Vikan


Vikan - 23.09.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 23.09.1943, Blaðsíða 5
YIKAJSÍ, nr. 38, 1943 5 kastala < > 17 Konan í Glenns- > > > ' > j < - ÁSTASAQA - k<wMMMt''ii(i«M! Revelstone lávarður tók hendur Barböru, bar þær að vörum sér og mætti tárvotu augnatilliti hennar. „Þegar ég bið yður,“ sagði hann, og Barbara heyrði að það var undarlegur hljómur í rödd hans, „viljið þér þá ekki gera það, aðeins til þess að verða við bón minni, að fara i þetta ferðalag, ég veit að þér hafið gott af því?“ „Jú, ef þér haldið það í raun og sannleika, að mér sé það nauðsynlegt, að létta mér upp, þá vil ég gera það fyrir yðar orð,“ svaraði Barbara. „Þá skrifa ég Ann frænku, óg spyr hana hvort vel standi á hjá henni, að ég komi í heimsókn til hennar, og hvort hún eigi hægt með að lofa mér að dvelja hjá sér í nokkra daga. En þá verðið þér aftur á móti að lofa mér því,“ sagði hún og roðnaði um leið, „að reyna að hafa yður upp úr sorg yðar og líta með bjartari augum á lífið. Þér megið ekki alla tíð láta hryggð yðar gera yður svona graman og svartsýnan, og þótt kona hafi svikið yður og farið illa með yður á allan hátt, megið þér ekki láta aðrar konur gjalda þess, þér megið ekki álíta að þær séu allar eins og hún. Reynið hvort þér getið ekkl aftur fengið trú á mönnunum. Reynið, að finna hamingjuna aftur, Revelstone lávarður.“ „Ég skal reyna allt, sem ég get til þess," svaraði Revelstone lávarður og draup höfði, nú var það hann, sem roðnaði. Hann vissi ekki af hverju. En hann fann að það var einhver töfra- máttur við Barböru, hann hafði fundið það frá því er hann sá hana í fyrsta sinn, og nú þegar hann stóð fyrir framan hana fann hann, að til- finningar hans, til hennar voru sprottnar af ein- hverju öðru og meiru, en vináttu hans við Pierce. Lengi hafði mynd hennar verið meitluð í sál hans, og nú hafði hann lofað henni, að reyna að höndla lífsgleði sína að nýju, en hann vissi að það mundi hann ekki geta, nema ef hún gæti gefið honum hana. Hann roðnaði aftur við hugsun sína. Já, það var ekki aðeins af kunningsskap hans við Pierce, sem honum var svona annt um Barböru, það fann hann vel. Hann vissi lika, að vinur hans, sem nú var dáinn, og sem Barbara syrgði svo mjög, mundi áreiðanlega fyrr eða síðar, hafa valdið henni mjög miklum raunum, ef hann hefði lifað. Hann þekti Pierce betur en nokkur annar. Og jafnframt vissi Richard Revelstone það, að ef honum tækist að vinna ást Barböru, mundi hann geta skapað henni meira lífsöryggi, heldur en Pierce hefði nokkurn tíma getað gert; hjá honum mundi Barbara geta lifað áhyggju- lausu lífi. Hann gæti gert hana hamingjusama, og hún mundi gera hann hamingjusamann. Hún var enn beygð undan þunga sorgarinnar, en hún var ennþá ung; hún var eins og blómin, sem svigna fyrir storminum, en reisa . höfuðið svo aftur upp móti sólargeislunum. Það hafði rikt stundar þögn, og áður en samtal þeirra hófst að nýju, var dyrabjöllunni hringt. „Hver getur þetta verið?“ , sagði Barbara undrandi. „Það hlýtur að vera einhver ókunnugur, vinir okkar hérna eru vanir áð ganga inn, þangað til þeir mæta Blaké gamla.“ Svo leit hún yfir borðstofuborðið, sem búið var að búa til morgun- verðar, eins og til að fullvissa sig um, hvort það væri boðlegt að láta ókunnan gest setjast að því. Barbara hrökk við, þegar Blake kom inn í dyra- gættina og sagði skjálfandi röddu: „Herra Howard Búrton.“ Revelstone lávarður horfði á Barböru, og sá að hún roðnaði, þegar hún heyrði þetta nafn Forsatra * Howard Burton æskuvinur * Barböru fer til Suður- Afríku. Barbara verður fyrir sárum von- brigðum út af því, að hann skyldi ekki biðja sín áður en hann fór. Pierce Maloney kemur heim á heimili Ann frænku Barböru, eftir að hafa lent í bifreiðarslysi. Hann vinnur ást Barböru, og þau giftast nokkru seinna. Frú Burton, móðir Howards, ásakar hana um trúleysi við son sinn, og fullvissar hana um, að hann elski hana. Pierce heldur sig mjög rikmannlega á brúðkaupsferðinni, og Barbara álítur að hann sé efnaður maður. En þegar þau koma á heimih hans í Glenns-kastala á Irlandi, verður hún fyrir vonbrigðum, þegar hún sér hversu allt er þar fátæklegt. Þá fær hún líka, fyrst að vita, að Pierce er ekkjumaður og á tvö böm. Bömin eru fyrst i stað mjög óstýri- lát við Barböm. Af þessu öllu verður Barbara mjög bitur og ásakar sjálfa sig fyrir það að hafa gifst Pierce. En brátt greiðast fjárhagsörðugleikar hans, og tek- ur hún þá til óspilltra málanna, að lagfæra allt í Glenns-kastala. Börnin hafa nú líka tekið ástfóstri við hana. Hún hefir eignast son og er nú enn á ný orðin hamingjusöm. En þá kemur sorgin eins og reiðarslag yfir hana. Pierce og litli drengurinn hennar farast báðir af slysfömm. Barbara verður örvingluð af sorg sinni, og fer frá stjúp- bömum sínum til Englands til Ann frænku sinnar. Nokkm síðar fær hún bréf frá faðir Matthews, þar sem hann segir henni að Patrick sé hættulega veikur. Hún bregður óðara við og fer aftur til Irlands til drengs- ins, sem brátt komst til heilsu aftur. Revel- stone lávarður heimsækir Barböru, og býð- ur henni til sín, en hún vill ekki yfirgefa Glenns-kastala. nefnt, og hún tók höndunum fyrir hjartað eins og hún hefði verk. Hún stóð upp við stól og studdi 'nöndunum á bak hans, þegar ungi maðurinn geklt inn í stof- rma nokkm síðar. Hann gekk beint til hennar og tók innilega í hönd hennar. Þau mæltu hvomgt eitt einasta orð, og Revelstone lávarður sá strax að þessi ungi Englendingur mundi vera einn af aðdáendum Barböm. „Þér hafið náttúrlega ekki búist við því að sjá mig hér,“ sagði Burton loks og horfði á Barböru. Hann sá hana nú sem sorgmædda ekkju, og hafði ekki séð hana frá því er hann fór í burtu til útlanda, þá hafði hún vérið ung og glað- lynd stúlka. „Það em tveir mánuðir síðan ég kom til Englands,“ hélt hann áfram, „og nú átti ég erindi til Dublin, svo að ég hugsaði mér —.“ „Svo þér hugsuðuð yður að heimsækja mig, það var fallega gert af yður,“ sagði Barbara glað- lega. „Það er alltaf gaman að hitta gamlan vin. Það var mjög vinsamlegt af yður að koma,“ hélt hún áfram. Hún gat ekki dulið gleði sina yfir því að sjá nú aftur æskuvin sinn. Augu hennar ljómuðu af fögnuði og hún brosti glað- lega. „Hvar haldið þér til, á meðan þér dveljið hér?“ spurði Barbara. „Á veitingahúsinu, náttúrlega, það fer vel um yður þar, er það ekki?“ Hver spurningin rak aðra, og án þess að bíða eftir svari, snéri hún sér frá Burton til Revel- stone. „Deyfið mér, Revelstone lávarður, að kynna Howard Burton fyrir yður; hann er æskuvinur minn, frá Englandi. Howard, þetta er Richard Revelstone lávarður.” Hún var óstyrk, þegar hún talaði, þeir heyrðu það báðir; síðan litu þeir hvor á annan og tók- ust i hendur. Richard Revelstone horfði rannsakandi á þenn- an unga Englending, sem kominn var í heimsókn til Barböm, og Howard Burton ímyndaði sér, eftir útliti Revelstone lávarðs að dæma, að hann væri kaldgeðja maður. ,,Já, ég bý á gistihúsinu," sagði Burton loks, sem svar við spurningu Barböru. „Ég kom í gær- kvöldi, og það hefir verið hugsað ljómandi vel um mig þar. Veitingakonan hefir bókstaflega gert allt til þess, að láta mér líða sem bezt. Irska gestrisnin er líka annáluð." „Þér verðið að borða miðdag hér hjá mér,“ sagði Barbara áköf. „Og ég vona að þér viljið dvelja hér í dag með okkur, Revelstone lávarð- ur.“ Rödd Barböm var hvort tveggja í senn, áköf og biðjandi. Revelstone lávarður minntist ekki að hafa séð hana jafn glaðlega á svipinn; og hann brosti blíðlega til hennar. „Ég vildi að ég gæti þegið boð yðar, frú Maloney,“ sagði hann kurteislega, „en ég verð að fara heim eftir hádegið. Ég á von á gestum. En annars hefi ég nú boðið mér sjálfur í morgun- matinn hjá yður.“ Hann snéri sér að Howard Burton. „Hafið þér komið til Irlands fyrr?“ spurði hann, og án þess að bíða svarsins, bætti hann við: „Þér hefðuð átt að koma hingað í sumar; okkar fagra land er aldrei eins þungbúið, eins og einmitt í október- mánuði.“ „Það er aðeins fyrir efnað fólk, að ferðast á þeim tima árs,“ svaraði Burton. „Ég verð að fara eftir því, sem bezt stendur á fyrir mér, og nota tækifærin þegar þau gefast; en hitt veit ég að er rétt hjá yður, haustið er þungbúið, og þokan og dimmviðrið grúfir þá yfir landinu." Hann horfði í kring um sig i stóru borðstof- unni, á meðan hann talaði, og það fór um hann undarleg tilfinning, þegar hann kom auga á myndirnar á veggjunum af ýmsu fólki úr Malon- ey-ættinni. Honum fannst myndimar horfa tor- tryggnislega á sig, eins og þær vildu spyrja, hvaða erindi hann ætti í Glenns-kastala. „Þér megið ekki dæma Irland eftir útliti þess nú. Veðrið gefur ranga hugmynd um það, eins og það í raun og veru er,“ sagði Barbara. „Sjáið þér, hvemig regnið fellur niður á fölnaða jörðina. Meira að segja hið fallega England verður dapurt og drungalegt í svona tíðarfari." 1 þessum svifum kom Blake gamli inn í borð- stofuna með morgunverðinn á stórum bakka. Gufan af soðnu hænsnakjöti og ilmandi ryfja- steik, lagði um stofuna. Barbara var ánægð yfir því, að bezti borð- dúkurinn hennar hafði verið lagður á borðið, og hinir gömlu og vönduðu silfurmunir og postulíns- borðbúnaður. í augum Howards Burtons hlaut morgunverðarborðið, að. líta fremur ríkmann- lega út. „Þá skulum við setjast til borðs,“ sagði Bar- bara brosandi, og horfði á þá báða til skiptis. „Takið þér diskinn hennar Ethnee í burtu, Blake, við bíðum ekki eftir henni.“ Síðan settist Barbara til borðs með gestum sínum. Sjálf hafði hún litla matarlyst. Heimsókn Howards hafði komið henni á svo óvart, að hún var tæplega komin til sjálfrar sin ennþá. Hún fann það greinilega, að roði braust fram í kinn- ar sér, en hvers vegna hún roðnaði vissi hún ekki. Nú þcgar hún sat þarna við borðið með þess- um tveimur mönnum, komu í huga henni orð Revelstone lávarðs, sem hann hafði sagt fyrir

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.