Vikan


Vikan - 16.09.1943, Blaðsíða 9

Vikan - 16.09.1943, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 37, 1943 9Í Argvítugast allra verka, segja hermennirnir, að sé „saumaskapur", sem stundum verður ekki hjá komizt. Ekki finnst Mary Blake það. Hér er hún að bæta buxur einhvers hermannsins, og er ekki stúrin, — en annars er hún i hernum og stýrir flutning-abifreið. Bandarískir flugmemi með fóstursyni sína, munaðarlausa Burma-drengi. Allmargir amerískir hermenn í Kína hafa tekið að sér munaðarlaus börn frá Burma, sjá þeim fyrir húsaskjóli, fæði og aðhlynningu, eftir því sem föng leyfa. Og virðist fara vel á með þeim fóstrum, eftir myndinn að dæma. Heiðurspening U. S. fyrir „afburða afrek“ (distinguished service), hinn fyrsta, sem brezkur flugmaður hefir verið sæmdur, er verið að festa á brjóst Reynonds Duke-Wolley, sem er yfirforingi í brezka flughernum. Amerískur hermaður, (t. h.) er að leiðbeina frönskum liðsforingjum i Algier, sem eru að kynna sér ,,galdra“ amerisks Garand-riffils. Frönsk- um foringjum er kennd meðferð hinna amerisku hergagna, áður en þau eru afhent franska hemum til afnota. Hún situr í rústunum, þessi gamla kona. Myndin er tekin í Casa- blanca eftir loftárás Þjóðverja á þá borg á gamlársdag i fyrra. Mestar skemmdir urðu á lítilfjör- legum húsum frumbyggjanna. James M. Bames frá Illinois, var nýlega útnefndur af Roosevelt forseta einn af sex aðstoðarfram- kvæmdastjómm forsetans, með 10 þús. dollara árslaunum. Japanskir hermenn í liði Bandaríkjamanna. Þessir Japanar eru i liði Bandaríkjamanna, og em þeir að þýða skjöl, sem fundist hafa á særðum Japönskum liðsforingja á Rendoveyju, sem er ein af Salomonseyjunum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.