Vikan


Vikan - 14.10.1943, Blaðsíða 1

Vikan - 14.10.1943, Blaðsíða 1
Nr. 41, 14. október 1943. Munið Nora-Magasin S a-iuagasm^ "V •- Áð og snœtt undir berum himnu vT\ að eru ekki þeir tímar núna, að þjóð- *^ höfðingjar geti ferðast um í frið- samlegum erindagerðum eða leitað sér dægrastyttingar og hvíldar f jarri heima- landi sínu. Vér birtum nú á forsíðu mynd, sem tekin var þremur árum eftir lok heimsstyrjaldarinnar fyrri. Árið 1921 komu Kristján konungur tí- undi, Alexandrine drottning og synir þeirra í heimsókn til Islands, ásamt föruneyti. Dvöldu þau nokkra daga í Reykjavík og var þá, meðal annars, rafmagnsstöðin við Elliðaárnar opnuð af konungi. Veizluhöld fóru fram í Reykjavík og á Þingvöllum. Var fyrst haldið í bifreiðum til Þingvalla, en þaðan á hestum að Geysi og Gullfossi og niður Hreppa að Stóru-Laxá hjá Lang- holtsvaði. En þessa leið ók drottningin í léttivagni. Frá Stóru-Laxá var síðan hald- ið í bifreiðum til Reykjavíkur með stuttri viðdvöl við Sogsfossana. Myndin að ofan er tekin við Brúará, af Óláfi Magnússyni hirðljósmyndara, en þar var staðnæmst á ferðalaginu og notið hressingar. Fjöllin í baksýn er Högnahöfði og Miðfell. Fyrir miðju borðinu má sjá konung og snýr hann andliti fram, en gegnt honum situr drottningin og við hlið hennar Frið- rek ríkiserfingi. Sömu megin og konungur, en lengra til hægri, situr Knútur konungs- sonur og gegnt honum Jón biskup Helga- son og frú. Standandi lengst til hægri er Jón Magnússon forsætisráðherra og fyrir framan hann, bakvið mann með hvítt kaskeiti, sést á Axel Tulininus, en hann var fararstjóri. Við hægri enda borðsins, og sést rétt á kollinn, er Guðmundur Björnson landlæknir og gegnt honum Klemens Jónsson fyrv. ráðherra. Stand- andi, lengst til vinstri, má þekkja Matt- hías Þórðarson fornminjavörð.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.