Vikan


Vikan - 16.09.1943, Blaðsíða 8

Vikan - 16.09.1943, Blaðsíða 8
8 VTKAN, nr. 37, 1943 Gissur leitar uppi elskulegt fólk. Gissur: Þú ert svo glaðleg á svipinn, dóttir góð! Dóttirin: Æ, allir eru svo góðir við mig — fólk er yfirleitt ákaf- lega gott í sér, — ég hefi hitt margt ókunnugt fólk í dag, og allir hafa verið svo fjarskalega elskulegir. Gissur: Getur verið að ég sé að gerast gamall — en mér finnst ég verða lítið var við elskulegheitin hjá fólkinu. En ég ætla nú að fara á stjá, og sjá hvemig þetta er. Gissur: Ég ætla að gera eina tilraun héma: Hringja þessari dyrabjöllu og spyrja, hvað klukk- an sé. Húsráðandi: Hvaða fiflalæti og frekja er þetta, — að vekja mig upp úr fasta svefni, með slíkri heimsku- spumingu ? Gissur: Jæja, — það er tilgangslaust að ætla sér að sanza þennan skarf, — ég ætla að vita, hvað það segir, fólkið i þessu húsi. Húsfreyjan: Snáfið þér héðan, — ég kaupi ekkert bursta- skran í dag. Gissur: En — ég-------. Bjössi litli: Hann er alveg eins og þorparinn, sem við sáum i Bíó. Stjáni: Iss, — ég er viss um að þetta er bamaþjófur. Önnur húsfreyja: Hafðu þig burt úr blómabeðinu minu, — þú, þinn klofstutti kartöflu-nefur. Reiðileg rödd: Hættið að hringja þessari klukku — eða ég skal--------. Hundavinurinn: Hvern fjandann sjálfan emð þér að gera, hér í mínum garði, — hypjið yður héðan í logandi hvellinum, — og ofan úr trénu, — þér brjótið greinamar. Lögregluþjónninn: Hvað ert þú að vilja hingað, lagsmaður? Fólkið er ekki heima. Hafðirðu hugsað þér að brjótast inn ? Það verður nú ekki af því, lagsi, — burt! Bilstjórinn: Sauðarhaus! Þér er nær að hafa aug- un hjá þér — eða ertu að gera ginningar til að ekið sé yfir þig? Gissur: Ákaflega elskulegur piltur!! Rasmína: Þú kemur ekki heim vonum fyrri, — var ég ekki búinn að marg segja þér, að ég ætlaði út? Gissur: Elskulegt fólk!! Drottinn minn dýri!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.