Vikan


Vikan - 02.09.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 02.09.1943, Blaðsíða 12
12 VTKAN, nr. 35, 1943 „Já, auðvitað. Ég blygðast mín og gct ekki á heilum mér tekið. Já, — ég blygðast mín sannar- lega.“ Mér datt í hug, að þá væri það svo, að þegar Poirot blygðaðist sín, væri það líkast því, er aðrir menn eru óánægðir. En ég forðaðist að láta í ljós hugsanir mínar. „Og nú,“ hélt hann áfram. „Áfram gakk! Til London.“ „London ?“ „Já, auðvitað. Við náum hæglega tvö-lestinni. Allt er hér með friði og spekt. Ungfrúin er óhult á hjúkrunarheimilinu. Enginn getur gert henni mein. Varðhundamir geta því tekið sér fri um sinn. Það eru fáein atriði, sem ég þarf að fá upplýsingar um.“ Þegar við komum til London fórum við fyrst á - fund lögfræðinga, Setons kaptins, Messrs. Whitfield, Pargiter & Whitfield. Poirot hafði 'fyrirfram beðið um viðtal við þá, og þó að klukkan væri farin að ganga sjö, var okkur þegar vísað inn á skrifstofu Whitfields. Hann var maður ákaflega hæverskur, en kvað þó mikið að honum. Hann hafði fyrir framan sig bréf frá yfirlögregluþjóninum, og annað bréf frá einhverjum háttsettum embættismanni í Scotland Yard. „Þetta er allt mjög svo flókið og óvenjulegt, — um — Poirot,“ sagði hann á meðan hann var að þurrka af gleraugunum sínum. „Alevg rétt, herra Whitfield. En morðmál eru alltaf flókin, — og mér þykir vænt um að geta sagt, að þau séu líka óvenjuleg." „Satt er það. Satt er það. En nokkuð langt sótt — að setja þetta morð í samband við arf hins látna umbjóðanda míns — eh?“ „Það held ég ekki.“ „Þér haldið ekki. Jæja, eins og sakir standa, þá heiti ég því, að láta í té alla þá aðstoð, sem í minu valdi stendur. „Þér voruð lögfræðilegur ráðunautur Setons kapteins ?“ „Allrar Setons-fjölskyldunnar. Við höfum verið það, — það er að segja firma mitt — síðast- liðin hundrað ár.“ „Stendur heima. Sir Matthew heitinn Seton mun hafa gert erfðaskrá." „Við sömdum hana fyrir hann.“ „Og hvemig ráðstafaði hann eignum sínum.“ „Hann ráðstafaði upphæðum til ýmsra stofn- ana og einstaklinga, t. d. til Náttúru-sögu- safnsins. En megnið af eignunum — og það er mikill auður, það verð ég að segja, — ánafnaði hann Michael Seton kafteini, alveg skilyrðislaust. Hann átti engan nánari ættingja.“ „Mikill auður, segið þér?“ „Sir Matthew var annar auðugasti maðurinn . á Englandi,“ svaraði Mr. Whitfield, all drýginda- lega. „Hann mun hafa haft all einkennilegar skoð- anir á mönnum og málefnum, — var ekki svo?“ Lögfræðingurinn leit á hann og hleypti brún- um. „Milljónamæringi leyfist að vera sérvitur. Það liggur við, að þess sé vænst af slíkum rnanni." Poirot tók þessari ofanígjöf einkar hógvær- lega, og lagði aðra spumingu fyrir lögfræðinginn. „Dauða hans bar að óvænt, skilst mér?“ „Mjög svo óvænt. Sir Matthew var maður sér- lega heilsugóður. En hann var með innvortis meinsemd, sem enginn hafði hugmynd um. Þessi meinsemd varð svo illkynjuð, að gera varð á honum uppskurð fyrirvaralaust. Þessi uppskurð- ur tókst í alla staði prýðilega. En Sir Matthew andaðist engu að síður.“ „Og auður hans rann til Setons kapteins?" „Já.“ „Seton kapteinn hafði gert erfðaskrá líka, áður en hann fór frá Englandi, skilst mér?“ „Já, ef erfðaskrá skyldi kalla," svaraði Whit- field, og lét sér sýnilega fátt um finnast." „Hún er lögleg?" „Já, hún er í alla staði lögum samkvæmt. Hún gefur skýrt til kynna hvað fyrir honum vakti og skjalið er vottfest. Ó — já, — erfðaskráin er fullgilt skjal." „En þér eruð ekki ánægður með hana?“ „Minn góði maður, — til hvers erum við?“ Ég hafði einmitt oft verið að brjóta heilann um þetta. Ég hafði einu sinni látið gera undur einfalda erfðaskrá sjálfur, og ég hafði furðað mig á öllu því umstangi, sem því var samfara, hjá lögfræðingi mínum. „Sannleikurinn er sá,“ hélt Whitfield áfram, ,,að þá átti Seton lítið eða ekki neitt, sem hann gæti arfleitt aðra að. Hann lifði þá á styrk frá frænda sínum." „Og hvemig hljóðar þessi erfðaskrá?" spurði Poirot. „Hann ánafnar tilvonandi konu sinni, ungfrú Magdala Buckley allar eigur sínar, eftir sinn dag. Og mig útnefnir hann, sem umboðsmann sinn.“ „Ungfrú Buckley erfir þá auðinn ?“ „Að sjálfsögðu erfir ungfrú Buckley auðinn." „En ef ungfrú Buckley hefði nú látið lifið síðalstliðinn mánudag?" „Þar sem Seton var látinn á undan henni, mundi arfurinn hafa runnið til hverrar þeirrar mann- eskju, sem hún tilnefndi í sinni erfðaskrá, — eða, ef ekki hefði verið til erfðaskrá, þá til nán- asta ættingja hennar." „Ég verð að segja," bætti Whitfield við, að skattarnir á þessar arfs-yfirfærslur, hefðu orðið geysi-miklir. Geysi-miklir. Þjrú dauðsföll, takið þér eftir, hvert á fætur öðru.“ Hann hristi höfuð- ið. „Geysi-miklir." „En eitthvað hefði þó orðið afgangs?" spurði Poirot undur einfeldnislega. „Eins og ég' sagði yður áðan, þá var Sir Matthew annar ríkasti maðurinn á Englandi." Poirot stóð upp. „Þakka yður fyrir, Whitfield, —ég þakka yður kærlega fyrir þessar upplýsingar." „Ekkert að þakka. Ekkert að þakka. Ég er rétt í þann veginn að komast í samband við ungfrú Buckley — býst jafnvel við að bréf mitt sé komið í póstinn. Og mér mun verða ánægja að því, að veita henni alla þá aðstoð, sem ég get í té látið.“ „Hún er ung og óreynd stúlka," sagði Poirot, ,,og ég geri ráð fyrir að henni komi vel að njóta lögfræðilegrar aðstoðar yðar.“ „Það má búast við því, að æfintýra-menn birt- ist á sjónarsviðinu fyrr en varir," sagði Whit- field. „Það virðist liggja í augum uppi,“ varð Poirot að orði. „Verið þér sælir, Whitfield." „Verið þér sælir Poirot. Gleður mig, að hafa getað orðið yður að liði. Mér finnst ég — eh — kannast við nafn yðar.“ Hann sagði þetta mjög svo vingjarnlega — en Poirot snéri upp á sig og svaraði engu til. „Þetta er allt, eins og þér höfðuð gert ráð fyrir," sagði ég. Þegar við vorum komnir út á götuna. „Vinur minn, það hlaut svo að vera. Það gat ekki verið á neinn hátt öðruvisi. Við skulum nú fara til Cheshire Cheese, þar sem við munum hitta Japp. Borðum með honum miðdegisverð." Við hittum Japp fulltrúa frá Scotland Yard. Hann beið okkar, eftir umtali, og heilsaði Poirot mjög svo hlýlega. „Eilífð síðan ég sá yður siðast, Poirot? Hélt að þér væruð að rækta kálhausa uppi í sveit.“ „Ég gerði tiíraun. En jafnvel þó að maður sé að rækta kálhausa, er ekki hægt að láta morð- mál afskiptalaus." Hann stundi við. Ég vissi um, hvað hann var að hugsa, sem sé atburðinn í Femley garðinum. Hvað ég sá eftir því, að ég skyldi þá vera fjar- verandi. „Og Hastings kapteinn, líka,“ hélt Japp áfram sínu stryki. „Hvernig líður yður, Hastings?" „Allt í bezta lagi,“ svaraði ég. „Og eru nú enn ný morð á dagskrá?" spurði Japp. „Já, það er eins og þér segið, — ný morð á dagsskrá." „Jæja, — en þér skuluð ekkert vera.að æðrast, gamli seigur," sagði Japp. „Jafnvel þó að yður finnist þér ekki komast að neinni nothæfri niður- stöðu, — nú, þér getið ekki búist við þvi, að þér séuð alltaf jafn ratvis, enda eruð þér nú kominn af léttasta skeiði. Okkur förlast öllum, þegar við förum að eldast. Það verður að gefa ungum, mönnum tækifæri." „Og þó er það gamli hundurinn, sem hnútun- um er kunnugastur," muldraði Poirot. „Hann er þrautreyndur og slunginn. Hann missir aldrei af sporunum." „Jæja, — en við vorum nú að tala um menn, og ekki hunda." „Er nú svo mikill munur á?“ „Það er undir þvi komið, hvernig á það er litið. En þér eruð undantekning, >— hann hefir alltaf verið það, Hastings. Og lítið breytist þér með aldrinum. Hárið orðið litið eitt þynnra á hvirflinum, en svipurinn mikilúðlegri en nokkru sinni á yngri árum.“ M AGGI OG E A G 61. 1. Maggi: 'Ef þú ætlar að gefa skipinu nafn, þá verður þú að brjóta flösku á stafninu á því áður, það er gamall og góður sjómanna siður. 2. Raggi: Ég þakka þér fyrir upplýsingamar. Ég fer strax og sæki flösku. 3. Raggi: Bæri- lega gekk, að ná í þessa! 4. Raggi: Og nú fóma ég fullri flösku af laxer- olíu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.