Vikan


Vikan - 30.09.1943, Side 5

Vikan - 30.09.1943, Side 5
VIKAN, nr. 39, 1943 5 Framhaldssaga :í ,8 Konan í Glenns-kastala 't4‘^*t*t*t'<t*t'<t*tt<<t>'t<<t<<t'<t*t,<t><ti<t<<t'<t<<t*t<<t*t*t^<t*t*t<‘t,<t^*ii<t*t^,<t^t,<t,^t,'t<t<^t*t*t,<t^e*t*t*t,<t*t*t*t<t*t*t<t*t<t*t<t<t><t><ti „Það er ekki mér sem "ber þakklætið! Það er Pierce, sem gaf mér peninguna, sem á þakklæti skilið." Þetta var í fyrsta sinn, sem Barbara nefndi mann sinn við Howard, rödd hennar skalf ofur- litið, þegar hún nefndi nafn 'hans, en Howard horfði stillilega á hana. ' ,,Ég er lika mjög þakklátur herra Pierce, en hann gaf yður peningana, en það voruð þér, sem gáfuð Cecily þá." „Hann, seldi líka fjölskyldu-mynd til þess að geta látið mig fá peningana — eina yndislega Romney-mynd!“ Barbara klemdi saman varirnar. Hún hafði ekki ætlað sér að segja Howard frá þessu, en hún hafði ómótstæðilega þrá til þess, að gera hróður Pierce sem mestan, og hún hugsaði með sjálfri sér, að ekkert skyldi fá sig til að vera tryggðar- lausa við minningu hans. „Barbara, ég vil leggja fyrir yður eina spum- ingu, þá mikilsverðustu spurningu, sem karlmað- ur getur spurt konu um. Viljið þér svo svara mér hreinskilnislega og afdráttarlaust ? “ Barbara beit á vörina. Svo nú ætlaði Howard að fara að biðja hennar, það var nokkuð fljót- ráðið af honum eins og ástatt var fyrir henni. Hann hafði að vísu beðið fyrsta sorgarár hennar, og svo hafði hann komið heim til Englands. — Barböru var það nú ljóst, að hann mundi alltaf hafa elskað sig, en hann háfði komið of seint að máli við hana um þetta efni, hann hefði átt að nefna þetta áður en hann fór í burtu til Suður- Afríku. „Ekki spyrja mig neins — ég — ég vil helzt ekki þurfa að svara," sagði Barbara. „En mér finnst ég verða að spyrja yður, Bar- bara, og ég vil gera það!" Hann þagnaði augna- blik, en svipur hans var einarður og ákveðinn. „Elskið þér mig — hafið þér nokkurntíman elsk- að mig, Barbara?" Barbara stóð hægt upp af stólnum. „Hver hlutur hefir sína afleiðingu," sagði hún dræmt, „og sá tími, sem þér hefðuð haft ástæðu til að leggja slíka spumingu sem þessa fyrir mig, er nú liðinn. Eg er ekkja, og ég vil halda áfram að vera ekkja." Howard gerðist óþolinmóður á svipinn. „Þetta er röng hugsun, Barbara, þér emð svo ungar ennþá! Harmur yðar dvínar þegar frá líður! Þér hafið þó ekki hugsað yður að vera í sorg allt yðar líf út af dauða Pierce Maloney? Það mundi vera óeðiilegt!" „Frá mínu sjónarmiði er það ofur eðlilegt!" Barbara lagði hendurnar á brjóstið. Hún vildi ekki viðurkenna það með sjálfri sér, en hún fann að það fór eins og straumur um hana, þegar hún heyrði Howard segja þessi orð, sem hún áður fyrr hafði beðið með óþreyju eftir að heyra. Hún gat ekki neitað því að hún var glöð yfir því að hafa hann hjá sér, — þennan stóra og sterklega mann, sem hún hafði unnað svo mjög á unglings- ámm sínum — og það var yndisleg tilfinn- ing, sem greip hana, við að heyra það af hans eigin vömm, að hann elskaði hana. Hennar kven- legu tilfinningar voru nú aftur byrjaðar að gera vart við sig í hjarta hennar, sem hún hafði hald- ið að væri orðið eins og visnað laufblað. Æska hennar var lifnuð að nýju og bað um frjálsræði, og fullan tilverurétt. ,,Það er ekki heilbrigt að hugsa svona — Howard gekk til hennar og lagði hönd sína á arm hennar, „Þér elskuðuð mig áður en þér Forsaffa ■ Howard Burton æskuvinur ■** * Barböm fer til Suður- Afríku. Barbara verður fyrir sárum von- brigðum út af því, að hann skyldi ekki biðja sín áður en hann fór. Pierce Maloney kemur heim á heimili Ann frænku Barböru, eftir að hafa lent í bifreiðarslysi. Hann vinnur ást Barböru, og þau giftast nokkru seinna. Frú Burton, móðir Howards, ásakar hana um trúleysi við son sinn, og fullvissar hana um, að hann elski hana. Pierce heldur sig mjög ríkmannlega á brúökaupsferðinni, og Barbara álitur að hann sé efnaður maður. En þegar þau koma á heimili hans x Glenns-kastala á Irlandi, verður hún fyrir Vonbrigðum, þegar hún sér hversu allt er • þar fátæklegt. Þá fær hún líka, fyrst að vita, að Pierce er ekkjumaður og á tvö börn. Bömin eru fyrst í stað. mj&g óstýri- lát við Barböru. Af þessu öllu verður Barbara mjög bitur og ásakar sjálfa sig fyrir það að hafa gifst Pierce. En brátt greiðast fjárhagsörðugleikar hans, og tek- ur hún þá til óspilltra málanna, að lagfæra allt í Glenns-kastala. Börnin hafa nú lika tekið ástfóstri við hana. Hún hefir eignast son og er nú enn á ný orðin hamingjusöm. En þá kemur sorgin eins og reiðarslag yfir hana. Pierce og litli drengurinn hennar farast báðir af slysförum. Barbara verður örvingluð af sorg sinni, og fer frá stjúp- bömum sínum til Englands til Ann frænku sinnar. Nokkm síðar fær hún bréf frá faðir Matthews, þar sem hann segir henni að Pátrick sé hættulega veikur. Hún bregður óðara við og fer aftur til Irlands til drengs- ins, sem brátt komst til heilsu aftur. Revel- stone lávarður heimsækir Barböru, og býð- ur henni til sin, en hún vill ekki yfirgefa Glenns-kastala. Þennan sama dag kemur Howard Burton í heimsókn til Barböru. kynntust Maloney, og þér munduð hafa viljað giftast mér, ef ég hefði beðið yður þess þá.“ „En þér gerðuö það ekki," sagði Barbara, og snéri sér reiðilega að, hondm. „Þér komuð illa fram við mig þá, Howard, þegar þér fóruð burtu frá Englandi og skilduð mig eftir í óvissu; þér gerðuð mér lífið rnjög erfitt og sársaukafullt, og ég — ég hataði yður, þegar vinir okkar fóru að vorkenna mér, og aumkva mig á allan hátt!" „Ég sagði yður ástæðuna fyrir því í bréfinu, af hverju ég hefði ekki beðið yðar — bréfinu sem þér fenguð ekki fyrr en þér vomð giftar Maloney. Þér megið trúa því, að ég gerði aðeins það, sem mér þótti réttast!" Hann talaði rólega, en þó ákveðið, og Barbara kinkaði kolli. „Já, þér gerðuð það sem yður fannst réttast frá yðar sjónarmiði séð, því get ég vel trúað, Howard; en það var nú rangt þrátt fyrir það! Það hefði verið betra -að þér hefðuð sagt mér það, daginn, sem þér komuð til að kveðja." „Og hagnýta mér skilnaðar stundina til þess, þar sem þér hefðuð ef til vill játast mér, að- eins fyrir það, að við vorum góðir æskuvinir — hefði það verið drengilegt?" „Þvi þá ekki? Það hefði þó verið betra i alla staði, heldur en að vera umtalsefni fólksins, og aumkvuð af því eins og vesalingur!" Howard horfði fast á hana. „Ég hefði aldrei getað trúað því, að þér tækjuð yður svo nærri, hvað fólkið hugsaði. Ég táldi það víst að þér vissuð það, að ég elskaði yður, og svo hélt ég líka, að mér væri óhætt að treysta því, að þér biðuð þangað til ég hefði haft ástæður til þess að biðja yðar, mér til handa." „Ó, Howard, Howard —,“ Barbara brosti dapur- ÁSTASAGA - iega, „alltaf halda karlmennirnir kvenfólkið' kjána!" „Og kvenfólkið er alltaf fullt af getgátum!" svaraði hann. En það þýðir ekkert að ræða um það sem skeð er, Barbara! Nú höfum við ekki annað að gera, en að líta fram á við. Við vitum það bæði mæta vel, að ef þessi misskilningur hefði aldrei komið fyrir, að þá væruð þér nú konan mín. En nú er ekkert i' vegi fyrir því, að þér getið gifst mér!“ „Jú, það er nú svolítið í'vegi fyrir þvi," svar- aði Barbara ákveðin. „Það er ást mín á Pieree, og virðing inin fyrir minningu hans." „En þér voruð nú heldur ekki fyrsta kona Maloney," svaraði Howard, „og ef að hann hefði hugsað svona eftir að hann misti fyrri konuna, hvað þá?“ „En ég hefi tekið þessa ákvörðun", svaraði Barbara einbeitt. „Mér finnst það ekki vera rétt af mér að gifta mig aftur, gagnvart Pierce, sem var faðir litla barnsins míns, hugsið þér um það — litla dána drengsins míns!" Barbara hugsaði þessa stundina aðeins um þá daga, sem hún hafði verið í hjónabandi með Pierce, og sem Howard Burton þekkti ekkert til. Hún reyndi að herða hjarta sitt fyrir honum, og dylja þær tilfinningar, sefn hún bar til hans. En Howard Burton, sem einu sinni hafði sleppt henni burtu af braut sinni, hugsaði með sér, að láta það ekki koma fyrir aftur. „Verið þér nú ekki heimskulegar, Bar- bara! Þér vitið það þó vel sjálfar, að yður þykir vænt um mig, og að þér munduð verða hamingju- samar, ef við giftum okkur. Þér þurfið að fá mann, sem getur alið önn fyrir yður! Það er áreiðanlega ekki vilji guðs, að þér dveljið beztu ár æfi yðar innilokaðar i húsi á útkjáika veraldar, og eyðið þar æsku yðar og fegurð." Nú þagnaði Howard skyndilega, þvi alit í einu voru borðstofudyrnar opnaðar. „Það er faðir Matthews, sem kominn er til að heilsa upp á frúna,“ mælti Blake gamli. Svo vék hann sér ögn til hliðar á meðan gamli, fátæki presturinn í slitnum yfirfrakka gekk inn í stof- una. / Faðir Matthews stanzaði á þröskuldinum. Hans glöggskyggnu en vinalegu augu staðnæmdust strax á Howard, og undrun hans yfir þvi að sjá ókunnugan gest hjá Barböru var mikil. „Það er gestur hjá yður," sagði hann og bjóst til að fara aftur út, „þá fer ég núna, og kem heldur aftur á morgun, eða næsta morgun." „Nei, ómögulega," sagði Barbara glaðlega. „Komið þér inn núna, faðir Matthews, og lofið mér að kynna yður fyrir einum af mtnum gömlu vinum! Þetta er herra Howard Burton.“ Hún gekk til hans, hún var svo þakklát í hjarta sínu að sjá faðir Matthews, liann hafði einmitt komið á réttu augnabliki. Howard hafði verið orðinn henni harður mótstöðumaður i sam- ræðum — hún þarfnaðist tíma til að jafna sig, og átta sig á þessu öllu saman, hún var orðin utan við sig og hugsaði óskýrt. Howard var aftur á móti ekki eins hrifinn af komu gamla mannsins, og það var laust við að hann liti vingjarnlegum augum til faðir Matt- hews. Hvers vegna þurfti nú þessi prestur endilega að koma núna, og eyðileggja allt fyrir honum? hugsaði Howard. Og hvaða erindi átti þessi fátæk- legi gamli maður? Faðir Matthews var það líka strax ljóst, að

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.