Vikan


Vikan - 23.09.1943, Blaðsíða 14

Vikan - 23.09.1943, Blaðsíða 14
14 VTKAN, nr. 38, 1943 Andrahaus. 201. Vikunnar. Lárétt skýring: X. skip. — 3. mesti kraftur. — 9. mild. — 12. fjöldi. — 13. óhrekjandi. — 14. svardaga. — 16. kyrrð. — 17..kvatt til móts. — 20. runnur. — 22. þreyta. — 23. blóm. — 25. sjór. — 26. hlýju. — 27. hlaðin. — 29. hrindi. — 31. vopn. — 32. eign. — 33. sarg. — 35. verkfæri. — 37. sk.st. — 38. fjalladýr. — 40. ull. — 41. stefnur. — 42. hún. — 44. fisk. — 45. litið hús. — 46. hræki. — 49. málmurinn. — 51. á fæti. — 53. kvarðinn. — 54. frumefni. — 55. títt. — 57. elska. — 58. tel úr. -— 59. byrja. — 60. segja. — 62. skólp. — 64. bókfær. — 66. kvæðis. — 68. fæða. — 69. ætt. — 71. löngunina. -— 74. notast. — 76. keyri. — 77. rugg- um. — 79. viðbót. — 80. eldsneyti. — 81. bein. — 82. varla. — 83. hismi. Lóðrétt skýring: 1. skinnklæði. — 2. kærleikur. — 3. eldstæði. — 4. af hendi. — 5. sk.st. — 6. drykkur. — 7. for- setning. — 8. kvikum. —• 10. heiður. — 11. gengu. —■ 13. treg. — 15. álpast. — 18. hár aldur. — og fór honum ekki að verða um sel, því einnig dimdi og dimdi sem hann rak lengra, og loks sá varla út úr augunum fyrir þoku og sorta. Loksins bar hann að landi, festi bátinn og gekk á land, en þegar hann greip höndum í fjöruna, því að ekkert sá hann, þá var mölin tóm aska og kol. Nú fór honum ekki að lítast á. Hélt þó áfram í norður, og var snarbratt ofan í móti, og niðamyrkur. Svona gekk hann langa lengi, blindandi, þangað til hann grillti í eitthvað rautt, hann gekk á skímuna, og kom loksins að miklu báli, sem ekki sá út yfir. En það undraði hann, að í bálinu úði og grúði af einhverju lifandi eins og mor eða mý. En fyrir framan bálið stóð hræðilegur jötun með jámgogg í hendinni, skar- aði í bálið og sópaði til, að ekkert kvikt kæmist út. Þó skrapp ein flugan út, og þangað sem maðurinn var. Hann spyr hana að heiti, og hvað þetta sé, en hún segir að bálið sem hann sjái, sé helvíti; en jötuninn sé andskotinn sjálfur, en það sem mori í eldinum, sé sálir fordæmdra, og segist hún vera ein af þeim, og hrósar happi að hún slapp. En óðar en hún hafði talað, saknaði jötuninn eins, — því djöfullinn hirðir sína —, sá hvar sálin var, hremdi hana með gogginum og þeytti henni langar leiðir inn í mitt bálið. Þá var maðurinn hræddur, og hljóp aftur, svo sem fætur tog- uðu, og átti hann þó langt, því snarbratt var upp á móti, og birti nú smátt og smátt. Fór hann nú aftur alla sömu leið. Því er það sagt, þegar menn óska ills, að sá og sá, eða það og það skuli fara norður og niður, að menn þykjast vita, að þar sé víti. Þessari sögu til styrkingar telja menn enn vers- ið í Passíusálmunum: „And- skotinn bíður búinn þar, í bálið vill draga sálimar." Tveir amerískir „foringjar," — Winkey er liðþjálfi en Mike herforingi. 1 Skarðslöndum fyrir vestan er eya ein, sem Hóley heitir. Norður úr henni gengur höfði einn, hálfklipinn frá eynni, og heitir hann Andrahaus. Hausinn er nokkuð víðlendur ofan og grasi vax- inn mjög, og það því fremur, sem á honum hefir verið sú trú, að ekki mætti slá hann. Þessi trú helzt enn, og hefir þróazt við það, að sá, sem bjó á Skarði, hver sem það nú var, lét einu sinni slá hausinn og hirða af honum heyið. En haustið eftir vildi svo til, að margt af Skarðsfénu flæddi og drapst, ekki einungis það, sem gekk í Hóley og Andrahausi, heldur og það, sem var í hinum eyjunum, og þótti það fremur tiltökumál. En vinnufólkið á Skarði þóttist hafa séð bergrisa einn, sem menn ætluðu að væri Andri karl, vaða þaðan í hinar eyramar, þangað sem féð drapst, og þótti það með því sýnt, að risinn vildi láta bóndann á Skarði komast að keyptu fyrir slátt- inn á Andrahausi sumarið áður. Siðan hefir Andrahaus aldrei verið sleginn, og haft er það eftir Kristjáni Magnúsen kammerráði, sem nú er á Skarði, að aldrei skuli sér verða það, að láta slá hann. (J. Á. þjóðsögur). Að komast í búrið. Að komast í búr einhvers er fólgið í því, að opna kreptan hnefa einhvers. Siggi kreppir t. d. hnefann svo fast sem hann getur, en Bjössi reynir að opna hann með öllu móti. Siggi beitir Öllum brögðum til að vama honum þess, eins og eðlilegt er, og á Bjössi oft fullt í fangi. Eitt bragð er honum þó óbrigðult, en það er að keyra hnefann á Sigga inn að handleggnum. Þá rétt- ast fingumir og búrið opnast. (Isl. Skemmtanir). „Mál er að mæla“. Á nýársnótt verða margir hlutir undarlegir. Það er eitt að kýr mæla þá manna máli og tala saman. — Einu sinni lá maður úti í fjósi á nýársnótt til þess að heyra, hvað kýrnar töluðu. Hann heyrir þá að ein kýrin segir: „Mál er að mæla.“ Þá segir önnur: „Maður er i fjósi.“ „Hann skulum við æra,“ segir þriðja kýrin. „Áður en kemur ljósið," segir hin fjórða. Frá þessu gat maðurinn sagt um morguninn eftir, en ekki fleiru, því kýmar höfðu ært hann. Farðu norður og niður. Til þess er sú saga, að einhverju sinni sem oftar, réri maður fyrir norðan, en þegar hann ætlaði í land, kom vindur á móti honum sunnan, og rak hann undan landi æ lengra og lengra, svo hann hélt að sig mundi reka út í hafsauga; 19. úthagi. — 21. slæ. — 23. skollar. — 24. gat. — 26. naut. — 27. ginning. — 28. göfug. — 30. grænmeti. — 31. úrgangsgryfja. — 32. otað. — 34. kjaftur. — 36. fagnaðarlæti. — 38. gnúp. — 39. verkurinn. — 41. hæðar. — 43. húð. — 47. væla. — 48. irinvortis. — 49. skera. — 50. óþrif. — 52. stefna. -—• 54. tangi. — 56. skaði. — 59. góður. -— 61. hvíldir. — 63. hár. — 64. ósannindi. — 65. bók. — 67. stúlka. — 69. brauð. — 70. lof. — 72. stólpi. — 73. for. •— 74. bleik. — 75. leiði. — 78. sk.st. — 79. forsetning. Lausn á 200. krossgátu Vikunnar. Lárétt: — 1. brölt. — 6. útrás. — 11. óleik. — 13. stríð. — 15. lá. — 17. lina. — 18. kvak. — 19. bú. — 20. kró. — 22. far. — 23. ref. — 24. sel. — 25. eldvarp. — 27. áraskip. — 29. reri. — 30. væta. — 31. gældi. — 34. skíra. — 37. pjask. — 39. staði. — 41. kg. — 43. afli. — 44. vaga. — 45. sá. — 46. ára. — 48. nam. — 49. agg. — 50. bát. — 51. fótlama. -— 53. flagari. — 55. afla. —- 56. mnn. — 57. tossa. — 60. neita. — 63. tinna. — 65. herpi. — 67. ræ. — 69. nægu. — 70. rimi. — 71. sú. — 72. ófá. — 74. rak. — 75. ísa. — 76. fák. — 77. kinnina. — 78. marmari. Lóðrétt: — 2. ró. 3. öll. — 4. leifa. — 5. tinar. — 6. útver. — 7. trafa. •— 8. rík. — 9. áð. — 10. ölker. — 12. karp. — 13. skrá. — 14. gúlpa. — 16. árleg. — 19. beita. — 21. ódræp. — 24. skæri. — 26. vilja. — 28. svíða. — 32. dafna. — 33. Islam. — 34. stagl. — 35. kagga. — 36. ákafa. •— 38. kíma. — 39. svaf. — 40. látin. — 42. gróft. —■ 45. sárna. — 47. atlot. — 50. bauti. — 52. lasin. — 54. gripi. — 58. snæri. — 59. angan. — 60. neisa. — 61. ermar. — 62. brók. — 64. auka. — 65. hrím. — 66. púki. — 68. æfi. — 71. sár. — 73. án. — 76. fa. Svör við spurningum á bls. 4. 1. Kristján Jónsson. 2. Hann var þýzkur og var uppi frá 1827. 1770 tií 3. 314 km. 4. Láms Halldórsson. 5. Árið 1924. 6. Frá 1801 til 1825. 7. Spánverjinn Goya. 8. Árið 1814. 9. Frakkinn Le Corbusier. 10. Það vom Frakkar, sem mestu vom á Italíu á þeim árum. ráðandi Svar við orðaþraut á bls. 13. ÞÖRSGATA. ÞERN A ÓGLÖÐ RENGI ST API 6AFLI AFLAG TRÚIN ASKAR:

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.