Vikan


Vikan - 30.09.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 30.09.1943, Blaðsíða 4
VTKAN, nr. 39, 1943 E1IIDURFU1IIDUR eftir C. B. D. Læknirinn gekk út á húströppurnar heima hjá sér, hann var í ferðakáp- unni, og tróð kuldahúfunni niður fyrir eyru. I annari hendi hélt hann á stórri, svartri, úttroðinni verkfæratösku, en í hinni hendinni var hann með pípuna sína; báðir þessir hlutir höfðu verið hon- um tryggir förunautar um margra ára skeið. Hann staðnæmdist fyrir neðan tröpp- urnar, gaf ökumanninum fyrirskipanir, þar sem hann beið hjá gamla læknisvagn- inum, sem var orðinn illa útlítandi af margra ára brúkun, víða voru komnir blettir á svarta gljána. „Akið þér til Toft gamla, Andreas,“ sagði læknirinn. ,,Já, herra læknir,“ svaraði Andreas og mundaði pískinn. „Við skulum halda okkur á þjóðvegin- um, þar til við komum fram hjá kirkjunni, þá beygjum við niður veginn heim til Toft. Það er gott veður í kvöld, og glaða tungls- ljós.“ „Já herra læknir,“ sagði Andreas, sem í sífellu handlék pískinn. Læknirinn gekk út á götuna og rétti handtöskuna inn í gegnum opnar vagn- dyrnar, og settist því næst sjálfur upp í kerruna, sem riðaði undan þunga hans. Ung stúlka kom út úr húsinu með teppi á handleggnum. Hún gekk að vagninum, og vafði teppinu hlýlega um fætur lækn- isins. „Hvenær kemur þú aftur heim, pabbi?“ spurði hún, þegar hún hafði lokið verki sínu og var komin niður úr vagninum aftur. „Eftir þrjá eða fjóra tíma. Nú, hvað er nú að?“ Unga stúlkan hljóp aftur að vagnhurðinni og tók í handlegg föður síns. „Ekki fyrr!“ hrópaði hún, og stökk svo aftur frá vagninum á harða spretti. Læknirinn hleypti brúnum, og reykti pípu sína í ákafa; svo skellti hann hurð- inni aftur, og vagninn fór í burtu út í myrkrið. * Þegar þeir komu í útjaðar bæjar- ins var komin nótt. Það skröllti í vagn- hjólunum á malarbomum veginum, lækn- irinn kveikti í pípu sinni og hallaði sér aftur í sætinu. Vagninn hristist til á óveg- inum, og læknirinn gat naumast fest augun á stjörnum himins í gegnum rúð- una á vagninum, fyrir hristingnum, en hann horfði samt alltaf út um gluggann, -og reykti pípuna, í ákafa. 1 nálega fjörutíu ár var hann búinn að ferðast um þetta hérað, um þessa sömu vegi, jafnt að nóttu sem degi. Hann þekkti þetta hérað vel — hvert tré og hvert hús, sem hann fór fram hjá — alveg jafn vel og hann þekkti hvern krók og kima í þessum gamla vagni, sem kona hans var svo oft búin að biðja hann um að „taka úr umferð“. Og hann þekkti allt fólkið, sem bjó í húsunum, og kotunumí byggðarlaginu. Hann hafði verið þátttakandi í sorgum og gleði margra þar. Og eins og hann þekkti fólkið, þekkti fólkið hann jafnframt — og það dáði hann og sá varla sólina fyrir honum. Já, allir elskuðu hann, og ekki sízt kotungarnir. Marg oft hafði hann farið í sjúkravitjanir til þessa fátæka fólks, sem ekki gat borgað honum, og beðið hann um greiðslufrest, og hann hafði jafnan lánað því. Aðeins reikningsbækurnar hans heima í skrifstofunni, voru til frásagnar um allar þær úti standandi skuldir, sem hann átti. Hálfri mílu fyrir utan bæinn beygir veg- urinn í norður, og stjörnur þær, sem lækn- irinn hafði starað á, hurfu honum. Um leið leituðu hugsanir hans í annan farveg. Þarna niður frá — ekki svo langt í burtu — undir sama stjörnuhimni og vagninn var nú hafði hann farið svo oft áður, í vikur og mánuði hafði hann ferðast um þetta hérað. Það var eins og maður væri kominn út á útkjálka veraldarinnar. Við sjóndeildarhringinn var eins og logandi bál, og það var einhver óhugnanleg tilfinn- ing, sem greip mann þarna úti í myrkri auðninni, og ekki hægt að verjast þeirri ósk, að maður kæmist þaðan sem fyrst í burtu aftur. Læknirinn færði pípuna út í annað munnvikið, og þjappaði hálfbrunninni ösk- unni niður í hana með sleikifingrinum, hann var mjög þungt hugsandi. Ný mynd flaug honum í huga; það var endurminning, sem bitið hafði sig fast í huga hans, enda þótt langt væri um liðið; þessi endurminning var frá þriggja ára ! WlTIÐ ÞÉR ÞAÐ? : k --------------------------— : E » = | 1 1. Eftir hvem er þetta erindi? i f. Bak við mig bíður dauðinn; i | ; ber hann í hendi styrkri | | k, hyldjúpan næturhimin helltan fullan af myrkri. . 1 i 2. Hvenær var Fríkirkjusöfnuðurinn í jj i i Reykjavík stofnaður? : 3. Hvað er langt frá Reykjavík í kring i um Hvalfjörð, til Hreðavatns? | 4. Hvenær var Reykjanesskólinn tekinn i i í tölu héraðsskóla? i = 5. Hvenær voru fyrstu búnaðarsamtök á i | Islandi stofnuð og hver gekkst aðal- ! lega fyrir stofnun þeirra ? | 6. Hverrar þjóðar var tónskáldið Jóhann- = es Brahms, og hvenær var hann uppi? i i 7. I hvaða ríki fengu konur fyrst kosn- i ingarétt, og hvenær var það sem þær i ! fengu þau réttindi? 1 8. Hvað hét frægasta skáld Englendinga ! um miðja 17. öld, og hvað bét höfuð- = rit þess? = : 9. Hvenær var einræðisstjóm komið á i | Japan ? i i 10. Hvenær misstu Svíar Finnland? Sjá svör á bls. 14. ! stríðinu á Suður-Jótlandi. Þá hafði hana aðeins verið átta ára patti. Það hafði verið stjörnubjart kvöld, eins og núna, þegar hann ásamt tveimur syst- kinum sínum hafði orðið að fara í burtu með foreldrunum, til landamæra Suður- Jótlands. Stríðið hafði komið eins og reiðarslag yfir fólkið í þessum Suður- józka bæ. Og umsvifalaust, og án alls undirbúnings hafði fólkið orðið að forða sér í burtu. Hann mundi það, eins og það hefði skeð í gær, þegar þau voru á ferða- laginu, innilokuð í vagninum, sem faðir hans hafði fengið lánaðan. I gegnum gluggana hafði hann séð húsin, sem stóðu í björtu báli eftir árásir fjandmannanna, og á hverju augnabliki hafði glamrað í rúðum kerrunnar við skotdynkina, sem dundu við í sífellu, og voru ekki lengra í burtu en svo, að greinilegamáttisjáglamp- ann frá spúandi byssukjöftunum. Eitt sinn hafði hann heyrt hræðilegan hvin rétt við vagnhliðina, og orðið mjög hræddur. Eftir það hafði móðir hans látið börnin liggja á gólfinu, og þannig höfðu þau verið, það sem eftir var leiðarinnar. Það var ekki fyrr en morguninn eftir að hann sá að báðar vagnrúðurnar voru sprungnar, og stór skotgöt á hvorri þeirra. Um miðja nóttina, þegar hann lá á vagn- gólfinu — hafði vagninn orðið fyrir svo miklum þrýsting, að hann hélt að hann mundi velta um koll, en þó hafði það ekki orðið. Nokkru síðar var vagninn stöðvað- ur, og ökumaðurinn hafði opnað hurðina, og kallað á föður hans út. Að vörmu spori höfðu þeir komið með særðan hermann inn í vagninn, sem legið hafði við veginn, og móðir hans hafði bundið um sár hans með léreftsklút, sem hún hafði meðferðis. Þarna hafði þessi vesalings hermaður legið hjálparlaus í fleiri klukkustundir og beðið hjálpar, þangað til vagninn ók fram hjá, þá hafði hann veifað með hendinni til öku- mannsins, sem óðara hafði reynt að stöðva hestinn, sem hafði hrokkið við, þegar hann sá þessa þúst liggja við veginn í tungls- birtunni. Hermaðurinn hafði verið svo aðfram- kominn, að hann hafði naumast getað mælt; allan tímann í vagninum hafði hann verið í hálfgerðu yfirliði. Læknirinn var skyndilega rifinn upp af hugsunum sínum við það, að vagninn slingraði til og frá á veginum. „Aðeins kortér eftir ennþá af þessum leiðinlega vegi,“ sagði ökumaðurinn. Nokkru síðar heyrðist hundgá og vagn- inn nam staðar. „Gott kvöld, herra læknir, gott kvöld,“ sagði rödd fyrir utan vagngluggann, og í sama bili var hurðin opnuð. Það var hús- bóndinn á bænum, Lars gamli Toft, sem kominn var út að vagninum í tréskónum Framh. á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.