, oft digur- barkalegast um bamauppeldi. „Ætti ég hann, drenginn þann ama“, segir Pétur, „þá skyldi ég ekki vera lengi að hugsa mig um, hvað ég ætti að gjöra." En —“ hægra er um að tala en í að komast.“ Eldurinn er lengi búirm að lifa í glæðxmum áður en hann brýzt út í ljósum loga. Áður en bam- ið sekkur í iðukast spillingar og ógæfu, þá má ganga að því vísu, að margra bjargráða er búið að leita baminu til frelsis. Áður en föður- húsin lokast að baki hinum glataða syni, þá er faðir og móðir án efa búm að líða og striða, biðja og andvarpa um frelsun barns síns, og þá em, ef til vill, eigin glappaskot þeirra orsökin að því, að blóð bamsins kem- ur yfir höfuð þeim. — Flestir takast barnauppeldi á hend- ur án alls undirbúnings. Þeir enx miklu fæstir af öllum þorra maima, er ljóslega þekkja skyldur þær, sem þeir í því efni hafa að rækja, og þeir eru vanalega jafnfáir, sem kaxmast við vanmátt sinn og vanþekkingu. Til hafa verið, og eru ef til vill ennþá stórbændur, sem með snilld og dugn- aði hafa stjómað stóru heimili og gengt mörgum opinberum störfum með heiðri og sóma, en hafa samt hvorki haft lag né kunnáttu til að ala upp börn sín . . . Ekki þarf að efast um, að allir foreldrar vilji bömum sinuni allt hið bezta; en þrátt fyrir hinn góðá Framh. á bls. 15. 9 8 8 8 V Notið einu sinni Ozolo furunálaolíu í baðið — og þér aukið líðan og heilnæmi yðar stórlega. Ozolo bregst engum. I | V V V V ►5 S 1 Heildsölubirgðir: Agnar Norðf jörð & Co. h.f. Sími 3183. NOTIÐ eingöngu « ■« 0. HTv 1 k i 1 PERFECT LÆUNDRV STARCH | ljjliii Jimuiii jib. iii-ii iijí re j JMAKIS COITOH IOOK ÍAHiS FHL UKE UH£M STf FELSI Helldsölubirgðir: GUÐMUNDUP ÓLAFSSON lCO. Austurstræti 14. — Siml 5904. ininiiiniiiiiiiiiinniiiniiiimnmiimm STOPS PERSPIRATION ODORS Amojjn deodorant CAJUun $ Heildsölubirgðir: Agnar Norðf jörð & Co. h.f. Sími 3183. iiiiiiiniiiiiiiimiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiut

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.