Vikan - 16.09.1943, Blaðsíða 10
10
VIKAN, nr. 37, 1943
u in m m i i m
u ILI iii iii Ll ii i
Matseðillinn.
Nautasteik.
3y2 kg. kjöt, 4 dl. vatn, 20 gr.
smjör, 20 gr. hveiti, 3—4 dl.
kjötsoð, salt.
Kjötið er þvegið og brúnað vel á
pönnu. Þegar búið er að brúna kjötið,
er það sett inn í vel heitan ofn, stráð
á það salti og sjóðandi vatni helt
yfir það, síðan soðið í ofninum í
l1/*—iy2 kl.st. Meðan steikin er í
ofninum, er soðinu ausið yfir hana
við og við. Sósan er búin til úr soðinu
af steikinni, sem áður er vel skúmað.
Steikin er skorin í þunnar sneiðar
og síðan framreidd. Soðnar kartöflur
og ýmiskonar gTænmeti er borið með.
Grænkálssúpa.
Grænkál, 20 gr. smjör, 25 gr.
hveiti, 1 y2 1. súpa, 250 gr.
kartöflur, 1 matskeið sykur,
2 gulrófur.
Grænkálið er rifið frá leggnum,
skolað vel og soðið í 10 mín. Þá er
vatninu helt af og kálið látið þoma
í sigti. Síðan er það skorið mjög
smátt. Hveitið er hrært út í súpuna
smátt og smátt og suðan látin koma
upp. Kartöflurnar og rófurnar sund-
urskornar eru því næst soðnar í súp-
unni í y2 kl.st. og kálinu að síðustu
bætt út í um leið og súpan er fram-
reidd.
(tír matreiðslubók
Helgu Thorlacius).
Hásráð.
Til þess að hreinsa ryk eða önnur
óhreinindi af bronsuðum munum, er
gott að þvo þá upp úr heitu ediki
með bursta eða tusku. Síðan á að
þvo edikið af með heitu sóta- eða
sápuvatni, og á eftir því úr volgu
vatni. Því næst á að þurrka hlutinn
vandlega með þurrum mjúkum klút.
Þennan klæðnað má nota á hvaða
tíma árs sem er, eftir hentugleikum.
Dragtin er úr ljósgráu ullarefni. Á
jakkabrúnunum, vösunum og í kring
um kragann er rykking. Hann er að-
skorinn í mittið, hneptur með fjór-
um hnöppum. Innanundir er blússa
úr ljósu krepefni.
Smámunir
Hirðuleysi með smámuni er sker,
sem meiri hluti manna strandar á.
Mannlífið samanstendur af samfastri
röð smámuna; svo lítilfjörlegt sem
hvert einstakt kann að vera út af
fyrir sig, þá skiptir þó miklu, að
kunna að fara réttilega að í þessum
smámunum, og oft er heill og ham-
ingja manna komin undir því.
Hagur og velferð kaupmanna og
þess háttar sýslunarmanna er oft kom-
in undir þvi, að þeir hafi nógar gæt-
ur á smámununum. Heimilið verður
þægilegt og notalegt við það, að
ýmsir smáhlutir séu gerðir og þeim
fyrir komið haganlega. Góð stjórn er
því aðeins möguleg, að þau afskifti
séu höfð af allskonar smámunum,
sem þörf er á.
I miklum fróðleik og dýrmætri
reynslu liggja miklir fjársjóðir, en
fróðleikurinn og reynslan hefir fyrst
fengizt smátt og smátt. Smáögnum
hefir verið safnað saman og þær
geymdar, og við þetta myndast hrúg-
an.
Það má segja, að þeirra manna líf
sé ónýtt, sem ekkert hafa lært, og
aldrei hafa dregið neitt sam£in í heild.
En þetta kemur af því, að þeir hafa
eigi lært, hversu smámunimir eru
mikils virði. Slíkir menn eru ólán-
samir, og þeir geta ef til vill talið
sjálfum sér trú um, að heimurinn
hafi verið ranglátur við þá; en í raun
réttri hafa þeir verið sjálfum sér
verstir. Menn eru smámsaman farnir
að hætta að tala um „hepnina", því
að menn eru famir að sjá, að ástund-
un er skilyrði fyrir velgengni vorri í
lífinu, eða með öðrum orðum,-að far-
sælleg ævi er að miklu leyti komin
undir því, að vér höfum verið starf-
samir, og að vér höfum haft nógar
gætur á smámununum. Dáðlausir
menn og framtakslausir munu aldrei
hafa heppnina með sér, þvi að ávext-
ir ástundunarinnar munu eigi koma
upp í hendurnar á þeim, sem eigi vilja
gera sér þá fyrirhöfn, sem þörf er
á, til að öðlast þá.
Það er eigi heppnin, sem gerir mann-
inn mikinn; það er starfsemin. Svo
segir rithöfundur í Ameríku, að
heppnin leiti jafnan eftir því, að
»»»»:♦»>»»»»»»'
A
Notið einu sinni
Ozolo
furunálaolíu í
baðið — og þér
aukið líðan og
heilnæmi yðar
stórlega.
Ozolo
bregst engum.
Heildsölubirgðir:
Agnar Norðf jörð & Co. h.f.
Sími 3183.
:«
v
V
V
V
V
V
V
V
V
V
V
V
V
V
V
V
V
v
V
V
V
V
V
V
>T<
V
V
NOTIÐ eingðngu
iliiillllllllllllllllllillililiiiiimiiiinimiii
STÍFELSI
Heildsölubirgðir:
GUÐMUNDUR ÓLAFSSONtCO.
Auarturatræti 14. — Siml 5604.
STOPS
PERSPiRATION
ODORS
Amoljn
__ deodorant
CISIi csuLcun.
.♦>»»i^»»»»»»»»»i
Heildsölubirgðir:
Agnar Norðf jörð & Co. h.f.
Sími 3183.
miiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiui
tækifærið gefist, en starfsemin leitar
tækifærið uppi, ef henni fylgir glögg-
sæi og viljaþrek. Heppnin liggur í
rúminu og bíður eftir því, að póstur-
inn komi með fregn um, að mikill
arfur sé fenginn, en starfsemin legg-
ur snemma af stað á morgnana til
þess að leggja grundvöll til velmeg-
unar, annað hvort með liprum penna
eða þungum hamri. Heppnin lætur
berast makindalega með straumn-
um, og kemst í höfn letinnar eða
ómennskunnar, en starfsemin leitar
sterklega á móti straumnum, og
kemst í höfn frelsis og sjálfstæðis.
Á heimilum eru margir smámunir,
sem menn verða að gefa gætur að,
ef menn eiga að verða heilbrigðir og
ánægðir. Hreinlæti er þannig komið
undir mjög mörgum smámunum: að
þvo gólf og sópa, þvo ílát o. s. frv.
— en allt þetta er þó skilyrði fyrir
því, að mönnunum geti liðið vel bæði
líkamlega og andlega. Það má telja
lítilfjörlegt, hvernig loft er í herbergi
— það sést eigi, og flestir menn vita
lítið um það. En ef vér þó eigi hirð-
um um, að loftið geti endumýjast i
herberginu, sem vér erum í, þá kem-
ur þó endurgjald slíks hirðuleysis 1
fyrr en varir. Það sýnist litlu varða,
þó smá óhreinindi séu hér og þar,
þó dyr séu aldrei opnaðar eða glugg-
um aldrei lokið upp, og þó kunna
menn að missa heilsuna fyrir þetta.
Og þá má sjá að þessir smámunir
eru ekkert lítilræði.
Títuprjónninn er lítill og auðvirði-
legur hlutur, þegar hann er í föt-
um, en þó má oft marka nokkuð
skaplyndi manna af því, hvemig
títuprjónninn er nældur í fötin. Einu
sinni var ungur maður, sem ætlaði að
kvongast; hann fór á heimili, þar sem
stúlka var, sem hann hafði augastað
á. Dóttir húsbóndans kom inn, ung
og falleg, en hún var nokkuð hirðu-
lauslega klædd; hálsklúturinn var
skakkur, festur saman með nælu,
hárið var úfið, o. s. frv. Ungi mað-
urinn kom aldrei á þetta heimili
framar. Sumum kann að þykja mað-
ur þessi smásmugulegur; þetta kann
að vera. En hann varð síðar meir
bezti eiginmaður. Hann dæmdi karla
og konur eftir smámunum, og þetta
var rétt af honum.
Lyfsölumaður auglýsti einu sinni í
blöðunum, að hann vildi fá pilt; til
hans kom mikill fjöldi ungra manna.
Hann bað þá alla að koma á ákveðn-
um tima í lyfsölubúðina, og lét þá
hvern þeirra fá dálítið af salti til að
búa um. Þann, sem honum þótti það
fara laglegast úr hendi, kaus hann,
þvi að hann hugsaði sem svo, að sá,
sem væri góður i litlu, mundi einnig
verða góður í miklu.
Hirðuleysi í smámunum hefir sett
margan auðinn út um þúfur, og orðið
beztu fyrirtækjum til tjóns. Verzlun-
arskip, sem hlaðið var aleigu kaup-
manns eins, týndist í hafi, af því að
það var látið leggja af stað án þess
gert væri við ofurlítinn leka.
Hestskónaglann vantaði í skeif-
Framh. á bls. 15.