Vikan - 16.09.1943, Blaðsíða 2
2
VIKAN,, nr. 37, 1943
P ósturinn
Reykjavik, ágrúst 1943.
Vikublaðið ,,Vikan“.
Reykjavik.
Ég óska upplýsinga um eftirfar-
andi atriði:
1. Er leyfilegt að selja notuð frí-
merki til útlanda án verzlunarleyfis ?
2. Hvemig er þá háttað með borg-
un á frímerkjunum ?
Svar óskast sem allra fyrst.
Virðingarfyllst.
„Braskari“.
Svar: Ennþá eru engin lög til, sem
banna það, að selja notuð frímerki
til útlanda, án verzlunarleyfis.
2. Það er ekki hægt að gefa neina
fasta reglu fyrir því, hvernig
greiðsla frímerkjanna fari fram.
Það fer að mestu leyti eftir samn-
ingum við þá, sem viðskiptin eru
gerð við.
Kæra Vika!
Geturðu gefið mér nokkrar upp-
lýsingar um hvað neðanmáissaga
Tímans 1938, Patrica, var margar
blaðsíður, var hún ekki meira en 316
blaðsíður; ef svo er, viltu þá segja
mér hvað hún er margar blaðsíður
þar framyfir, ef það er ekki langt,
svona 2—4 blöð bókarinnar Patrica,
þá gæti ég ekki fullþakkað þér ef þú
vildir birta það í Vikimni, þvi mér
þykir hún enda skrítilega, að það
skuli ekki vera „endir“ neðanundir,
eins og er á öllum hinum neðanmáls-
sögúnum.
Með kæru fyrirfram þakklæti.
Ein sem les mikið af bókum.
Svar: Við höfum kynnt okkur
þennan árgang blaðsins, sem þér
talið um að sagan sé i, og getum ekki
séð betur, en hún endi á bls. 316,
þrátt fyrir það þótt ekki standi
„Endir" undir eins og annars var
vani við framhaldssögur Tímans.
Einnig höfum við séð bókina inn-
bundna hjá manni, sem haldið hefir
sögunum saman, og þar endar sagan
á bls. 316. Svo það verður að teljast
endir hennar.
Heimilisblaðið Vikan, Reykjavík.
Ég sé að þú ert rækalli seig, að
svara spurningum, sem koma sitt úr
hverri áttinni. Mér þykir gaman að
kvæðum og er fljótur að læra vísur,
sem mér finnst góðar. Ég heyrði
erindi fyrir ekki löngu síðan og lærði
það og sjómaðurinn, sem kenndi mér
það sagði að þetta mundi vera heilt
kvæði, en hann kunni ekki meira úr
þvi og vissi ekki eftir hvem það var.
Mig langar að vita, hvar ég get fund-
ið þetta kvæði. Vísan er svona:
Kunnið þið við að kalla svin
kappana er lenda í svona þófi,
þótt þeir um kvöldið kysstu í hófi
kvenfólk og drykkju brennivín,
þegar úr brims og kafaldskófi
komu þeir snöggvast heim til sín.
Ég vona að þú hafir ekki mikið
fyrir þessu.
Sjómaður, sem alltaf les Vikuna.
Svar: Þetta er úr löngu kvæði, sem
heitir „1 hákarlalegum" og er eftir
Jakob Thorarensen. Það er t. d.
prentað í bókinni „Hafræna", sem er
safn af sævarljóðum og siglinga.
2. september 1943.
Kæra Vika!
Ennþá skrifa ég þér, og langar nú
eins og fyrri daginn að sækja til þín
fróðleik. Þú leystir svo vel úr spurn-
ingum minum hér á dögunum, við-
víkjandi Múhameðstrú og Búddatrú.
Nú langar mig til þess að vita eitt-
hvað um þessi svo kölluðu frum-
stæðu trúarbrögð, ég meina hvar
mest er um það að fólk trúi á stokka
og steina, og allskonar hindurvitni.
Þú ferð náttúrlega að halda, kæra
Vika mín, að ég sé með trúmála
dellu, ég veit að það er alls ekki
„móðins“ nú á tímum að hugsa svona
mikið um trúmál eins og ég geri, en
ég vonast samt eftir svari þínu við
fyrsta tækifæri.
Virðingarfyllst.
Söguþyrstur.
Svar: 1 Mannkynssögu Ólafs Hans-
sonar, segir svo um frumstæð trúar-
brögð: „Margar þjóðir, er standa á
lágu menningarstigi, aðhyllast ýms-
ar tegundir frumstæðra trúarbragða.
En einnig gætir frumstæðra trúar-
hugmynda í trúarbrögðum ýmissa
menningarþjóða, t. d. Kínverja og
Japana , . . . Þjóðtrú (,,hjátrú“) með-
al Evrópuþjóðanna er oft leifar eldri,
frumstæðari trúarbragða. Þessi frum-
stæðu trúarbrögð eru nefnd ýmsum
nöfnum, t. d. frumstæð andatrú
(animismi) og hlutadýrkun (fetisj-
ismi). Mikið ber á alls konar galdra-
trú (magi) í þessum trúarbrögðum,
og galdraprestar eru víða meðal
valdamestu manna þjóðfélagsins. —
Slik trúarbrögð eru enn útbreidd
í Mið-Afríku og allvíða meðal frum-
stæðra þjóða í Asíu. 1 Evrópu aðhyll-
ast sumir flokkar Lappa og Samójeda
enn slík trúarbrögð."
Vestm.eyjum, 2. sept. ’43.
Kæra Vika!
Viltu gjöra svo vel að birta fyrir
mig i póstinum, síðasta erindið af
kvæðinu „Góða tungl“ og annað og
þriðja erindið af „Taktu sorg mína
svala haf“, og enn eitt og það er
annað erindið af kvæðinu „Mig hrygg-
ir svo margt sem i hug mínum felst“.
Vonast eftir svari sem fyrst, með
fyrirfram þökk. L. L. „Ljóðelskur”.
Frumbyggjar hjálpa brezkum hermönnum, að hlaða flutningabíla, sem eru að sækja vatnsforða
handa flughemum. Reykurinn í baksýn er upphaf af sprengjum möndulvelda-flugvéla, en verka-
mennimir halda áfram starfi sínu, eins og ekkert sé um að vera.
Svar: Því miður getum við ekki
orðið við bón yðar, um að birta öll
ljóðin, sem þér farið fram á, í þessu
blaði, en birtum að þessu sinni aðeins
annað og þriðja erindið af kvæði
Guðm. Guðmundssonar. Þau hljóða
svona:
Taktu sorg mína, sól, — og brenn
sorg mína í geislum þínum!
Brenndu hana í bálstraumum þínum!
Berðu hana í ljósörmum þínum!
Eyddu henni i eldi þínum!
Hve feginn ég geng á það bál og brenn
með björtustu vonunum minum,
vænustu og kærustu vonunum mínum!
Taktu sorg mína, vinfast vor, —
og vefðu hana örmum þínum!
Berðu hana á blævængjum þínum!
burt undir himninum þínum!
Svæfðu hana á svanbrjóstum þinum!
Legðu blómin þín, ljúfasta vor,
á leiði yfir vonunum mínum,
viðkvæmu, síðustu vonunum mínum!
Kæra margfróða Vika!
Ekki viltu nú vera svo væn, að
ségja mér hvort er réttara Svein-
bjömsson eða Sveinbjamarson ?
Með fyrirfram þökk fyrir svarið.
„Einn í vafa.“
Svar: Sveinbjamarson er eldra í
málinu, og verður að teljast réttara,
annars eru þessi nöfn notuð jöfnum
höndum í nútímamáli.
Lusille Bail, hin fagra kvikmynda-
stjama, er að reyna að slá stjórnar-
völdunum við í viðleitni þeirra tii
efnis-spamaðar. Þykist hún með
þessum efnislitlu baðfötum hafa
hitt naglann á höfuðið.
Otgefandi: VIKAN H.F., Reykjavik. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundaaon, Kirkjuatræti 4, sími 5004, pósthólf 365.