Vikan


Vikan - 14.10.1943, Blaðsíða 3

Vikan - 14.10.1943, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 41, 1943 3 z7)ejfí ÆvenÆosfíir ?fí/olfí//voocí, BERGMAN Grein eftir DONALD CULROSS PEATTIE INGRID INGRID BERGMAN var aðeins tólf ára gömul, þegar faðir hennar, Justus Bergman myndasmiður, fór með hana í kvikmyndahús, til þess að sjá fyrstu kvikmyndina, sem hún lék í. Hún hafði meira að segja aldrei séð kvikmynd áður. Litla stúlkan stökk upp úr sæti sínu og benti á myndina. „Þetta er það, sem mig langar til að gera,“ hrópaði hún til föður síns. Það var á þessari stundu, sem hún ákvað að verða leikkona — Ingrid Berg- man, er núna leikur á móti Garry Cooper, sem María í „For Whom the Bell Tolls“. María er, að mínu áliti, erfiðasta og mesta hlutverk, sem kvenmaður hefir léikið í amerískri kvikmynd, og Ingrid Bergman er nú orðin ein mesta leikkonan í Hollywood, eftir að hafa leikið aðeins í fáum myndum. Sumir leggja áherzlu á ,,mesta“, aðrir á „leikkona“. Óhætt er ai segja, að Ingrid sé mikill kvenkostur. Hún er ekki eingöngu mikill listamaður, held- ur h'ka sönn og elskuleg kona. Listin er ekki alltaf bezta leiðin til Holly- wood. Stundum kemur sér betur, að hafa fallega fætur eða laglegt andht, en að vera innblásinn af sannri list. Hver er ekki hrifinn af fegurð hennar í hlutverki Maríu ? En Ingrid getur hrifið fuht hús af áhorf- endum, þó að hún sé með snöggklippt hár- ið, ómáluð og tötralega klædd í þessu hlufverki sínu í sorgarleik Hemingways. Það eru ekki bara töfrar, ekki aðeins skemmtun. Það er afrek, sem þið munið alltaf, og segið bömum ykkar frá seinna. Ernest Hemingway benti sjálfur á Ingrid Bergman sem leikkomma, sem hann gæti hugsað sér í hlutverk Maríu, og Garry Cooper var honum sammála. En Ingdrid var ekki orðin nógu vinsæl í Hollywood á þeim tíma. Vera Zorina, hin fallega dans- mær, fékk hlutverkið; það var stýft neð- an af hári hennar, og fé- lagið var þegar tekið að starfa að myndinni, þegar menn gerðu sér grein fyr- ir mistökunum, og náð var í þá einu leikkonu, sem hlutverkið hæfði. Ingrid fer aldrei á frumsýningu mynda, sem hún leikur í, en fær að sjá- þær í ein- rúmi áður. Eftir að hún sá „The Bell“, kom hún út með tárin í augunum og sagði: „MikiU rithöfundur er Ernest Hemingway!“ Þessi stúlka er svo eðli- leg og tilfinninganæm, að hinir reyndu íbúar Holly- wood eru alveg steinhissa. — Framkvæmdastjórarnir verða agndofa. af undrun, þegar hún neitar að vera i íburðarmiklum kjólum í kvikmyndunum vegna þess, að þeir séu svo dýr- ir. Hún er svo blátt áfram, að það snertir hjörtu al- mennings. Þega.r helztu kvikmyndadísirnar voru kynntar fyrir frú Chiang Kai-shek í úti- leikhúsinu í HoUywood í vor sem leið, gengu þær yfir leiksviðið með eins mikilli lægni og þær mögulega gátu vegna þess, að þetta var stórviðburður. En Ingrid Bergman, hattlaus eins og alltaf, án nokk- urra gimsteina-hringa og neglur. á fingr- unum óhtaðar, gekk fram á lághæla skóm og í eínfaldri, grárri ,,dragt“, brosti og heilsaði tilgerðarlaust og vingjarnlega. Ingrid er svo mikiU forkur við alla vinnu, að hún tekur flestum öðrum fram. Hún lauk við að leika í „Casablanca“ og byrjaði á „The Bell“, án þess að hvíla sig einn einasta dag. Sú mynd var tekin í High Sierra í 8000 feta hæð. Ingrid ein var ekki uppgefin af því, að fara þangað upp. Þegar hún lék í mynd fyrir OWI (Svíar, í Ameríku) í Minnesota á síðastliðnum vetri, voru allir aðrir kalnir, en „dóttir norðursins" skemmti sér á skíðum. I Hollywood fer Ingrid frá vinnu á mín- útunni sex og ekur heim í bifreiðinni sinni, sem hún kallar „gamla skrjóðinn“. Hún býr í lítilli fimm herbergja íbúð. Þar heima, er hún aðeins frú Peter Lindström. Frú Lindström stjómar svo vel heimilinu, að þar til fyrir fáum mánuðum. vissi dóttir hennar Pia, sem er fjögurra ára gömul, ekkert um, að móðir hennar var leikkona, Þegar hún hefir komið Piu í bamagarð- inn á morgnana, stígur frú Lindström upp í bílinn sinn og verður aftur Ingrid Berg- man. „Ég ek yfir hæðina," segir hún ljómandi, og þar niðri sé ég hinar geysi- miklu kvikmyndavinnustöðvar, ég er af- skaplega hamingjusöm og glöð. Ég get varla trúað þri, að ailir draumar mínir hafi rætzt.“ I æsku Ingrid höfðu þessir draumar Ingrid Bergman og Gösta Ekman í kvikmyndinni ,,Intermezzo.“ hennar næstum því orðið að engu. Hún missti foreldra sína, og dvaldi hjá ættingj- um, sem hlógu að metnaði þessarrar feimnu stúlku, sem langaði til að verða leikkona. Þegar Ingrid var sautján ára, tilkynnti hún djarflega, að hún ætlaði sér að reyna við hið árlega próf fyrir nemendur við „Konunglega leikskólann" í Stokkhólmi. Frændi heimar lét hana ráða, og hugsaði með sér, að þetta gæti orðið henni kenn- Framh. á bls. 7. Ingrid Bergman í kvikmyndinni „Intermezzo."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.