Vikan


Vikan - 16.09.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 16.09.1943, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 37, 1943 11 Framhaldssaga „Hvað eruð þér að segja, ung-frú?“ „Þér senduð sælgætið?" „Ég! Aldrei. Hefi aldrei sent yður sælgæti." „Þér gerðuð það samt. Nafnspjaldið yðar var í öskjunum.“ „Hvað þá?“ Nick gerði einskonar bendingu með höfðinu til borðsins, sem stóð hjá rúminu. Hjúkrunar- konan gaf sig nú fram. „Viljið þér sjá nafnspjaldið, sem var í öskj- unum?“ „Já, ef þér viljið gera svo vel!“ Nú varð þögn litla stund. Hjúkrunarkonan kom með nafnspjaldið von bráðar og rétti Poirot það. Ég saup hveljur. Og Poirot saup líka hveljur. Þvi að á spjaldið var ritað með flúi’aðri rithönd Poirots, sömu orðin, sem ég hafði horft á Poirot rita á spjaldið, sem hann lét fylgja blómakörf- unni. „Með vinarkveðju frá Hercule Poirot!" „Dauði og djöfull!“ varð Poirot að orði. „Þarna sjáið þér,“ sagði Nick .hróðug. „Ég hefi ekki skrifað þetta!“ gall Poirot við. „Hvað eigið þér við?“ „Og þó,“ tautaði Poirot, „og þó er þetta mín rithönd." „Já, og þetta er nákvæmlega eins og á spjald- inu, sem kom með blómunum. Mér kom aldrei til hugar, að efast um, að sælgætið kæmi frá yður.“ Poirot hristi höfuðið. „Hvernig gátuð þér líka efast um það? — Djöfullinn sá arna! Sá slvmgni og ósvífni djöfull! En hann er snillingur, þessi maður, — snillingur! Með vinarkveðju frá Hercule Poirot! Þetta er svo undur sakleysislegt. En, að láta sér hugkvæmast þetta. Og ég — ég hugsaði ekki. Mér sást yfir, að sjá þennan leik fyrir.“ Nú fór Nick að gerast óvær. „Þér skuluð ekki láta þetta á yður fá, ungfrú. Þér gátuð ekkert að þessu gert — ekkert. Það er ég, sem á hér alla sökina, vesalings heimsk- inginn, ég! Ég hefði átt að sjá þennan leik fyrir. Já, ég hefði sannarlega átt að sjá hann fyrir." Hann bar sig átakanlega vesaldarlega út af þessu. „Nú held ég sannarlega —“ stundi hjúkrunar- konan upp. Hún hafði verið að tvístíga þarna, sýnilega óánægð við okkur. „Nú? Já, já, — ég skal fara. Ekki að láta hug- fallast, ungfrú! Þetta skal verða síðasta skyssan, sem ég geri. Ég blygðast mín, ég hefi orðið mér til minkunnar, — látið leika á mig, •— eins og ég væri lítill skóladrengur. En það skal ekki koma fyrir aftur, því skal ég lofa yður og efna það. Jæja, Hastings, við skulum fara.“ Poirot tók nú fyrir, að yfirheyra forstöðukon- una. Og auðvitað hafði henni orðið ákaflega mik- ið um þennan atburð ag allt það, sem af honum hafði leitt. „Mér er þetta algjörlega óskiljanlegt, herra Poirot, alveg óskiljanlegt. Að slíkt skyldi geta átt sér stað liér, á Hjúkrunarhælinu mínu.“ Poirot vottaði henni samúð sina og fór var- lega. Og þegar hann var búinn að gera hana nokkurnveginn rólega, tók hann að spyrja hana út úr um það, hvernig atvikum hefði hagað til, þegar sælgætisöskjurnar, — sem öllu þessu uppi- standi höfðu valdið, — voru afhentar, og við þeim tekið. En forstöðukonan svaraði því til, að um þetta allt myndi honum hentast, að hafa tal af varðmanninum, sem hefði verið á verði, þegar bögglinum var skilað. Maður þessi, sem hét Hodd, var einfeldnings- legur, en virtist vera prúðmenni, — eitthvað um tvítugt. Hann var sýnilega skelkaður. En Poirot tókst von bráðar að koma honum í jafnvægi. „Ekki er hægt að bendla yður neitt við þetta,“ sagði hann vingjarnlega. „En mig langaði til að biðja yður að segja mér nákvæmlega, hvenær og hvernig þessi böggull kom hingað.“ Varðmaðurinn virtist vera í vanda. „Það er erfitt, að segja þetta með vissu,“ sagði hann hikandi. „Hingað koma svo margir og spyrj- ast fyrir um sjúklinga, og skilja eftir ýmiskonar sendingar til þeirra.“ , „Hjúkrunarkonan segir, að þessi böggull hafi komið í gærkvöldi," greip ég fram I, ,,um sex leytið.“ Nú glaðnaði yfir piltinum. „Nú man ég, hvemig þetta var, herra minn. Það var heldri maður, sem kom með þennan böggul.“ „Toginleitur maður — Ijóshærður?" „Hann var Ijóshærður, að visu. En ég er ekki viss um að hann hafi verið toginleitur." „Er hugsanlegt, að Charles Vyse hafi farið með böggulinn, sjálfur?" sagði ég í hálfum hljóðum við Poirot. Ég gleymdi þvi í svipinn, að pilturinn myndi kannast við nöfn bæjarbúa. „Það var ekki Vyse,“ sagði hann. „Ég þekki hann. Það var stærri maður, — fríður maður, — kom í stórri bifreið." „Lazarus,“ varð mér að orði. Poirot gaf mér aðvörunarmerki, og ég sá eftir að hafa þama hlaupið á mig. „Hann kom í stórri bifreið, og skildi böggulinn eftir ? En hann var með utanáskrift ungfrú Buckley ?“ „Já, herra minn.“ „Og hvað gerðuð þér við böggulinn?" „Ég snerti hann ekki. Hjúkrunarkonan tók hann og fór með hann upp.“ „Einmitt það. En þér hafið þó hlotið að snerta hann, þegar þér tókuð við honum af manninum, — eða hvað?“ „Já, það er lika rétt. Ég tók við honum og lagði hann á borðið.“ „Hvaða borð? Sýnið mér það.“ Varðmaðurinn gekk með okkur fram í forsal- inn. Útidyrnar voru opnar. Hétt hjá þeim var langt borð, með marmaraplötu, og á því lágu bréf og bögglar. „Allt, sem hingað berst af slíku, er fyrst lagt þarna. Síðan taka hjúkrunarkonurnar það og færa hverjum sjúklingi, það sem til hans er sent.“ „Getið þér munað, um hvert leyti dags, þessi böggull var skilinn eftir?“ „Það hlýtur að hafa verið um klukkan hálf- sex, eða lítið eitt síðar. Ég man að pósturinn var nýkominn, og hann kemur hingað jafnan um klukkan hálf sex. Hér var talsvert annríki um þær mundir, margir höfðu skilið eftir blóm, eða komið til að heimsækja sjúklinga." „Þakka yður fyrir greið svör. Nú held ég, að MILO RutiainilMit: áam tóassoa. saiaasiTs • Minnsíu ávallt ! mildu sápunnar I■I■■I■■■•■I•I■I■•I■■I■II1I'^ Ozolo Desinfector er ómissandi i vaska, sal- emi og í upp- þvottarvatnið. Ilmurinn gjör- breytir híbýl- um yðar. Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co.h.f. Simi 3183. • Laitozone baðmjólk mýkir vatnið og gefur yður mjúka og sterka húð. Heildsölubirgðir: Agnar Norðf jörð & Co. h.f. Simi 3183.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.