Vikan


Vikan - 23.09.1943, Blaðsíða 2

Vikan - 23.09.1943, Blaðsíða 2
2 VTKAN, nr. 38, 1943 P ósturinn 22. ágúst 1943. Kæra Vika! Viltu vera svo góð og birta fyrir mig' í póstinum þinum kvæði eftir Stefán frá Hvítadal? Mig minnir að það heiti Dökki flotinn, það eru tvær eða þrjár vísur minnir mig. Ég á ekki bókina, sem það er í, en langar mjög mikið til þess að læra það. Virðingarfyllst. .Ljóðavinur. Svar: Kvæðið er í ljóðabókinni ,,Helsingjar“ og hljóðar þannig: Reykjavik, 6. sept. 1943. Kæra Vika! Þú leysir úr hvers manns vand- ræðum. Viltu fræða mig á því, hvort lagið, ,,Ó, pabbi minn kæri“, er til á plötu, og ef það er, hvar hún fáist. Jenný. Svar: Seinni spurninguna birtum við ekki að þessu sinni, enda höfum við ekki getað fengið upplýsingar um það ennþá, sem þér sþyrjið um. En viðvíkjandi laginu, ,,Ó, pabbi minn kæri“, fengum við þær upplýsingar, að lagið hefir verið til á plötum, en væri nú uppselt í hljóðfæraverzlun- um, en líkur eru taldar fyrir því að það muni fást aftur síðar. Eru voðir allar teygðar, — engar heillir ná -—. ógnasiglur efstu feigðar elta veður há. Glymur hátt á Gymis-miðum, geyst er förin sótt, út er varpað Ægis-viðum undir myrkri nótt. Rýður valdögg risafennur röðull hinzta glóð. Víðis-ekrur válynt rennur Virfils ærsla-stóð. Kæra Vika. Viltu segja mér í næsta blaði, hvort nokkuð Esperantofélag er starfandi nú í Reykjavík, og ef svo er, hve meðlimir þess eru margir og helzt hverjir eru í stjórn þess. Dankas venontan respondan. Rebbi. Svar: Við vitum ekki til að Esprantofélag sé starfandi hér x bænum og er það í rauninni leitt, því að esperanto er skemmtilegt mál og þroskandi og góð undirstaða undir annað málanám. Á því eru og til allmiklar bókmenntir. Einar H. Kvaran var fæddur að Vallanesi 6. desember 1859. Hann fór í lærða skólann í Reykjavík árið 1875 og útskrifaðist úr honum 1881. Hann sigldi til Kaupmannahafnar og lagði stund á hag- fræðinám, en hætti því námi áður en hann lauk prófi, og fór til Ameríkú, og fékkst þar við blaðamennsku, en hafði mikinn áhuga á leiklist og tók þátt í leikstarfsemi vestra. Eftir að hann kom heim til Islands aftur 1895 tók hann mjög virkan þátt í leikstarf- seminni hér, og var leiðbeinandi við mörg leikrit bæði i Reykjavík og eins á Akureyri, eftir að hann* varð þar ritstjóri ,,Norðurlands“. Hann samdi og mörg leikrit sjálfur, sem flest hafa verið leikin hér. En mesta athygli hefir þó „Lénharður fógeti" vakið. (Sjá greinina um Harald Björnsson). AUGLÝSING um verðbreytingu á tóbaki Smásöluverð á eftirtöldum tóbaksvörum má eigi vera hærra 1 Reykjavík og Hafnarfirði en hér segir: NEFTÓBAK. Skorið neftóbak, 60 gramma blikkdós Kr. 3,60 — — 90 — — — 5,40 — — 100 — glerkrukka — 6,18 — — 200 — — — 12,00 — — 500 — blikkdós — 28,20 — — 1000 — — — 55,20 Óskorið — 500 — — — 26,70 Það neftóbak, sem verzlanir hafa nú til sölu í um- búðum með áletruðu smásöluverði, má eigi selja hærra verði en á umbúðunum stendur. VTNDLINGAR. Players 20 May Blossom 20 Kool 20 Lucky Strike 20 Old Gold 20 Raleigh 20 Viceroy 20 Camel 20 Pall Mall 20 pakkinn Kr. 3,40 — — 3,15 — 3,00 — 3,00 — 3,00 — — 3,00 — — 3,00 — — 3,00 — 3,35 VINDLAR. Golofina Perfectos — Londres — Conchas — Royal Cheroots Big Coppa (Cheroots) Machado’s Gems (smáv.) Tampa Nugget Sublimes Admiration Happy Blunts — Cadets Khakies Little Cigars Stetson Junior — Perfectos Wedgewood Suerdieck Cesarios — Hollandezes Corona Coronas Half-a-corona kassinn 25 stk. Kr. 56,25 — 50 — — 86,25 — 50 — — 68,75 — 100 — — 75,00 búntið 25 — — 17,50 — 50 — — 16,00 kassinn 50 — — 62,50 — 50 — —' 56,25 — 50 — — 50,00 pakkinn 10 — — 3,50 kassinn 50 — — 40,00 — 50 — — 56,25 — 50 — — 50,00 — 50 — — 48,75 — 50 — — 73,75 — 25 — — 125,00 — 25 — — 75,00 Hafnarfjarðar má verðið vera Utan Reykjavíkur og allt að 5% hærra vegna flutningskostnaðar. Tóbakseinkasala ríkisins Utgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.