Vikan


Vikan - 14.10.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 14.10.1943, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 41, 1943 „Ég líka,“ sagði Lazarus. „Það bezta, sem hægt er að gera," kom frá Challenger. „Við skulum gleyma öllu, sem hefir gerzt í þessu herbergi í kvöld,“ sagði Croft ákveðinn. „Það vildi ég nú segja,“ skaut Japp inní. „Vertu ekki hörð við mig, elskan mín,“ sagði kona hans snökktandi við Nick, sem horfði á hana með fyrirlitningu, en svaraði engu. „Ellen ?“ „Við William segjum ekkert, það er bezt að segja sem minnst." „Og þér, Vyse?“ „Það er ekki hægt að þagga svona mál niður," sagði Charles Vyse. „Staðreyndin verður að vera kunn á réttum stað.“ „Charles,“ hrópaði Nick. „Mér þykir það leitt, ég lit á lagalegu hlið málsins." Poirot hló. „Svo þið eruð sjö á móti einum. Blessuð Japphjónin eru hlutlaus." „Eg er í frii,“ sagði Japp glottandi, „ég telst ekki með.“ „Sjö á móti einum. Vyse er eini maðurinn, sem heldur með lögum og reglum! Vyse, þér eruð mikill skapfestu maður!“ Vyse yppti öxlum. „Staðan er þá alveg augljós. Það er aðeins eitt, sem hægt er að gera.“ „Já, þér eruð heiðarlegur maður. Nú — ég sjálfur tel mig með minni hlutanum. Ég er líka fyrir sannleikann." . „Poirot!" hrópaði Nick. „Ungfrú, þér dróguð mig inn í þetta mál, þér óskuðuð þess, að ég tæki þátt í því, þér getið ekki sagt mér að þegja. núna.“ Hann lyfti hendinni með ógnandi hreyfingu, sem ég þekkti svo vel. „Setist öll niður, og ég skal segja ykkur sannleikann." Þegjandi, vegna skipunartóns hans, settumst við hægt niður og snérum okkur eftirtektarsöm að honum. „Takið nú eftir! Ég er með skrá hérna, skrá yfir menn, sem eru við glæpinn riðnir. Ég rað- aði þeim niður eftir stafrófinu, að meðtöldum stafnum J. — J. stóð fyrir óþekkta persónu. Ég vissi ekki, hver J. var fyrr en í kvöld, en ég vissi, að hann var til. Atburðirnir í kvöld hafa sannað, að ég hafði á réttu að standa. En í gær varð mér skyndilega ljóst, að mér hafði skjátlast hræðilega. Ég hafði sleppt úr. Ég bætti við öðrum stafi á listann, stafnum K. „Önnnur óþekkt persóna?" sagði Vyse spott- andi. „Ekki alveg. Ég tók upp stafinn J. sem tákn fyrir óþekkta manninn. Önnnur óþekkt persóna myndi þá bara verða annað J. — K. hefir aðra merkingu. Það táknar persónu, sem hefði átt að vera upphaflega á listanum, en sem hafði gleymzt." Hann beygði sig niður að Fredericu. „Þér getið fullvissað yður um það, frú, að eiginmaður yðar var ekki sekur um morðið. Það var K., sem skaut Maggie." Hún starði. „En hver er K. ?“ Poirot kinkaði kolli til Japps. Hann gekk eitt spor fram og talaði með röddu, sem minnti á þá daga, þegar hann gaf vitnisburð fyrir rétt- inum. „Ég tók mér stöðu hér snemma um kvöldið, eftir að hafa verið leiddur leynilega inn í húsið af Poirot. Ég var falinn bak við gluggatjöldin í dagstofunni. Þegar allir voru komnir inn í þetta herbergi, kom ung stúlka inn í dagstof- una og kveikti á ljósinu, hún gekk að aminum og opnaði hólf í þilinu, sem virtist vera í sam- bandi við fjöður. Hún tók skammbyssu úr hólf- inu. Með hana í hendinni fór hún út. Ég elti hana og opnaði hurðina ofurlítið, til þess að geta fylgzt með hreyfingum hennar frekar. Gest- irnir höfðu skilið eftir kápur og sjöl í forstof- unni, þegar þeir komu. Stúlkan þurrkaði skamm- byssuna vandlega með vasaklúti og stakk henni síðan í vasann á grárri loðkápu, — eign ungfrú Rice —“. Nick rak upp hljóð. „Þama er hún, sagði hann, þarna er persónan K! Það var ungfrú Nick, sem skaut frænku sína, Maggie Buckley." „Eruð þér brjálaður, maður?" hrópaði Nick. „Af hverju ætti ég að drepa Maggie?“ „Til þess að erfa peningana, sem hún fékk eftir Michael Seton! Nafn hennar var líka Magdala Buckley — og hann var trúlofaður henni — ekki yður.“ „Þér — þér —.“ Hún stóð skjálfandi og var ekki fær um að tala. Poirot sneri sér að Japp: „Þér hringduð í lögregluna?" „Já, þeir bíða nú í forstofunni. Þeir eru með handsömunarsk jalið. “ „Þið emð öll vitstola," öskraði Nick fyrir- litningslega. Hún gekk hratt til Fredericu. „Freddie, gefðu mér armbandsúrið þitt — til minningar, viltu gera það?“ Frederica tók hægt af sér úrið, sem var sett gimsteinum, og rétti Nick það. „Þakka þér fyrir. Og nú — býst ég við því, að við verðum að halda þessum hlægilega skrípa- leik áfrarn." „Leikurinn, sem þér undirbjugguð og fram- kvæmduð á Byggðarenda. Já — en þérhefðuð ekki átt að fá Hercule Poirot aðalhlutverkið í hendur. Það var yfirsjón hjá yður, ungfrú, mjög alvarleg yfirsjón." 22. KAFLI. Sögulok. „Þið viljið, að ég útskýri?" Poirot leit í kringum sig með ánægðu brosi og þessum uppgerðar auðmýkingarsvip, sem ég kannaðist svo vel við. Við vorum komin inn I dagstofuna og tölu okkar hafði fækkað. Þjónarn- ir höfðu kurteislega dregið sig i hlé, og Croft- hjónin höfðu verið beðin um að fylgja lögregl- unni. Frederica, Lazarus, Challenger, Vyse og ég vomm eftir. „Jæja, ég játa því, að ég var ginntur, fullkom- lega og algerlega blekktur. Nick hafði mig alveg í vasanum, eins og þér svo réttilega segið. Já, frú, þér höfðuð á réttu að standa, þegar þér sögðuð, að vinkona yðar 'væri slunginn lygari. Það var vissulega rétt!“ „Nick sagði alltaf ósatt,“ sagði Frederica rólega. „Þess vegna átti ég oft bágt með að trúa þess- um furðulegu undankomum hennar." „En ég, bjáninn, trúði!" „Áttu þær sér ekki raunverulega stað?“ spurði ég. Ég viðurkenni, að ég var ennþá algjörlega ruglaður. „Nei, þær voru upplognar — mjög sniðuglega — til þess að hafa þau áhrif, sem þær höfðu.“ „Hver voru áhrifin?" „Að það virtist sem líf ungfrú Nick væri í hættu. En ég ætla að byrja á byrjuninni. Ég skal segja ykkur söguna eins og ég hefi sett hana saman, en ekki eins og hún kom mér fyrir sjónir, ófullkomin og sundurslitin. „Til að byrja með; þessi stúlka, þessi Nick Buckley, ung, fögur og samvizkulaus, var ákaf- íega og ótrúlega fastbundin heimili sínu.“ Charles Vise kinkaði kolli. „Ég sagði yður frá því.“ „Og þér höfðuð á réttu að standa. Ungfrú Nick elskaði Byggðarenda. En hún hafði enga peninga. Húsið var veðsett. Hana skorti peninga, ákaflega, en hún gat ekki fengið þá. Hún hittir þennan Seton við Le Touquet. Hann er hrifinn af henni. Hún veit að hann er að öllum líkindum erfingi frænda síns, og hún veit, að þessi frændi á margar milljónir. Jæja, hún heldur svo, að úr öllu muni rætast. En hann er alls ekki alvar- lega hrifinn. Honum finnst hún ágæt skemmtun, og það var allt. Þau hittast í Scarborough, en svo vill slysið til. Hann hittir Maggie og elskar hana við fyrstu sýn. Ungfrú Nick er orðlaus. Frænka hennar Maggie, sem henni hefir aldrei fundizt einu sinni lagleg! En í augum Setons er hún öðruvísi. Eina stúlkan í heiminum, sem er honum einhvers virði. Þau trúlofast svo leynilega. Aðeins ein manneskja veit það — þarf að vita það. Og hún er ungfrú Nick. Veslings Maggie, henni þykir svo vænt um, að til skuli vera persóna, sem hún geti talað við og trúað fyrir einkamálum sínum. Eflaust les hún fyrir frænku sína kafla úr ástar- bréfum sínum. Þá er það, sem ungfrúin heyrir um erfðaskrána. Hún hugsar ekkert um hana þá. En hún man eftir henni. Svo deyr Sir Matthevr Seton skyndilega og óvænt, og skömmu eftir gekk sá orðrómur að Michall Setons væri saknað. Og stúlkunni dettur svo í hug þetta hryllilega ráð. Seton veit ekki að nafn hennar sé einnig Magdala. Hann þekkir hana aðeins sem Nick., MAGGI og R A G GI. Maggi: Ekki skil ég, hvemig Tryggur lifir af þessa kjöt- skömmtunartíma!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.