Vikan - 14.10.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 41, 1943
5
«( Framhaldssaga
Mf
21 Konan í Glenns-kastala
„Gleyma hvoru öðru — það mundi ekki vera
mögulegt," svaraði Howard. „Hefi ég ekki sagt
yður, að þér væruð eina konan á jörðinni, sem
ég elskaði, að ég vildi fá yður fyrir konu og
enga aðra? Það getur enginn maður búið í
Rhodesia án konu — það er ekki hægt! Hafi
maður ekki konu, þá fer maður í hundana fyrr
eða siðar.“
„Hvað á ég þá að gera?“
Barbara neri hendumar vandræðalega. Hún
vissi, að Howard elskaði sig falslausri ást, og hún
fann, að hann hafði mikið til síns máls. Fyrst
hann ekki var giftur, en hafði aftur á móti vilja
til þess, þá gat það vissulega haft slæm áhrif,
ef honum auðnaðist það ekki. Howard mundi
áreiðanlega verða auðugur maður, og það var
sannarlega freistandi fyrir hana.
„Hvað þér eigið að gera? Hvemig getið þér
spurt. Þér eigið að koma með mér til Rhodesia!"
„Gætuð þér þá ekki komið heim til Englands
í staðinn fyrir það, að vera i Rhodesia, Howard?
Það mundi verða miklu hægara fyrir mig! Ethnee
mundi geta verið þar hjá okkur, og þá gæti ég
við og við skroppið til Irlands og litið eftir,
hvemig það gengi fyrir sig hér í Glenns-kastala
og dvalið hér í skólaleyfum Patricks, því dreng-
urinn vill heldur eyða leyfum sinum á sínu gamla
heimili heldur en að fara annað, og það skal hann
líka fá. Ég vil ekki til þess vita að hann fái ekki
tækifæri til þess að sjá og kynnast ættaróðali
sinu, sem á að verða hans framtíðareign."
„Það mundi valda mér mjög miklum erfiðleik-
um, að yfirgefa Rhodesia, með svona litlum fyrir-
vara. En ef til vill er það bezta lausnin á vanda-
málinu! Heyrið þér nú, Barbara, reynum að miðla
með okkur málum! Af því að ég get ómögulega
komið til baka til yðar, viljið þér þá lofa mér því,
að koma til mín?“
„Þvi get ég ekki lofað, Howard,“ sagði Bar-
bara ákveðin og hristi höfuðið. „En mér finnst,
að fyrst þér eruð nú þegar orðinn efnaður maður,
þá sé engin ástæða fyrir yður að vera lengur í
Rhodesia. Þér getið vel keypt lítið og fallegt hús
í Englandi, og þar getum við svo búið og lifað
hamingjusömu lífi saman!"
„Nei, það gengur ekki!“ sagði Howard hlæj-
andi. „Úr því að ég einu sinni er farinn að græða
peninga, þá verð ég að halda því áfram.
Það getur heldur enginn ímyndað sér, sem ekki
hefir verið i Rhodesia, hversu dásamlegt þar er.
Ég 'verð þá að neyðast til þess, að vera með
annan fótinn í Englandi og hinn í Rhodesia, eða
með öðrum orðum, að eiga heima á báðum stöð-
unum. Annars finnum við áreiðanlega leið til
þess að haga þvi þannig, að við getum bæði vel
við unað! Við verðum að haga því þannig, að
við bæði verðum ánægð!"
Hann beygði sig niður að henni. „Nú þegar við
vitum, að við elskum hvort annað, þarf enginn
skuggi lengur að falla á hamingju okkar, því það
mun rætast úr þessu fyrir okkur! Við þurfum
aðeins að bíða svolitið ennþá; bíða þolinmóð
stuttan tima ennþá."
„Já,“ svaraði hún dauflega. Hún var orðin
þreytt á þessum rökfærslum hans, og hún var
ekki fullkomlega með sjálfri sér, eftir þessa ó-
væntu heimsókn Howards og erindagerð hans.
Hún fór hjá sér, þegar hún fann varir hans
snerta sínar, og það fór um hana einkennileg
tilfinning, sambland af sælu og blygðun. Hún,
ekkja Pierce Maloney, hafði verið kysst af
Howard Burton.
Forsana * tloward Burton æskuvinur
** * Barböru fer til Suður-
Afriku. Barbara verður fyrir sárum von-
brigðum út af því, að hann skyldi ekki
biðja sín áður en hann fór. Pierce Maloney
kemur heim á heimili Ann frænku Barböru,
eftir að hafa lent í bifreiðarslysi. Hann
vinnur ást Barböru, og þau giftast nokkru
seinna. Frú Burton, móðir Howards, ásakar
hana um trúleysi við son sinn, og fullvissar
hana um, að hann elski hana. Pierce heldur
sig mjög ríkmannlega á brúðkaupsferðinni,
og Barbara álítur að hann sé efnaður
maður. En þegar þau koma á heimili hans
i Glenns-kastala á Irlandi, verður hún fyrir
vonbrigðum, þegar hún sér, hversu allt er
þar fátæklegt. Þá fær hún líka, fyrst að
vita, að Pierce er ekkjumaður og á tvö
böm. Bömin eru fyrst í stað mjög óstýri-
lát við Barböru. Af þessu öllu verður
Barbara mjög bitur og ásakar sjálfa sig
fyrir það, að hafa gifst Pierce. En brátt
greiðast fjárhagsörðugleikar hans, og tek-
ur hún þá til óspilltra málanna, að lagfæra
allt í Glenns-kastala. Bömin hafa nú lika
tekið ástfóstri við hana. Hún hefir eignast
son og er nú enn á ný orðin hamingjusöm.
En þá kemur sorgin eins og reiðarslag
yfir hana. Pierce og litli drengurinn hennar
farast báðir af slysförum. Barbara verður
örvingluð af sorg sinni, og fer frá stjúp-
bömum sínum til Englands til Ann frænku
sinnar. Nokkru síðar fær hún bréf frá faðir
Matthews, þar sem hann segir henni að
Patrick sé hættulega veikur. Hún bregður
óðara við og fer aftur til Irlands til drengs-
ins, sem brátt komst til heilsu aftur. Revel-
stone lávarður heimsækir Barböru, og býð-
ur henni til sín, en hún vill ekki yfirgefa
Glenns-kastala. Þennan sama dag kemur
Howard Burton í heimsókn til Barböru
í þeim erindagerðum að biðja hennar, en
hún vill sem minnst um það mál tala og
skilur Burton og faðir Matthews eftir eina
saman. Hún kemst samt ekki undan því
að veita Burton áheym, og talast þau nú
við langt fram á kvöld.
„En hvað varir þínar eru kaldar, elskan mín
og kinnar þínar fölar!" sagði Howard og þrýsti
henni ástúðlega að sér. „Nú liggur fyrir okkur
björt framtíð, hamingjurík framtíð, bezti tími
ævi okkar!"
Hann skildi nú, að Barbara var óstyrk, og
hún þurfti að jafna sig, hann vissi þvi, að bezt
mundi fyrir sig að fara og lofa henni að vera
einni. Hann gekk út úr stofunni og var naumast
kominn út úr dyrunum, þegar Barbara fór að
ásaka sig.
„Ó, hvað hefi ég sagt, hverju hefi ég lofað?"
hvislaði hún, „ég sem aldrei ætlaði að gifta mig
aftur, ég sem hélt, að örlög mín væru ráðin
fyrir löngu!"
Hún titraði, eins og kviðinn og óstyrkur hlaupa-
hestur á skeiðvelli, sem bíður þess, að hefja hlaup-
ið, — síðan stóð hún skyndilega upp og starði
fram fyrir sig eins og i leiðslu, hún sá í hugan-
um heimili það, sem Howard vildi gefa henni,
hún sá, að það mundi ekki vera nein töfrahöll,
eða glitrandi draumaheimur. Það var heimili, sem
hún mundi finna hamingju sina í, vel um gengið
og snyrtilegt heimili, þar sem hún gæti lifað ró-
legu og góðu lífi, þar mundi hún finna drauma
sina rætast, sem hana hafði dreymt á unglings-
árum sínum. En þó var Barböru það ljóst, að
það vantaði eitthvað í alla þessa dýrð; það vant-
aði eitthvað í þessa dularfullu glóð, sem kölluð
er ást.
Og hún sá lengra fram á veginn. Hún sá, að
það mundi verða langt, þar til hún gæti orðið
glöð að jafnaði. Hún yrði að taka þátt í sam-
_____________ i >
ÁSTASAGA - :
kvæmislífinu, og sjálf yrði hún að taka á móti
gestum á heimili sinu, og einn hlutur var það,
sem hún fullkomlega vissi fyrir: Hún yrði að
gleyma litla barninu sinu, sem lá undir grænu
leiði, í fátæklega irska kirkjugarðinum. Howard
var ungur og hann krafðist þess, að hún lokaði
dyrum fortíðar sinnar.
Barbara gekk hægt yfir gólfið og settist niður
fyrir framan glóðina í arninum, sem nú var ná-
lega útbrunnin.
„Howard elskar mig, en verður það nokkurn-
tima á minu færi, að gera hann hamingjusam-
an?“ sagði hún við sjálfa sig.
Hún horfði án afláts i útbrunna öskuna í arn-
inum. Nú voru síðustu neistarnir að dvína —
eldurinn var slokknaður.
„Dauð aska —,“ muldraði hún lágt og rétti
kaldar hendur sínar út yfir eldstæðið. „Hvað
hefir hann að gera við útbrunna glóð hjarta
mins ?“
20. KAFLI.
„Lítur garðurinn ekki yndislega út núna —
svo frísklegur og vorlegur? Aldrei eru blómin
þó jafn fögur og á vorin. Sýnist þér það?“
Barbara brosti glaðlega og horfði á Revelstone
lávarð. Þau gengu hægt saman úti i garðinum
og horfðu á blómstrandi eplatrén, trén voru ó-
venjulega þroskuð og falleg þetta ár.
„Ég held næstum, að það sé orðinn vani minn,
að líta á allt, með sömu augum og þú, frú
Maloney. Það liggur við, að flestir hlutir komi
okkur líkt fyrir sjónir. Jú, vorblómin eru mjög
falleg — þau eru falleg, af þvi að þau eru svo
fersk og angandi."
Barbara roðnaði ofurlítið við.
„Fegurðin og frískleikinn er fyrir öllu, er það
ekki? Þegar þau eru horfin, er maður svo að
segja búin að tapa öllu.“
Hún þagnaði aftur skyndilega og beit á vörina.
Það voru nú liðin níu ár frá hinu minnisstæða
kvöldi, þegar Howard Burton hafði beðið ekkju
Pierce Maloney. Níu róleg, viðburðarlitil ár. En
Barbara vissi vel, að þessi níu ár höfðu rænt
hana því frísklegasta og fegursta úr lífinu, sem
hún áður hafði borið, að ungdómur hennar lá
nú langt að baki henni.
„Hvað er að þér?“
Revelstone beygði sig niður að henni. Hann
þekkti nú Barböru orðið svo vel, að hann skildi
öll svipbrigði andlits hennar. Hún hafði, að mestu
leyti í þessi níu ár, dvalið á hinu írska herra-
setri, og hann hafði allan þann tíma fylgst vel
með ekkju Pierce vinar síns. Oft á viku hverri
hafði hann komið til Glenns-kastala, ýmist á hesti
eða í einkabifreið sinni, til þess að hafa eftirlit
með búinu með henni, og yfirleitt öllu þar, þegar
einhvern vanda bar að höndum. Hann varð fyrir
vonbrigðum, að hitta Barböru svo dapra, sem
hún nú var, þar sem allt ljómaði líka í kringum
hana, og loftið var fullt af blómaangan, og vor-
blærinn strauk kinnar hennar. En ef til vill staf-
aði þetta aðeins af óróa og eftirvæntingu, þvi
innan fárra daga ætlaði Howard Burton að koma
alkominn heim til Englands — Howard Burton
hinn trúfasti vinur og unnusti Barböru, sem í
öll þessi ár hafði dvalið i Rhodesia, til þess að
græða þeim peninga.
„Það er ekkert sérstakt að mér,“ svaraði Bar-
bara, og yppti öxlum ofurlítið óþolinmóð. „Það
er aðeins vorið, það er dálítið erfitt fyrir mig.