Vikan


Vikan - 30.09.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 30.09.1943, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 39, 1943 7 Menntaskólahúsið á Akureyri. Menntaskólinn á Akureyri Framh. af bls. 3. en hagkvæmt nám. En í seinni tíð hefir all-mjög verið reynt að sam- eina slíkt. Enn er ein hugsunarvenja, er miklu skiptir, að menntaskólarnir temji nemöndum sínum eða stundi að koma inn hjá þeim. Ég á hér við þá venju, að menn spyrji jafnan sjálfa sig, áður en þeir staðhæfa nokkuð sjálfir eða festa trúnað á fortölur, áróður eða fullyrðing: Hvers vegna? Af hverju verður slíkt ráðið? Hvernig veit hann eða hvernig vita menn slíkt? Og auðvitað verða menn sjálf- ir að glíma við slíkar spurningar, þreyta að svara þeim hleypidóma- laust og án allrar hlutdrægni og vara sig þar á sjálfs sín óskum og sjálfs sín hagsmunum. Slíkar hugsunar- venjur ætti að vera nokkurt varn- arráð við þeim hinum helvízka áróðri, sem nú dunar allt umhverfis æskuna, og henni er vits- og- sálarháski búinn af. Mig dreymir stundum dagdrauma um, að Menntaskólinn á Akureyri sé ekki ein- göngu vetrarskóli, heldur einnig sumar- skóli, að hann starfi, með öðrum orðum, allan ársins hring. Ég ætlast samt ekki til, að bókleg kennsla fari þá fram, nema ef bækur væru hafðar til hliðsjónar í kennslu í sumum greinum náttúrufræðinn- ar. En einmitt þá — að sumarlagi — ætti að kenna þá fræðigrein, t. d. grasafræði og jarðfræði, og leiðbeina nemöndum um at- huganir og sjálfstæða könnun í þeim efnum. Sá er draumur minn, að skólinn eigi stór- an búgarð, einhvers staðar í grennd við Akureyri, þar sem rekinn væri jafn-fjöl- breyttur • búskapur, jafn-margvísleg rækt- un og jafn-margvíslegar gróðurtilraunir og framast eru tök á góðri íslenzkri bú- jörð. Það ætti að vera megin-atriði í upp- eldi, að gróðursetja í unglingum ánægju við, að það grói undan þeim. Og það er ætlun mín, að til slíks sé það vænlegt ráð, að alast upp við sí-vaxandi nýrækt og á sí-gróandi moldum, ekki sízt ef ungmenni vinnur sjálft að þeim og hefir umsjón með ræktun og jarðyrkju. Á þessu skólabúi ætti að fela nemöndum umsjón, ábyrgð og sjálfstæð störf. Ég smíða mér, að með slíku lagi mætti, ef til vill, styrkja margs manns skaphöfn og ábyrgðartilfinning. Ég hygg, að á slíkum störfum megi frem- ur ala dygð upp í ungum mönnum heldur en á bóknámi. Ætti sérhver nemandi, sem er brautskráður stúdent, að hafa unnið all-lengi á þessu fyrirhugaða skólabúi. Ekki sízt ætti að senda þangað ýmsa vandræða- pilta, sem væru gæddir þeim hæfileikum, að nokkru væri kostandi til, að reynt væri að laga þá og bæta. Ætti að gefa hverjum nemanda einkunn fyrir frammistöðu hans og framkomu í slíku sumarnámi. Ætti þar að veita þeim nákvæma eftirtekt og rita á spjaldskrá allt það, er máli skiptir um hvern nemanda, t. d. áreiðanleik hans og traustleik, frumkvæði og framtak, for- ustuhæfileika, hver áhrif hann hefði á þá, sem hann ynni með, og hve næmur hann væri fyrir áhrifum. Amerískir háskólar spyrja um þess konar og miklu fleira svipað, þá er þeir leita vitneskju um þá námsmenn, er sækja um að gerast nem- endur þeirra. Oft gætu slíkar skrár komið að gagni, þá er íslenzk veitingavöld taka að vanda val á mönnum í ábyrgðarmiklar stöður og til að leysa af hendi mikilvæg störf. Eitt er það, sem ég ber nokkurn kvíð- boga fyrir um framtíð skólans, og það er örðugleikar á að útvega honum góða kennara. Ég minnist þess næstum því með skelfingu, hve miklum tíma úr svo-kölluðu sumarleyfi mínu ég hefi stundum orðið að verja til þess að leita að kennurum og ganga með grasið í skónum á eftir kennurum og margleita hófanna við þá að takast á hend- ur kennslu nyrðra. Það er svo auðsætt, að það er næstum því hlægilegt, að taka það fram, að á engu ríður skóla svo mjög sem góðum kennurum. Það hefir verið hamingja menntaskólans norðlenzka, að honum hefir tekizt að útvega sér nokkra ágætiskennara. En ég óttast, að svo kunni að fara, að honum verði á ókomnum árum ekki haldsamt á þeim. Þá er orð fer af góðum kennara nyrðra, seilist höfuðstað- urinn eftir honum, og mig uggir, að hann reynist Akureyri, — þ. e. menntaskólanum þar — skæður keppinautur. Flestir mennta- menn þrá, sem þorri alls lýðs, að lifa, hrærast og anda í þvögunni, að dveljast þar, sem mikið er um að vera. Því verður og eigi neitað, að meiri kostur er á menntagögnum í Reykjavík heldur en á Akureyri. Akureyri býr og ekki allskostar vel að menntaskólakennurum. Mér er sagt, að á þá séu lögð stór- um hærri útsvör heldur en Reykvíkinga með sömu árstekjur sem þeir. Slíkt bætir sízt aðstöðu Menntaskólans á Akureyri í samkeppninni. Þetta kann að þykja smá- munasemi. En sú er ein refsing smárra tekna og lítilla efna, að menn verða að vera smáir í fjármálum sínum og gæta margs smás í meðferð á fé sínu. Sigurður Guðmundsson. Sigurður Guðmundsson er fæddur á Æsustöð- um í Langadal í Húnavatnssýslu 3. sept. 1878. Voru foreldrar hans hjónin Ingibjörg Guðrún Sigurðardóttir, hreppstjóra Sigurðssonar á Heykj- um á Reykjabraut, og Guðmundur, síðar hrepp- stjóri í Mjóadal, sonur Erlendar Pálmasonar, hreppstjóra og dannebrogsmanns í Tungunesi. En Erlendur Pálmason var kominn í beinan karllegg af Steingrími Guðmundssyni á Hofi, forföður Steingrímsættar. Það er ætt séra Jóns Stein- grímssonar og þeirra feðga, Bjarna amtmanns Þorsteinssonar og Steingríms Thorsteinssonar skálds. Sigurður varð stúdent 1902, lauk meist- araprófi i norrænum fræðum í háskólanum í Kaupmannahöfn 1910. Árið 1911 gerðist hann stundakennari í latínuskólanum, og 1912 tók hann að mestu við kennslustörfum dr. Björns Bjarna- sonar frá Viðfirði í kennaraskólanum. Varð fast- ur kennari skólans árið 1917 og gegndi því starfi, þar til er hann var skipaður forstöðumaður Gagnfræðaskólans á Akureyri þáverandi vorið 1921. Með lögum 1930 var sá skóli gerður að Menntaskóla, og tók Sigurður við forstöðu hans. Sigurður Guðmundsson er kvæntur Halldóru Ólafsdóttur (prests Einnssonar í Kálfholti), er hefir verið honum mjög samhent í starfi hans. Menntaskólinn á Akureyri á sér viðburðaríka og merkilega sögu. Hann er í rauninni arftaki hins forna Hólaskóla, sem Jón biskup ögmunds- son kom fyrst á fót árið 1107 og var síðast niður lagður í byrjun 19. aldar (1802). Segja má, að stofnun Möðruvallaskóla í Hörgárdal 1880 (skóla- stofnunin var samþykkt á Alþingi 1877) hafi verið árangur baráttu, sem hófst þegar eftir að Hólaskóli hætti störfum, og Menntaskólinn er beint framhald Möðruvallaskóla. Alþingi var ekki fyrr búið að fá fjárveitingar- vald en Norðlendingar fóru fram á það, að stofn- settur yrði skóli á Möðruvöllum. Þingmenn þeirra börðust mest fyrir skólastofnuninni, en margir voru í upphafi andvígir henni, enda var þannig um hnútana búið fyrst í stað, að skólinn átti jafnframt að vera búnaðarskóli og var því settur Framhald á bls. 15.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.