Vikan


Vikan - 16.09.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 16.09.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 37, 1943 5 *|~~ Framhaldssaga < > !!16 Konan í Glenns-kastala : Revelstone lávarður horfði rannsakandi á Bar- böru, um leið og hann sagði þetta. Hann hafði komið tU Glenns-kastala fyrir hádegið, og Barbara, sem tók mjög vel á móti honum, hafði boðið honun? inn í borðstofuna, því það var komið að hádegisverðartíma. Þetta var kaldur októberdagur, og hún hafði kveikt eld i aminum, svo það var hlýtt og nota- legt í stofunni. ,,Nei, ég kæri mig ekkert um það, að fara i ferðalag, Revelstone lávarður," sagði Barbara ákveðin. ,,Ég vil helzt af öllu vera kyrr hér í Glenns-kastala, þér hafið að vísu rétt fyrir yður í því, að það er oft einmanalegt hér og dagamir em stundum lengi að líða, en hvað gerir það til ? Ég hefi hér nóg að starfa og það styttir tímann, þótt hver dagur sé öðmm líkur; en það gleður mig sannarlega að sjá yður aftur; að þér skuluð vera kominn til baka. Ég get sagt yður það, að við höfum saknað yðar hér.“ ,,Nú verð ég líka kyrr hér heima á Irlandi í bráð,“ sagði Revelstone lávarður. „Hafið þér virkilega saknað mín á meðan ég var í burtu ? Ég get nú sagt það sama; ég hefi saknað yðar líka. Það er um hálft ár síðan ég fór í burtu, og mér finnst það vera margt, sem ég þarf að tala við yður um. Segið mér, frú Maloney, hvernig gengur það t. d. með vinnufólkið yðar? Er það ekki ánægt með þetta prýðilega hús, sem þér emð búnar að byggja?“ „Jú, það held ég það sé,“ sagði Barbara ánægjulega; „það er líka góð hugmynd, og það bezta, sem hækt var að gera, að leggja þessa peninga, sem Pierce erfði, i það, að koma upp nýju húsi i staðinn fyrir gamla húsið, sem komið var að falli." „Ó, Reveistone lávarður," hélt hún áfram, „hvernig á ég að fullþakka yður og launa, öll þau góðu ráð og bendingar, sem þér hafið gefið mér, og hluttekningu yðar við mig í öllu þessu basli? Þér hafið verið mér svo hjálplegur og bárað svo mikla umhyggju fyrir mér í alla staði, áður en þér fómð í burtu. Ég hefði aldrei hugsað neitt út í þetta með vinnufólkið, sem þér bentuð mér á; að ég þyrfti að hafa eftirlit með því, enda þótt ég vissi að því var ábótavant í ýmsu. En eftir að þér sögðuð mér að ég skyldi fylgjast betur með því og gera vel við það á allan hátt, þá hefir það unnið störf sín með gleði og trú- mennsku. Ég hefi haft óblandna ánægju af því, að sjá nýja húsið risa upp við hliðina á hinu, og hversu vel því verki hefir miðað áfram. Og allt þetta á ég yður að þakka." „Þetta eru nú gullhamrar,“ sagði Revelstone lávarður, og roðnaði um leið, en hann gat ekki leynt því, hversu vænt honum þótti um þessi viðurkenningarorð Barböru, því hann vissi með sjálfum sér, að hún meinti það, sem hún sagði. „Það er að vísu rétt, að ég hjálpaði yður, eða öllu heldur lagði, á ráðin með yður, hvernig þér ættuð að koma þessu í framkvæmd, á meðan ég yrði í burtu, og þér hafið lika farið vel eftir því, sem ég sagði yður, þér emð hyggin kona, það lýsir sér í öllum vei'kum yðar hér; og það verð ég að segja, að yður hefir tekist með sóma, að reisa Glenns-kastala af rústum sínum, frú Maloney." Hann gekk að aminum og um leið og hapn rétti hendumar yfir glóðina til þess að oma sér, spurði hann: „Hvemig líður Ethnee?" „Henni líður mjög vel í alla staði," svaraði Forsaca * Howard Burton æskuvinur ® * Barböm fer til Suður- Afríku. Barbara verður fyrir sárum von- brigðum út af þvi, að hann skyldi ekki biðja sín áður en hann fór. Pierce Maloney kemur heim á heimili Ann frænku Barböru, eftir að hafa lent í bifreiðarslysi. Hann vinnur ást Barböru, og þau giftast nokkru seinna. Frú Burton, móðir Howards, ásakar hana um trúleysi við son sinn, og fullvissar hana um, að hann elski hana. Pierce heldur sig mjög ríkmannlega á brúðkaupsferðinni, og Barbara álítur að hann sé efnaður maður. En þegar þau koma á heimili hans í Glenns-kastala á Irlandi, verður hún fyrir vonbrigðum, þegar hún sér hversu allt er þar fátæklegt. Þá fær hún líka, fyrst að vita, að Pierce er ekkjumaður og á tvö börn. Bömin em fyrst í stað mjög óstýri- lát við Barböra. Af þessu öllu verður Barbara mjög bitur og ásakar sjálfa sig fyrir það að hafa gifst Pierce. En brátt greiðast fjárhagsörðugleikar hans, og tek- ur hún þá til óspilltra málanna, að lagfæra allt í Glenns-kastala. Bömin hafa. nú líka tekið ástfóstri við hana. Hún hefir eignast son og er nú enn á ný orðin hamingjusöm. En þá kemur sorgin eins og reiðarslag yfir hana. Pierce og litli drengurinn hennar farast báðir af slysfömm. Barbara verður örvingluð af sorg sinni, og fer frá stjúp- bömum sínum til Englands til Ann frænku sinnar. Nokkru síðar fær hún bréf frá faðir Matthews, þar sem hann segir henni að Patrick, sé hættulega veikur. Hún bregður óðara við og fer aftur til Irlands til drengs- ins, sem brátt komst til heilsu aftur. Barbara. „Hún er i skemmtiferð úna, á hestinum sínum, en ég vonast eftir henni á hverri stundu í hádegisverðinn. Þér vitið að bömin hafa alltaf verið mikið gefin fyrir útivem, og hún lætur sér ekki fyrir brjósti brenna, þótt veðrið sé ekki upp á það bezta. Það var sérstaklega vel hugsað og fallegt af yður, að gefa henni þennan ljómandi góða hest, áður en þér fóruð; hún er yður líka mjög þakklát, og þér getið ekki ímyndað yður, hve hún hefir mikið dálæti á hestinum." „Það gleður mig að heyra,“ sagði Revelstone lávarður. „Og hún er dugleg við lærdóminn, bæði bóklega og verklega, er það ekki?“ „Jú, það er hún,“ sagði Barbara og brá fyrir hreykni í röddinni. „Hún er mjög efnileg, ung stúlka. Hún hefir listrænan smekk og leggur sig mikið eftir allri list; og það get ég sagt yður, Revelstone lávarður, að hún verður með fríðustu stúlkum." Revelstone lávarður svaraði ekki strax, en horfði dreymandi augum í eldinn, síðan snéri hann sér að Barböru og kinkaði kolli. „Það er alltaf skemmtilegt að heyra góðar fréttir, þegar maður kemur heim úr ferðalagi," sagði hann hæglátlega. „Þetta er allt eins og bezt verður á kosið. — En heyrði þér, frú Maloney," sagði hann eftir svolitla þögn, „mér þætti mjög vænt um það, ef þið Ethnee gætuð þegið boð mitt, og komiö i heimsókn til okkar í Rathnay- kastala. Bridget hefir lofað, að vera hjá mér eitthvað framyfir jólin, og við fáum hóp af gest- um í heimsókn, það væri upplyfting fyrir ykkur í því að koma. Munið þér ekki eftir frú Sinclair, sem þér hittuð hjá okkur fyrir tveimur árum síðan, þegar þið Pierce heimsóttuð okkur? Hún ætlar að koma, þér vitið að hún hefir mjög mikið dálæti á yður, og langar til að sjá yður aftur. Ég hitti hana i London fyrir nokkrum dögum, og hún var að spyrja mig um yður. Og ef þið komið, þá verðið þið að búa ykkur undir það að geta dvalið svolitinn tíma.“ Barbara svaraði honum ekki strax. Hún lagði hendurnar á bakið á einum stólum, horfði eins og í leiðslu fram fyrir sig, og varð allt í einu döpur í bragði. Það snerti viðkvæma strengi hjarta hennar, þegar Revelstone endurtók nú boð sitt. Hún minntist þess, er hún hafði farið í heim- sókn til hans áður, og þá með Pierce, manninum sínum. Revelstone lávarður stóð kyrr og horfði á hana. Hann gat ekki skýrt það fyrir sjálfum sér, að honum sýndist, sem Rarbara vera ennþá ung- legri, en hún hafði verið, fyrst þegar hann sá hana. Það var annar svipur yfir andliti hennar, einhver undursamleg ró og friður, sem fór henni svo vel. Augu hennar voru að vísu þunglyndisleg, og svipurinn var þreytulegur. Og þegar hann veitti henni nánari athygli, sá hann að hún var nýbúin að vera í hárgreiðslu, hún hafði hárið greitt aftur með eyranum og upp frá hnakkanum, þannig, að það myndaði eins og krans í hvirfl- inum. Klæði hennar vom ekki íburðarmikil, en mjög snyrtileg. En það var eins og Barbara væri feimin við það, eða jafnvel að henni þætti það miður, að vera svona ungleg ásýndum. „Það er næsta undravert að frú Sinclair skuli muna eftir mér ennþá, og fallega gert af henni að hugsa til mín,“ sagði Barbara, þegar henni fannst þögnin orðin óeðlilega löng. „Það eru engin undur, frú Maloney, að frú Sinclair hugsi til yðar,“ svaraði Revelstone. „Þér emð ekki í flokki þeirra kvenna, sem auðvelt er að gleyma." „Þér megið ekki skjalla mig, Revelstone lávarð- ur,“ sagði Barbara óþolinmóðlega. „Þegar þér talið við mig, er eins og þér séuð að tala við einhverja undra-manneskju, en það er ég alls ekki, ég er aðeins eins og fólk er flest og ekkert meira. En svo að ég svari erindagjörðum yðar, Revelstone lávarður, þá get ég ekki þegið boð yðar til Rathnay-kastala að þessu sinni. Þér megið ekki misskilja mig, en mér er það ómögu- legt, það yrði aðeins til þess að ýfa upp sár mtn. Þeir eru alltaf lifandi fyrir hugskotssjónum min- um, dagamir, sem ég var þar með Pierce." Revelstone hristi höfuðið. „Ég held að þér séuð ekki heilbrigðar ennþá, frú Maloney," sagði hann, og brá fyrir kulda í röddinni. „Ég held að það sé ekki gott fyrir yður, að halda yður svona algerlega frá öllu skemmtana- lífi. Það mundi dreifa áhyggjum yðar, ef þér léttuð yður svolítið upp. Ég skil að vísu vel sorg yðar, og ég ber virðingu fyrir henni, — fyrir það hversu einlæg hún er, en þér hafið ekki leyfi til þess, að gleyma sjálfri yður. Þér verðið líka að hugsa um velferð yðar. Nú er þetta allt saman liðið hjá, og þér eruð komnar yfir þungbæmstu stundirnar, og nú verðið þér aftur að fara að líta til lifsins, og umgangast fólk að nýju. Og þótt þér komið ekki sjálfrar yðar vegna til min i heimsókn, þá verðið þér að gera það fyrir böm- in, Patrick og Ethnee, En þar sem það er yður nauðsyn að létta yður eitthvað upp, þá væri það vel til fallið fyrir yður að byrja með því að koma til mín. Við Bridget höfum hugsað okkur og undir búið það, að halda dansleik fyrir Ethnee, þegar hún er komin á þann aldur, að hafa gaman af því að taka þátt í samkvæmislífinu. Hvað segið þér um það? Það verður áreiðanlega umtalsefni fyrir fólkið í nágrenninu i heilan vetur á eftir, þegar það fréttist, að Richard Revelstone, sé aft- ur kominn út i samkvæmislifið; ég sem hefi lifað eins og munkur í mörg ár.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.